miðvikudagur, mars 31, 2004

ÉG ER ORÐIN 22 1/2 ÁRS OG GOTT BETUR :o)

Já ammæli, ammæli, ammæli....... á mánudaginn varð ég 22 1/2 árs til hamingju með afmælið ÉG!! en það er kannski ekki merkilegt, en ég hélt í alvöru að ég yrði ekki svona gömul. Í huga mínum er ég bara lítil gelja sem hlusta á Ace of Base og leik mér með Barbie í laumi.......

.........annars er ekkert að gerast í lífi mínu, skil á seinasta verkefninu í skólanum á morgun. GAMAN að sjá fyrir endan á þessu... en svo tekur við próflestur.

Lítið djamm þessa páskahátíðina...... kem bara sterk inn fyrir DJAMM sumarsins.

.......ekki meira í bili, er á leið niðrá Laugardalsvöll að klára verkefni..... segi bara góða nóttina

mánudagur, mars 29, 2004

SVEITAHELGIN ÓGURLEGA BÚIN

Ys og þys í bænum...... ekkert smá hvað það er þægilegt að fara út á land, var rétt í þessu að koma heim úr sumarbústað, þar sem LÆRDÓMSHELGIN er búin. Fór upp í bústað með Benný og Gyðu og viti menn við settum Íslandsmet í nammiáti .........eða bara í áti yfirhöfuð.

Mikil lært og mikið talað...... maður er bara endurnærður, ekkert smá þægjó að vakna við fuglasöng og vera bara einn einhvern staðar úti á landi. Vorum í sumarbústaðnum hennar Gyðu upp í Skorró en Bennýjar foreldrar voru æði og buðu okkur í kvöldmat á laugardagskvöldið þar sem við nýttum tækifærið og skelltum okkur í heitapottinn ...... já bara ljúft líf..........En hvað er málið hvað maður getur talað mikið, ef við förum aftur upp í sumarbústað þá er skortur á umræðuefni.....SEM ER MJÖG GOTT ;o)

Á föstudagskvöldið var svaka skemmtó að fá SMS sem í stóð: ,,Til hamingju nýr formaður Mágusar ;o) ekki amalegt það...... Núna er bara að taka þetta með trompi og hlakka til að hitta S-nefndina sem var kjörin með mér, þær Soffía, Sæunn, Stefanía og Íris (Sirí aftur á bak) ;o)

Á sunnudaginn þegar búið var snjóa gífurlega ákváðum við gellurnar að fara í bíltúr á sumardekkjum!!! Skemmtilegur bíltúr þar til Gyða litla gleymdi beygjunni niður að sumarbústað og nelgdi niður og viti menn ÉG HÉLT VIÐ MYNDUM DEYJA. Sá bara að við stefndum niður í skurð.......og við þurftum að fara út að ýta. Segið svo að stelpur geti ekki allt ;o) ...... eftir þetta var bara étið, talað og lært..... skemmtilegt það!!

Þannig að bara bros á vör, próflestur að byrja og verkefnavinnan að verða búin. Fyrsta próf 20. apríl og búin 13. maí....

* * * Eitt hversu góðir eru Jet Black Joe eiginlega????.........það er fáranlegt * * *


fimmtudagur, mars 25, 2004

er að fá skó er að fá skó.........

****** Þið sem þekkið mig þá vitiði að ég er skósjúklingur..... og Vera mín hringdi í mig frá Londoninu þar sem hún var búin að sjá DRAUMA CONVERSE SKÓ fyrir mig..... ekki slæmt

Nú er enn meira til að hlakka til að fá hana Veru sín heim....... SKÓR ;O)

Sumir eru vitlausari en aðrir!!!!!

Fór á KFC með Stebba í dag og viti menn þegar ég var komin heim með matinn..... Barbeque borgara og franskar. Hlakkaði ekkert smá að borða það og byrja á frönskunum til að hita minn svanga maga upp, sem getur verið mjög gott!!!..........en viti menn þegar komið er að því að borða borgarann viti menn haldiði bara ekki að.........VANTAÐ BOTNINN Á KJÚKLINGABORGARANN MINN

Ég bara spyr hvernig getur maður verið svo vitlaus að gleyma að setja neðra brauðið í boxið og sérstaklega þegar hann er útataður í BARBEQUE SÓSU?????????

miðvikudagur, mars 24, 2004

æ æ æ MIG LANGAR SVO TIL ÚGLANDA ;O(

Var rétt í þessu að koma frá því að skutla henni Veru minni til Keflavíkur....... því hún skelti sér bara til London og Barcelona án mín ..... sem er EKKI GOTT langar ekkert smá með!!!

Lifi bara á því að það eru bara 55 dagar til Köben farar minnar, Veru, Siggu og Sigrúnar..... já nú mega Danir vara sig !!

En ekkert meira í bili bara SKÓLI, SKÓLI, SKÓLI og aftur skóli....... á að skila næst seinasta skilaverkefninu í kvöld...........GET EKKI BEÐIÐ

þriðjudagur, mars 23, 2004

Líf mitt í sms-um seinasta mánðuðinn...... hvað segir það okkur!!!!!

Já datt í hug að leyfa ykkur að skyggnast inn í sms líf mitt...... það er frekar fróðlegt!!!! En þetta er ísland í dag ;o)

* SMS 1 * Hvað er eiginlega að tér! Geturu aldrei haldid kjafti? Tarftu alltaf að segja allt sem ég segi tér! Tarftu að segja öllum ad ég sé svona gedveikt sexy!
* SMS 2 * Heyrdu hver er ofurnördinn ????
* SMS 3 * Viagra var islenskad í dag .... og nefnist "uppstufur" !!!
* SMS 4 * RsL = rsu + (rsu-rd)D /S(1-T)t
* SMS 5 * Djamm djamm djamm djamm djamm djamm djamm djamm djamm djamm djamm djamm djamm??
* SMS 6 * TESSI GEISLUN, TETTA BROS, TESSAR GAFUR, TESSI OMOTSTÆDILEGU AUGU, EN NOG UM MIG, HVAÐ ER AD FRETTA AF TER? DETTUM VIÐ Í TAD A FÖSTUDAGINN ?
* SMS 7 * Hæ geturðu unnið frá kl 3-6 fyrir 6 þúsund ?
* SMS 8 * Hæbb vísó á föstudaginn eigum við ekki að skella okkur..... djamm og djús ?
* SMS 9 * hvar ertu?
* SMS 10 * Tad kom litil stulka í heiminn kl 23:15 og tad gekk bara nokkud vel, kvedja H og H (:

BARA SKONDIÐ SKRÍPATÓL..... PRÓFAÐU OG SEGÐU MÉR HVAÐ ÞÚ ERT!!!!

Surprise! by waywardpixie
Username
In a bizarre twist of fateyour LJ is discovered by a publishing agent who pays you in advance to leave your day job and become a writer. Your life story becomes a bestseller, a multi-million dollar movie, and a TV series.
Created with quill18's MemeGen 3.0!

JÁ ÞÁ ER BARA AÐ BÍÐA OG VONA !!!!

Your future occupation by meteoric
Your name
Your future occupationProfessional Pick Pocket
Yearly income$957,783
Hours per week you work67
EducationUp to 6 years of college
Created with quill18's MemeGen 3.0!

föstudagur, mars 19, 2004

ELSKU ELVA BJÖRK vinkona ER 25 ÁRA Í DAG!!!!!

ELVA mín ég vil því óska þér innilega til hamingju með daginn.........og audda Mágus - Orator daginn í dag. Sjáumst hressar og kátar, Vísó í Íslandsbanka í dag ásamt 70 manns úr HR, liði úr lagadeild og fleiri góðum aðilum.......Hljómar mjög vel, en farinn að sofa núna..... bæbb

fimmtudagur, mars 18, 2004

EKKI AFTUR SNÚIÐ............

.......nú er ekki hægt að hætta við.. Var í þessum töluðu orðum að bjóða mig fram til FORMANNS MÁGUSAR .... það verður bara skemmtilegt að sjá hvað gerist. Kosning er á aðalfundi þann 26.mars og þið people eins gott að þið setjið X við mig.......því ég er best og ég elska ykkur öll ;o)

.......Búin að skila stjórnunarverkefninu fyrir Skýrr hf, sem sagt allt klappað og klárt............
...Saumó hjá Helgu Rut í kvöld og vísó á morgun því það er Mágus - Orator dagurinnn góði..........alltaf STUÐ STUÐ

miðvikudagur, mars 17, 2004

............annars önnur pæling

Hver vogar sér eiginlega að eiga skammbyssu með hljóðdeyfi heima hjá sér og láta barn komast í hana???? Hroðalegt þetta með strákinn sem varð fyrir voðaskoti á Selfossi og lést!!!!

BARA ALLT AÐ VERÐA VITLAUST..........

** Skólinn er að gera út af við mann þessa dagana, verkefni á eftir verkefni, próf, ritgerðir, case og ég bara veit ekki hvað og hvað **
** Erum að klára eitt stykki verkefni skil á morgun **
** Djamm á föstudag Mágus - Orator dagurinn.........hvernig ætli fari vonandi töpum við ekki eins illa og í fyrra **
** Elva Björk ,,piparjúnka" með meiru verður 25 ára á flöskudag **
** Út að borða með afkvæmabandinu á laugardag fyrir feiknar afmæli Elvu skvís **
** Afmæli, djamm, djamm og djús**

***** og svo bara læra ****

Þá er pisli mínum lokið í dag, verði ykkur að góðu

þriðjudagur, mars 16, 2004

EF HEILINN GÆTI BRUNNIÐ YFIR........ ÞÁ GERIST ÞAÐ NÚNA!!!

Er að verða vitlaus á vangaveltum........ þannig er það að á föstudaginn rennur út umsóknarfrestu í Stjórn Mágusar (en fyrir þá sem vita ekki er Mágus nemendafélag Viðskiptafræðinnar)....

......... og viti menn, MIG LANGAR SVO Í FORMANN MÁGUSAR en ég bara veit samt ekki. Er ég rétta manneskjan í þetta starf, get ég staðist það sem ætlast er til af mér.......... get ég ........ get ég......... get ég......

Endilega segðu mér hvað þér finnst er þetta bara fjarlægur draumur eða á ég að slá til og láta til leiðast. Takast á við þetta krefjandi verkefni............ er þetta bull, mig langar svo............ myndir þú þ.e.a.s þú sem getur kjósa mig í þetta starf eða ekki VERIÐ HREINSKILIN

** L á t i ð m i g v i t a ***

mánudagur, mars 15, 2004

Afhverju geta ekki allir verið jafnir?????

Stundum spyr maður sig að því afhverju getur ekki allt fólk verið jafnt í lífinu, ræst úr því eins og flestum. Margir taka feilspor í lífinu og ná aldrei að snúa aftur við, lenda jafnvel á götunni..... afhverju.... afhverju? Maður má alltaf þakka fyrir það ,,litla” sem maður á..... því það er alltaf stærra en maður heldur!!!
Ég veit ekkert sorglegra en að rekast á minningargreinar um fólk sem að maður sér greinilega á að er í blóma lífsins og á margt eftir ólifað......... og ég tala ekki um það þegar maður heyrir um einhvern sem að maður þekkir eða kannast við!!!

Var einmitt í kvöld að heyra þær sorgarfréttir að ónefndur aðili stytti sér aldur til að forðast þennan grimma heim........ ég bara spyr hvað getur maður gert??

Whats up DOG!!!!!

** Er að horfa á American Idol........verð bara að segja, William Hung er bara fyndin gaur **

laugardagur, mars 13, 2004

SNILLD SNILLD SNILLD.......gærkvöldið var magnað!!!

Já og lítið hægt að segja um það annað en SNILLD...........það var sko drukkið og viti menn gellan bara búin að fá sér nýja digital kameru þannig að mikið tekið af myndum.........sem er mjög gott!!!

Eyðsla kvöldsins var heilar 7320 krónur sem má teljast mjög gott, þar sem að ég var í fríum fordrykk, borðvíni og kokteil í eftirrétt..........en staup á línuna er góður kostur í góðra vina hópi.

Rölt á marga staði eins og Opus, Nelly's, Sólon, Vegamót, Celtic og endað á Hverfis..............ég eignaðist stokker seinasta sumar og viti menn............ég er svo ómótstæðileg að hann er enn til staðar!!!!
Gerði mér lífið leitt í gær ;o( en ORRI á stórt hrós skilið fyrir að bjarga mér frá honum

En ekki meira í bili er orðin of sein á DJAMMIÐ hittingur heima hjá Lísu vinkonu og út að borða á A-Hansen..... Búin að borga heilar 700 krónur fyrir 8 bjóra og bollu................þannig að þið getið púslað saman helginni fyrir mig!!!! EITT STÓR DJAMM

föstudagur, mars 12, 2004

Kósí rauðvínsþamb, ostar og kvenna kósíkvöld

Ójá ójá frekar kósí..... er hér heima hjá Veru í rauðvíns og hvítvíns sulli með þeim gellum Veru, Magneu og Hönnu. Því lík stemmning ég bara spyr af hverju er ekki rauðvínsþamb oftar????? Planið mjög gott, erum að fara að lúlla sama hér og sötra rauðvín.... erum í litun og plokkun auk þess sem að vax er málið...... Sætar og fínar fyrir morgundags djammið!!!!

**** Þið megið fara að vara ykkur já því mín er bara að fara fá sér nýja digital myndavél og alles..... passið ykkur bara því að ég er að fara á DJAMMIÐ DJAMMIÐ DJAMMIÐ

fimmtudagur, mars 11, 2004

Endilega kíkið á þess síðu.....

Þetta er brilliant sniðug íslensk auglýsing, hver hefur ekki lent í þessu??????????


hvar að ske, hvar að ske, hvar að ske,ske ske!!!!

Ef ég á að segja ykkur það þá er bara ekkert að ske þessa dagana..... Jú annars búin að vinna og fékk útborgað í dag.....ekki slæmt að fá PENGE !! annars er mjög auðvelt að eyða þessu, byrjaði vel í gær og keypti pils með tjulli og skó Kemur kannski ekki á óvart en mín verður sko fín á DÚNDUR DJAMMINU á flöskudag.... Café Victor verður að vara sig undan 17 bjór-kokteil-rauðvíns-hvítvíns þyrstum djömmurum.

Er í óða önn að gera mig að betri og bættri manneskju, búin að fara í vax, búin að panta klippingu og litun og plokkun...........bara hel... skólinn eftir.

en þettttta reddastt !!! er þaggi ???????????????

mánudagur, mars 08, 2004

JÆJA JÆJA..... BARA CRAZY IN THE COCO. !!!!!

Já aldeilis bara allt að gerast..... Bókamarkaðurinn búinn og ég get farið að eiga líf aftur, einungis 2 dagar eftir í því að pakka niður!! Uppgötvaði snilldar hlutverk í vinnunni en það var að standa við innganginn ásamt Kristrúnu Craaaazzzzyyy og bjóða alla velkomna. Þetta er fullkomnasta leiðin til að sjá fallegu bókaormana... og viti menn það komu nú bara nokkrir góðir gaurar á markaðinn... KLAPP FYRIR ÞVÍ

Þarf lítið til að bjarga heilum vinnudegi fyrir manni, bara einn sætann gaur með orðin CRAZY IN THE COCO og cccccrrraaazzzzyyyy á heilanum,,,,, svaka nettur gaur á ferð!!!!

Annars er lítið að frétta frá helgarlífinu. Kíkti á ærlegt rölt á föstudaginn ásamt Maríu vinkonu Sigrúnar og það var sko rambað á allar búllurnar Hverfis, Celtic, Vegamót, Kaffibarinn, Kofann, Prikið, Ara í Ögri, Pravda, Sólon, Kapital, Glaumbar, Opus!! Gaman gaman

Lenti í einhverjum fáranlegum gellum sem voru að gera mig geggjaða sem voru alltaf að tosa í hárið á mér í röðinni á Hverfis og kalla mig Pippi Langström.... sjaldan sem mig langar til að lemja einhvern en þarna var ég til í tuskið.... gellan heppin að ég var DRÚ....

Talandi um að vera BÖSTAÐUR mætti í Bitabæ bestu vinnu í bænum kl 18 í gær og viti menn fyrir utan búlluna var löggubíll ásamt einhverjum glænýjum Bens bíl sem búið var að tjakka upp hægra megin því viti menn... Það var sprungið á báðum dekkjunum hægra meginn Já og ekki getur það verið verra þar að bílstjóri Bens bifreiðarinnar var BLINDFULLUR og hafði verið 3 tíma að skipta um dekk..... óheppin gaur á ferð.... frekar skondið

Annars er lítið annað að frétta af mér.............nú tekur bara við skóli, verkefni, skóli, hreyfing, skóli, vinna,,,,,,,, skóli og DJAMM.............JÁ brjálað djamm framundan...... djamm með bókamarkaðsfólkinu, á föstudaginn en þá verður frítt út að borða og á fillerý og svo árshátíð í vinnunni á laugardag......

Kveðja.... Sella gella sem er að hellast í djamm gírinn

sunnudagur, mars 07, 2004

sms-in fara bara versnandi!!!!!

Fékk eitt áðan frá Lalla frænda..... skemmtilegt nokk... ha

Thad sem ég ætla að segja thér núna vona ég að thú takir ekki illa og virðir mig fyrir thad að koma loksins hreint fram við thig. Ég væri ekki að segja thér thetta ef thú værir ekki manneskja sem ég virði og treysti 100 % en....
..... ÉG ER BATMAN

föstudagur, mars 05, 2004

MONEY MONEY MONEY..... hvað er að ske??????

Það kvarlar stundum að manni að fólk á þessu landi, hreinlega rækti peningatré í forstofunni heima hjá sér. Því fyrr má nú vera að auglýst sé af hágæða heimilistækjum, nýjum bílum, ljósakortum, flottum gemsum, tölvum, nýjustu fötunum og ég veit ekki hvað og hvað.... og viti menn maður er ekki maður með mönnum nema eiga það allra flottasta og besta. Ungt fólk hér á landi getur ekki látið sjá sig á svæði 101 um helgar án þess að vera komið með nýjar strípur í hárið, nýtt outfit og já bara það besta og flottasta...... Það sem enn verra er að þú getur bara kvatt þennan heim ef þú átt ekki gemsa !!!!

Hvað er eiginlega að gerast, ég bara spyr....... það er ekki langt síðan að maður hreinlega átti bara EKKI GSM-SíMA.... og viti menn lífið var........og audda er bara mjög ljúft. Maður hringdi bara og ef manneskja sem spurt var um var ekki heima, þá voru bara skilin eftir skilaboð!! Nú þarf ekki mikið bara það eina litla að hoppa í sturtu eru kannski komin 11 missed calls á símann þinn... HALLÓ ER EKKI Í LAGI!!

Núna er þetta veruleika flipp á landanum að tröllríða öllu, fólk steypir sér í skuldir og ekkert er betra en að eiga Visa kort og yfirdrátt......já því allt er nú hægt á ÖLD YFIRDRÁTTARINS ....

En ekki meira í bili..... GLEÐILEGAN FLÖSKUDAG............og farið varlega með VISA kortið í dag?????????

mánudagur, mars 01, 2004

Take the M&M's Test @ /~erin