miðvikudagur, janúar 17, 2007

PILLAÐU ÞIG HEIM AF DJAMMINU ÞEGAR….

* Þú hefur algjörlega enga hugmynd um hvar skórnir þínir eru
* Þú varðst að fá einhvern inni á klósetti til að koma og hjálpa þér að tosa upp buxurnar og hjálpa þér af setunni
* Þig langar alltíeinu rosalega til að lemja einhvern
* Síðast þegar þu þurftir á klóið sástu að þú leyst meir út eins og einhver úr hryllingsbúðinni frekar en gyðjan sem þú varst fyrir nokkrum klukkustundum síðan
* Þú misstir hlöllann þinn í gólfið en tekur hann upp aftur og heldur áfram að borða
* Þú ferð að gráta
* Það eru minna en þrír klukkutímar í það að þú átt að vera mætt í vinnu
* Maður sem þú ert að daðra við... á fullu, var kennarinn þinn í fimmta bekk
* Þörfin fyrir að byrja týna af þér fötin, klifra uppá borð og syngja er orðin furðulega yfirþyrmandi
* Þú ert búin að gleyma hvar þú átt heima
* Þú ert komin með dimma vískírödd af öllum sígarettunum sem þú hefur reykt í kvöld af því (eins og þú ert búin að segja 20 sinnum) þú reykir bara á fylleríum.
* Þú öskrar á barþjónnin af því þú sakanr hann um að hafa gefið þér hreint gos í glasið, en það er bara af því þú finnur ekki lengur bragðið af vodkanu eða gininu
* Þú heldur að þú sért komin í rúmið en koddinn þinn minnir furðulega mikið á pizzu
* Þú fattar ekki að klósettlokið er niðri þegar þú sest á það
* Þú ert svo þreytt að þú vilt bara setja beint á stéttina, ( og hví ekki!)
* Þú sýnir vinum að stelpur geta alveg pissað standandi ef þeim virkilega langar
* Þú byrjar að kela við menn frá miðausturlöndum á miðju dansgólfi :!

Kannski eitthvað til í því....hehe

Engin ummæli: