miðvikudagur, maí 13, 2009

EUROVISION NÖRD og stolt af því ;o)


Iceland tólf stig - douze point - twelve points!

Mikið var stemningin góð heima hjá Önnu Láru og Gauja í kvöld þegar við sáum íslenska fánann koma síðastan upp á skjánum og vissum þá að við værum komin í The final í Eurovision....Við stóðum upp öskrandi af kæti og grey Andri Kári þeirra Helgu Bjarkar og Unnars horfði á okkur frekar skrítinn á svip enda ekki vanur að sjá öskrandi fólk út um allt ;)

En ég verð nú bara að segja Jóhanna Guðrún stóð sig svo sannarlega vel og þau öll. Umgjörðin var öll sú glæsilegasta og megum við vera stolt af þessum flutningi hennar fyrir okkar hönd... Núna er bara að fara undirbúa Eurovisionpartýið á laugardaginn - það verður sko stigakeppni með verðlaunum, fánar og tilheyrandi.....vá hvað verður gaman ;)