SMÁ HELGARNESTI....
Byrjum á stjörnuspá dagsins - Þótt hún sé sjaldgæf, er skilyrðislaus ást ekki svo vandasöm. Maður ákveður að ætla að elska einhvern og sleppir svo hendinni af takmörkunum. Vert þú yin á móti yang einhvers í kvöld. – einhverjar hugmyndir hvað ég á að gera af mér!!
Græneðlan Mozart hefur verið með stinnan getnaðarlim í rúma viku, og hafa dýralæknar nú ákveðið að skera liminn af.Það kemur þó væntanlega ekki að sök fyrir Mozart, því að hann og aðrar karlkyns græneðlur hafa tvo getnaðarlimi...ob bobb bobb :(
Sjö af hverjum 10 ungum konum í Bretlandi telja enga hættu á að þær smitist af HIV, veirunni sem veldur AIDS, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Einnig kom í ljós að 92% þátttakenda töldu ekki nauðsynlegt að hafa smokk meðferðis þegar farið væri út að skemmta sér.... svolítil fáfræði!!
Þá mun það vera vísindalega sannað, að hljóðið sem heyrist þegar kastað er upp er það óþægilega sem fólk heyrir. Þá hefur komið í ljós, að konur eru viðkvæmari fyrir hljóðum en karlmenn. Að mati þátttakenda í rannsókninni voru tíu eftirfarandi óþægilegustu hljóðin þessi:
1. Karl/kvenmaður kastar upp
2. Ískur í hljóðnema
3. Barnagrátur (mörg börn)
4. Marr í togvindu
5. Marr í vegasalti
6. Spilað falskt á fiðlu
7. Hljóð í „fretblöðru"
8. Barnsgrátur (eitt barn)
9. Rifrildi
10. Suð í háspennulínum
Því er best að vara sig á tjúttinu um helgina og langar mig til að benda þeim aðilum sem hafa íhugað að sletta úr klaufunum um helgna og fá sér í aðra tána að eftirfarandi hlutir gætu hent þá ef drukkið er of mikið. ,,Þú kastar upp, sefur hjá og býrð til barn sem leiðir til barnagráturs, gætir jafnvel eignast tvíbura sem framkallar grátur tveggja eða fleiri barna, pirringur og rifrildi blossa upp við alla í kringum þig og úr kemur þessi líka óhjákvæmilegu óhljóð.
Hugsið ykkur því vel um áður en þið takið glasið í hönd og gleðilega óhljóðalausa helgi :o)
föstudagur, janúar 26, 2007
þriðjudagur, janúar 23, 2007
GARGANDI SNILLD....
Handboltaleikurinn við Frakka í gær var einn sá allra magnaðasti sem ég hef séð, spennan var gífurleg og hélt ég varla vatni yfir þessum snilldar leik ;o)
Þarna sá ég svart á hvítu afhverju ég æfði þessa yndislegu íþrótt í ca 10 ár!! Ohhh langar aftur í handbolta, ertu game??
Birt af Sella kl. 10:25 f.h. 0 ummæli
mánudagur, janúar 22, 2007
fimmtudagur, janúar 18, 2007
Hún á afmæli í dag.....
Langaði til að byrja daginn á því að óska minni ástkæru vinkonu til margra margra ára... Sigríði Þorvarðard, innilega til hamingju með afmælið í dag....njóttu dagsins ástin ;o)
Einnig verð ég að þakka J-Low, Elínu og Guðrúnu Helgu fyrir frábæra kaffihúsaferð og chat á besta stað í bænum í gær...Vegó. Fáránlegt hvað maður getur gleymt sér í spjallinu - enda ekki búnar að hittast í alltof langan tíma :o)
En JIBBÝ það er að koma helgi, og talandi um HM bara 2 dagar!!
miðvikudagur, janúar 17, 2007
PILLAÐU ÞIG HEIM AF DJAMMINU ÞEGAR….
* Þú hefur algjörlega enga hugmynd um hvar skórnir þínir eru
* Þú varðst að fá einhvern inni á klósetti til að koma og hjálpa þér að tosa upp buxurnar og hjálpa þér af setunni
* Þig langar alltíeinu rosalega til að lemja einhvern
* Síðast þegar þu þurftir á klóið sástu að þú leyst meir út eins og einhver úr hryllingsbúðinni frekar en gyðjan sem þú varst fyrir nokkrum klukkustundum síðan
* Þú misstir hlöllann þinn í gólfið en tekur hann upp aftur og heldur áfram að borða
* Þú ferð að gráta
* Það eru minna en þrír klukkutímar í það að þú átt að vera mætt í vinnu
* Maður sem þú ert að daðra við... á fullu, var kennarinn þinn í fimmta bekk
* Þörfin fyrir að byrja týna af þér fötin, klifra uppá borð og syngja er orðin furðulega yfirþyrmandi
* Þú ert búin að gleyma hvar þú átt heima
* Þú ert komin með dimma vískírödd af öllum sígarettunum sem þú hefur reykt í kvöld af því (eins og þú ert búin að segja 20 sinnum) þú reykir bara á fylleríum.
* Þú öskrar á barþjónnin af því þú sakanr hann um að hafa gefið þér hreint gos í glasið, en það er bara af því þú finnur ekki lengur bragðið af vodkanu eða gininu
* Þú heldur að þú sért komin í rúmið en koddinn þinn minnir furðulega mikið á pizzu
* Þú fattar ekki að klósettlokið er niðri þegar þú sest á það
* Þú ert svo þreytt að þú vilt bara setja beint á stéttina, ( og hví ekki!)
* Þú sýnir vinum að stelpur geta alveg pissað standandi ef þeim virkilega langar
* Þú byrjar að kela við menn frá miðausturlöndum á miðju dansgólfi :!
Kannski eitthvað til í því....hehe
mánudagur, janúar 15, 2007
Eintóm gleði framundan......aðeins 5 dagar!
Get ekki beðið eftir laugardeginum, enda tvær ástæður fyrir því:
1. SIGGA vinkona er með afmælisteiti/feiti
2. HM í handbolta byrjar....Ísland-Ástralía
En þetta er mikið gleði gleði gleði, elska ég að horfa á íþróttir, sér í lagi handbolta...kemst í annan og betri gír og því er stór og mikil hátíð framundan. Ætla mér ekki að missa af leik!! Nörd kannski en bara stoltur nörd ;o) Svo er aldrei að vita nema maður fylgist með köppunum blogga frá Þýskalandi.
Einnig fannst mér æði gæði að horfa á landsleikinn á sunnudaginn og sjá alla "strákana okkar" standa beinir í baki og syngja þjóðsönginn hástöfum. Frekar flott verð ég að segja og ekki laust við að maður hafi bara verið frekar stoltur af sínu þjóðerni..... góð tilbreyting verð að segja!!
Vildi annars nota tækifæri og óska ástkærum vinkonum mínum innilega til hamingju með afmælið í dag...Hulda, Katrín Dögg og Ragna Dögg felicidades með 26 ára afmælið - njótið dagsins :o)
þriðjudagur, janúar 09, 2007
Happy new year 2007 my friends… this is going to be great year i think!!!
The time flies when your having fun…. Gleðilegt árið og takk æðislega fyrir allt. Núna er árið bara byrjað á fullu og ALLT ROSALEGA FÍNT! Árið 2006 var mjög gott verð ég að segja…. Kynntist fullt af frábæru fólki, auk þess sem kynni við gamla vini voru endurnýjuð. Að auki setti ég mér nokkur áramótaheit og náði ég að standa við þónokkur. Ég hef ávallt haft dálæti af því að ferðast, kynnast nýju fólki, læra eitthvað nýtt og umfram allt njóta þess að vera til. Ferðaðist t.d til Köben *3, Barcelona, Glasgow og Varsjá í Póllandi….mjög skemmtilegt verð ég að segja. Útskrifaðist sem viðskiptafræðingur úr HÍ, varð aðal-FÖÐURsystirin, naut skemmtilegra stunda með vinum og ættingjum og já naut þess að vera til!! Ég hef fulla trú að ÁRIÐ 2007 VERÐI ENN BETRA… 3 utanlandsferðir strax skipulagðar, skóli í siktinu í útlöndum og já eintóm hamingja! Annars er þetta búið að vera að gera…
CHRISTMAS COCKTAILPARTY
Hinn eini sanni jólakokteill stendur alltaf fyrir sínu það er ekki annað hægt að segja. Við dollurnar (ég, Anný og Elva) tókum að okkur skipulagningu af yndislegu cocktailkvöldi í Hlíðunum og urðu drykkir á borð við Flirtini, Sweet&sour passion, Cosmopolitan, gulur og Pink pussycat fyrir valinu. Stemningin var gífurleg, allt skreytt, gleði á öllum gellunum níu. Stjörnuljós, terta og tilheyrandi áður en við þutum af stað í bæinn…. Myndirnar tala sínu máli – KÍKIÐ HÉR!!
GAMLÁRSKVÖLD
Já smá saga úr mínu lífi, var edrú á gamlárs svona til að kveðja árið bílandi. Það gerist ekki oft að sjálfur STUÐ boltinn ég láti vanta glas við hönd á tjúttinu, en jú bara bílandi og skemmti mér vel. Hef gert þetta að vana mínum að keyra um og kíkja á liðið og komið í vana enda síðast að drekka á gamlárs um aldamótin 99-00. Byrjaði hér heima að vanda með góðu fólki. Familían borðaði hérna og við kvöddum sko árið með stæl hvítlauksristaðir humarhalar, lambalundir með öllu og tobleroneís ala mútta í eftirrétt yfir skaupinu. Verð að segja að það var bara ágætt. Greinilegt að mikið er lagt í það því myndatakan, hljóð og fleira var mun betra en seinustu ár.Eftir skaupið lá leiðin að skjóta upp og láta árið fuðra upp. Terturnar voru glæsilegar og mikið nötraði Álfalandið um tíma. Eftir nokkur skutl komu Gulla, Guðrún Sveins, Sindri, Eva, Tinna og Fjóla í heimsókn…mikið var kjaftað – en síðan hurfu útlendingarnir Eva og Sindri á braut og frekar leiðó að kveðja þau…heimsæki þau bara í febrúar í staðinn :o)
NÝÁRSKVÖLD
Hittumst mis hress og kát hjá O&H upp í Grafarholti, þar sem beið okkur sveppasúpa, kalkúnn og heimatilbúinn ís. Tókum vel á því í skothríðinni með nokkrum góðum rettum og tertum. Heppnin með mér og varð ég fyrir rakettu – þaut hún niður á ógnarhraða, þannig að sætt mar hvílir á hægri öxl minni. Eftir allt var skellt sér í Trivial…. guð hvað er skemmtilegt að spila og láta eins og vitleysingar… einnig einkenndist nýárs af miklum New York pælingum enda ætlum við að skella okkur út í haust, bara GAMAN :o)
Hins vegar er líf mitt að komast í rútínu núna. Mikið rosalega var erfitt að komast í gírinn eftir allt ljúfa lífið, góðan mat og afslappaðar stundir. Hitti stelpurnar á fimmtudagskvöldið í kjaftastuði og spiluðum við Trivial fram eftir. Loksins hitti ég Barcelonafélagana, Fanneyju, Kidda og Salóme eftir ALLTOF LANGA fjarveru. Fórum við út að borða, áttum frábært spjall og stuð á Hressó. Svo dansaði ég af mér bossann á Vegamótum með Salóme. Jólin voru svo kvödd með stæl þar sem ég endaði í matarboði í Mosó, skellti mér á brennu og flugeldasýningu og kíkti svo með Elvu í partý til Sigrúnar og í bæinn….bara gleði og glaumur :o) Annars eru fullt af nýjum myndum komnar inn….HAVE FUN ;)