ÞAÐ FÆDDIST LÍTIL PRINSESSA...... í gær
Já Haddi og Hödd eignuðust sitt fyrsta barn í gær kl 23:15. Lítil og sæt prinsessa kom í heiminn aðeins 45 mínútum frá því að vera hlaupársbarn..
Vildi bara segja INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ FRUMBURÐINN ;O) hlakka ekkert smá til að sjá litla gullmolann....
En ekki meira í bili.... bæbb
sunnudagur, febrúar 29, 2004
laugardagur, febrúar 28, 2004
Þá er próftaflan komin PRÓF frá 3-13.maí
Já prófin koma frekar ört.....
*** Rekstrarhagfræði II ...........3. maí
*** Viðskiptaspænska II ..........4. maí
*** Stjórnun II ......................... 6. maí
*** Rekstrarstjórnun II ............. 10. maí
*** Markaðsrannsóknir I ........... 12. maí
*** Markaðsfræði II.................... 13. maí.
Hljómar svo sem ágætlega þar sem skólinn minn er búinn 2. apríl og ég fæ því meira en mánuð í upplestrar frí.
Veitir ekki af þar sem að ég er ekki í skólanum neitt. Bókamarkðurinn á líf mitt þessa dagana.... Endilega kíktu í heimsókn - opið alla daga frá 10-18 upp í Perlu
Birt af Sella kl. 12:57 f.h. 0 ummæli
ÉG ER AÐ FARA TIL ÚTLANDA...... LIGGA LIGGA LÁI.....
Já ég lét verða af því í dag að panta ferð fyrir mig og Veru vinkonu til Kaupmannahafnar núna í vor. Nánar tiltekið 17. maí til 24. maí. Efast ekki um að það eigi eftir að vera massa gaman. Eigum bara eftir að redda okkur gistingu..... getur þú hjálpað til ????????
Sigga og Sigrún verða líka staddar í Köben á sama tíma sem er ekki slæmt ;o)
Já létum verða af þessu þar sem við fengum far til Köben á 1.kr Maður lætur ekki svona fram hjá sér fara.......
En ekki meira í bili ætla að halda áfram að baka Betty Crocker köku
Birt af Sella kl. 12:38 f.h. 0 ummæli
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Jibbý jey, jibbý, jibbý jey......
Já eintóm GLEÐI þessa stundina. Rétt í þessu var mér að berast sú fregn að í tilefni fimmtugsafmælis mömmu minnar ætlar hún að bjóða mér og fjölskyldu minni til SALOU Á SPÁNI ca. 70 kílómetrum frá Barcelona. Hljómar vel, strandbær með sól og sangría en stutt í búðirnar ;o)
Sem sagt Ég er að fara til útlanda........ ferðinni er heitið 22.júlí og heimkoma 5.ágúst . Skemmtilegur hópur sem er að fara saman..... ég, mamma, pabbi, Jónas, Tulla, Sibba, Bergþór, Tinna Sif, Eva Ösp, Sindri og litla prinsessan Natalía Tinna.....
Eini svarti punkturinn í þessu er sá að ég Missi af ÞJÓÐHÁTÍÐ :O( ......
*** Annars búið að vera viðburðarlítill dagur svo sem, var að vinna upp í Perlu, þar sem bókamarkaðurinn opnaði fyrir bókasöfn, skóla og leikskóla.... fullt af fólki....
** Kom því heim og ákvað að skella mér í unaðslegt langþrátt BAÐ ekkert smá þæjó .....
* En núna ætla ég að horfa á handboltakvöld og hafa það gott.... ekki meira að gerast hjá mér!!!
Birt af Sella kl. 11:59 e.h. 0 ummæli
Bóka.... bóka... bóka. bóka.... BÓKAMARKAÐUR PERLUNNI
Já Bókamarkaðurinn í Perlunni á hug minn allann þessa dagana ásamt annarri góðri vinnu þar sem ég elda sveitta góða hamborgara. Sem sagt ekkert að gera hjá mér nema raða bókum, stafla bókum og vinna vinna, vinna. Meðalvinnudagur er 15 tímar á dag..... STUÐ .
Þannig að ef þið viljið ná í mig þá bara komið í heimsókn upp í Perlu og kaupið ykkur s.s eitt stykki bók hjá okkur vinkonunum, t.d Jóhönnu, Elínu, Siggu, Veru, Magneu eða bara Jó bró.
BÓKAMARKAÐURIN ER OPNAR Á FIMMTUDAGINN KL 10:00 OG ER TIL SUNNUDAGSINS 7. MARZ.
En ekki meira í bili verð að fara að sofa....... góða nótt
sunnudagur, febrúar 22, 2004
SKEMMTILEG HELGI EINS OG VANALEGA
......... föstudagur.......
....mjög rólegur, chill.....
.........vinna allt kvöldið fram á nótt......
...... Friends gláp......
..............Laugardagur.........
........ Árshátíð Dísanna........
.....Keila..... heiti potturinn upp á Sælu sem n.b. var SNILLD tilvalinn staður til að taka sig til fyrir djammið.........
............Heimboð til Gyðu þar sem við 14 gellurnar hittumst, byrjað var á góðum leikjum sem að lístu sér þannig að við drógum tvo miða, annar byrjaði á setningu ÉG ER.... og seinni miðinn á OG ÉG.... svo lásum við miðana og ég komst að því að Ég er rassasleikir og ég fíla stinna stráka svaka stuð!!!!!.................
.......þaðan lá leiðin á TABAS BARINN, mæli með þessum stað snilld ég og Telma fengum okkur saman hvítlauksristaða sveppi, bakaðar kartöflur, kjúklinga á spjóti, nautalundir á spjóti og grillaða humarhala UMMmmm og viti menn aðeins 3610 fyrir okkur tvær.... ekki mikið............
........... NASA ball með Ný Dönsk, mikið sungið og mikið drukkið hjá gellunum. Ég drú að vanda ;)
... Hópurinn splittaði eftir snilldarkvöld Anna Jóna, Anna Lára, Benný, Gyða, Guðrún, Helga Sjöfn, Hrebbna, Laufey, María, Katrín, Sunna, Telma og Tinna takk æðislega fyrir FRÁBÆRT kvöld
..........Snilld kvöldsins eftir Nasa röltum við stelpurnar að bílnum en viti menn lok lok og læs, það var allt frosið, eftir mikið bruðl, kveikjara lyklahitun og 25 mínútur komumst við inn og já það inn um skottið. Frekar fyndið að sjá mig, Gyðu, Önnu Láru og Katrínu skriða inn um skottið því að ekki var mögulegt að opna........... ákváðum að keyra einhvað um því já ótrúlegt en satt við vorum læstar inn í bílnum!!!! Frekar skondið......
........ Fórum á Ara í Ögri þar sem ég hitti Ranveig Öldu frænku fulla að vanda, rændu Hrebbnu þar og fórum á Celtic, skondið djamm þar....
.............Einhver dúddi helti yfir mig nánast heilum Guiness dökkum lagerbjór...... OJ OJ ekki gaman, var öll já þá meina ég öll út í þessu bolurinn minn sem ATH átti að vera rauður var orðinn rauður og brúnn, hárið blautt og ógeðslegt og já ég stóð undir þurrkunni á kvennaklósettinu í langan tíma til að láta mig þorna......
................sunnudagur.......
.........vinna, vinna,vinna.........
...........matur og bollukaffi heima........
......sjónvarpsgláp og chill..............
Hvað er orðið um gamla góða barnaefnið???
Get ekki sagt annað en að ég er í sjokki....... var að koma heim úr vinnunni lagðist fyrir framan imbann og viti menn Stundin okkar!! Hvað er að gerast? Ég bara spyr.... er ekki allt í lagi. BÖRN eru ekki fífl leikararnir láta eins og þau séu þroskaheft. Bárður og Birna, sögustund Barböru, Stebbi strútur og þess á milli lög með Kiðlingunum.
HALLLLLÓÓ hvað er orðið um Tomma og Jenna, He-man, Mi little pony, Kærleiksbirnina, Smjattpattana, Bangsímon, Kalla kanínu, Barbapabbi, Sögur úr Andabæ, Múminálfarnir og fleira svona good shit....... ég bara spyr????????????
laugardagur, febrúar 21, 2004
Hver er til í að koma með mér aftur í tímann??????
Í andvöku minni fór ég að rifja upp gamla tíma og þar á meðal GAGGÓ árin.... Yndisleg ár ekki satt?? Þá fór ég að pæla í öllum diskótekunum í matsalnum og Bústöðum og bros, bros, bros ekkert annað en fyndið. Hver man ekki eftir I´m too sexy..., Killing me softly, Go West, Saturday night, Girls and Boys, Lemon Tree, Eins Zwei Polizei, What is love?, Your Woman, Macarena, Gangsta's Paradise, All that she wants, What's up?, It´s my life, Let me be free, Firestarter, Get Ready For This, Move Your Ass, No Good, Big Dick Man/Short Dick Man, Tubthumping, Wannabe, dub-i-dub. auk ómissandi vangalögum frá meisturunum Bryan Adams, Mariu Carey, Red hot chili peppers og Whitney Houston........ góðir tímar
Mig langar helst bara að fara aftur um nokkur ár vera stödd í matsalnum í Réttó ásamt góðu fólki með hljómsveitir á borð við Ace of Base, 2 Unlimited, E.Sensual, Whigfield, 24/7, M People, Coolio, Haddaway, Real II real, Prodigy, Greenday, Niravana, Rhythm Dance Machine, Pet Shop Boys og enn og aftur Ace of Base
Nú spyr ég bara HVER VILL VERA MEMM í því að rifja upp góðar minningar og finna stað og stund fyrir gott ´90 DJAMM þar sem geisladiskar á borð við Heyrðu 2, Trans Dans, Algjört Möst, Bandalög, Reif í skeggið, Heyrðu 7, Dans f(árið), Reif í botn og Grimm dúndur verða allsráðandi svo einhvað sé nefnt.......
ENDILEGA komið í fortíðar djamm, getum svo sem drukkið Pink Cat, Malibu, Bailieys í klaka eða annann viðbjóð..... bara upp á stemmarann.......
Annars Árshátíð Dísanna úr Réttó á morgun (eða í dag) allavegana núna, svaka dagskrá, Keila, potturinn á Sælunni, partý, Tapasbarinn og svo bara hrista rassa, hrista rassa...... Endilega látið sjá ykkur í bænum
Bæ í bili....... good buy
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
Búin að vera dugleg í dag!!!!
Já viti menn mín vaknaði bara í morgun eða eiginlega bara í nótt ATH fyrir kl 8:00. Var mætt í skólann kl 08:09 í dæmatíma í markaðsrannsóknum.... glósaði og glósaði.
Dugnaður, eftir tímann fór ég til "the enemy" tannsa, alldrei gaman þar og viti menn núna sit ég í tíma í markaðsrannsóknum búin að torga allann daginn í skólanum.
Plan kvöldsins: markaðsfræðiverkefni...... já ég veit ég er dugleg
SJÁIÐI HVER ÉG ER..........
You are Two Weeks Notice! Yahoo!
Your funny but maybe not the best....Your are rated
PG-13
What Romantic Comedy are you?
brought to you by Quizilla
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Jæja lítið sem ekki neitt að frétta......
Skólinn að fara á fullt KOMINN TIMI TIL, þannig að núna er verkefni, verkefni, verkefni.... enn viti menn maður finnur sér samt tíma til að gera alllllllt annað við tímann heldur enn að læra.
Meira að segja er maður orðinn svokallaður SADO MASO.... já þið lásuð rétt!! Stundum vildi ég að ég væri í fyrsta lagi ekki stelpa og í öðru lagi ekki dökkhærð, því viti menn við þurfum að lifa við þeirri böl að hafa hár sem sjást á leiðindar stöðum.........og eina leiðin að lostna við þau í VAXI !!!!
Var í vaxi í dag og viti menn ái, ái, ái..........Áááááá ái að maður skuli gera sér þetta.
Eitt að lokum þegar ég verð Rík, feit og fín kona ætla ég í laiser og losna við allt þetta ljóta DRASL
Birt af Sella kl. 11:26 e.h. 0 ummæli
honey, honey, honey BUNNY
Er ég ekki SÆT ?????????
congratulations. you are the kiss my ass happy
bunny. You don't care about anyone or anything.
You must be so proud
which happy bunny are you?
brought to you by Quizilla
Birt af Sella kl. 11:15 e.h. 0 ummæli
ÞESSI ER NÚ GÓÐUR !!!!!!!
Einu sinni lenti kvenkyns heilasella á einhvern furðulegan hátt
og af einhverjum furðulegum ástæðum og eftir röð furðulegra
tilviljana og mistaka í því að fara inn í höfuð karlmanns. Hún
synti aðeins um svæðið og litaðist taugaóstyrk um en þarna var
ekki nokkur hræða. Allt var tómt og kyrrðin var þrúgandi.
"Halló?" kallaði heilasellan..... en ekkert svar barst. "Er
einhver hérna?" kallaði hún en enn heyrðist ekkert svar. Nú
fór hún að verða hrædd og kallaði hærra og hærra, en aldrei
barst neitt svar. Nú var kvenkyns heilasellan orðin logandi
hrædd svo hún gargaði af öllum lífs og sálar kröftum: "Halló!
Er einhver hérna?"
Þá heyrði hún rödd berast langt að:
"Halló! Við erum allir hérna niðri."
mánudagur, febrúar 16, 2004
ÞÁ ER HELGIN GÓÐA BÚIN..... OG MAÐUR LÆRÐI MARGT SNIÐUGT
Já til dæmis er.....
..... Gaman að djamma á Selfossi
...........Snilld að drekka Cosmopolitan
.....Gaman á balli með Gullfossi og Geysi
...........Pétur Ding dong er fyndnari en allt, kom snilldarlega á óvart.
.......Þynnkan er rosaleg eftir drykkju, kokteila, bjóra, eplasnafs, Bacardi, vodka, rauðvíns og........
...........Það er ekki sniðugt að sofna með linsur
.....Rútuferð frá Selfossi að Reykjavík eftir DJAMM er hell !!!
.......... Ég á ógó mikið af skemmtilegum djamm félögum.... Takk takk
......Ég er fátækari eftir þessa helgi, dýrt að vera fullur.
.........Það var stormur og brjálað veður.
................Erfitt að skipuleggja utanlandsferð fyrir 11 manns
........gott að sofa
..............Það er skemmtilegt í vinnunni, alltaf nóg um slúður.
.......Skemmtilegt að dj-amma með góðu fólki Steina takk fyrir mig
............það er byrjað blómaskeiðið aftur Ellefan heldur uppi hassreikinga fólki í Reykjavík
........ 11 er subbulegur staður
..............Leiðinlegt að kíkja í bæinn þegar er röð á Hverfiz og Vegamót
.......Megavika Dóminos er snilld
og síðast en ekki síst hvað þið eruð öll yndisleg
GÓÐA NÓTT
kv. Sella "bjartsýnispúki"
föstudagur, febrúar 13, 2004
Aðeins fyrir þá hjátrúafullu!!!
í dag er föstudagurinn 13. sem í langan tíma hefur boðað ógæfu.
.............Hræðsla við töluna 13 er kölluð triskaidekafobia. Ýmsar skýringar hafa verið settar fram um uppruna þessarar fælni og hjátrúin sem tengist henni birtist í ýmsum myndum. Til að mynda hafa mörg hótel enga hæð sem kölluð er 13. hæðin, happdrætti forðast að gefa út miða númer 13, sumum finnst borðhald með 13 manneskjum óhugsandi og fjöldamorðingjar sem hafa 13 stafi í nafninu sínu eru tíndir til hjátrúnni til staðfestingar. Þegar þrettánda dag mánaðarins ber upp á föstudag á dagurinn að vera slíkur óheilladagur að sumt fólk forðast jafnvel að mæta til vinnu.
Sú skýring sem heyrist líklega oftast á neikvæðri ímynd tölunnar 13 er að við síðustu kvöldmáltíð Krists hafi verið samtals þrettán menn. Óorðið sem föstudagurinn þrettándi hefur á sér má svo meðal annars rekja til þess að krossfesting Krists á að hafa farið fram á föstudegi.
Stundum eru þó nefndar aðrar skýringar á triskaidekafobiu sem ekki verða raktar til kristni. Meðal annars er sagt að Hebrear til forna hafi litið á 13 sem óheillatölu vegna þess að þrettándi stafurinn í hebreska stafrófinu, M, er fyrsti stafurinn í orðinu mavet sem merkir ‘dauði’. Í Babylóníu, Kína og Róm til forna var litið á 12 sem heillatölu og 13 var þá óhappatala vegna þess að hún kemur næst á eftir 12.
í tilefni af öllu þessu, góðan og blessaðan FÖSTUDAGINN 13. !!!!!!
Nú er spurning um að vera VAKA-NDI???
Já vertu vakandi og komdu röskur til starfa.......
KOSNINGAR Sem sagt úrslitin komin í hús, komu nánar tiltekið í gærkveldi klukkan 01:45 ca. Til gamans má geta þá kaus ég Vöku en listi Vöku fékk flest atkvæði í kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hann fékk 1523 atkvæði, 48,8% og 5 fulltrúa í Stúdentaráð. Listi Röskvu fékk 1129 atkvæði, 36,2% og 3 fulltrúa og Háskólalistinn fékk 469 atkvæði, 15% og 1 fulltrúa. Kjörsókn í kosningunum var hræðileg!!!! eða aðeins 35,6%.
Það sem mér þótti þó allra skemmtilegast við þetta að við vinkonurnar kíktum á Pravda til að sjá stemmarann og var hann mjög sveittur, því ákváðum við að rölta yfir á Grand Rokk og kíkja á fjörið hjá Röskvu...... en viti menn, með okkar einlægu heppni vorum við þar staddar fjórar stöllurnar þegar úrslitin báru að garði. Ekki leiðinlegt þar að vera búin að gera upp hug sinn og ÓVART slæpast inn á kosningadjamm "óvinarins" og fá góðu fréttirnar þar! Við drifum okkur því fljótt út og ákváðum að fara í sveitt partýið aftur bara upp á smá knús og kossa þjask!
EINLEIKARATÓNLEIKAR HELGU ÞÓRU MEÐ SINFÓ
Já mikið var ég menningarleg í gær, þegar ég skellti mér á unga einleikara með Sinfó í gær! Allur saumaklúbburinn hennar mömmu var þarna enda áttu við verðugan einstakling upp á sviði til að dáðst að, HELGU ÞÓRU.... já Helga spilar á fiðlu og lék konsert í gær á hreint magnaðan hátt. Helga mín, til hamingju þetta var stór glæsilegt.... Þetta voru fjórar magnaðar gellur sem að spiluðu á þverflautu, 2*fiðlu og selló. Eftir þetta lá leiðin í PARTÝ á Mojito, þar sem við samglöddumst og samdrukkum með stelpunum. Fínasta partý....
ÁRSHÁTÍÐIN
Já núna er loksins komið að því..... árshátíðin sem að við vinkonurnar höfum beðið lengi eftir er að hefjast eftir 7 tíma...... EKKI SLÆMT ÞAÐ!!
Allt að verða klárt, kjóllinn kominn, geisladiskar, ghettoblaster, snakk, vín, cosmopolitan glös upp á stemmarann, kokteilhristari, myndavél og að sjálfsögðu GÓÐA SKAPIÐ.....
Vildi bara segja gleðilegan "FLÖSKUDAG" og þið sem ákváðuð að sleppa árshátíðinni ÓHEPPIN ÞIÐ ;o)
Birt af Sella kl. 12:51 e.h. 0 ummæli
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
ÚLFUR ÚLFUR.......
Ég er úlfur hvað ert þú??????????????
You are a wolf. Wolfs are very social animals. You
probably have a big group of friends. You love
to have fun with your mates, but there's also a
serieus side of you. You can be a real worrier,
and sometimes you need to handle things on your
own. Your a very mature person although you
don't always look it...
What kind of animal are you?
brought to you by Quizilla
Birt af Sella kl. 12:25 f.h. 0 ummæli
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
VALUR - FRAM !!!!!!!
Hafið þið lent í því að kíkja á íþróttaleik með einhverjum vini sem er harður aðdáandi annars liðsins en þú heldur í laumi með hinu liðinu...... en nei viti menn þú situr í stúkunni hjá liðinu sem að óvinurinn???
En viti menn þegar "þitt" lið skorar þá klappar þú í laumi...... GAMAN GAMAN
En viti menn í tilefni að þessu þá vil ég óska FRAM TIL HAMINGJU Stebbi minn þú áttir góðan leik......
Get ekki skrifað meira, er að fara í litun og plokkun hjá henni Veru mín, verð að vera fín og sæt fyrir ÁRSHÁTÍÐINA góðu....
Segi bara góða nótt
Birt af Sella kl. 11:55 e.h. 0 ummæli
ossa gaman þessa dagana!!!!
Jæja nóg að gera þessa dagana, kosningavika, árshátíðarvika, hreyfingarvika, lærdómsvika og síðast en ekki síst DJAMM vika
Byrjaði daginn á því að láta plata mig í skriftir út af kosningunum. BANNAÐ að hafa kosningaáróður en endilega kíkið á VÖKU!!!
Svo lét ég plata mig í að selja miða á árshátíðina, hún er á föstudaginn og STEMMARINN er bara góður...... fólk samt ekki búið að vera nógu duglegt að kaupa miða á hana...... Kemur allt á morgun, Viss um það!!!!!
Er núna í Rekstrarstjórnunartíma og ef það er hægt að tapa sér einhverntímann þá er ég totally búinn að því.... bíð spennt eftir því að geta farið og spriklað og hrisst rassa niðrí Hreyfingu á eftir.
Handbolti í kveld en ekki meira í bili verð að fylgjast með tímanum
bæbb
mánudagur, febrúar 09, 2004
Prófið þetta...... þá gleymir maður aldrei ammælinu þínu!!!
Fékk email frá Ingu íþróttaskvísu og fannst þetta sniðugt..... PRÓFIÐ!!
Hi
Please click on the link below and enter your birthday into my calendar. It's quick, easy and you'll be helping me out:-).
http://www.BirthdayAlarm.com/dob/9940580a1554971b904
Grammy verðlaunin eru núna ætla að horfa áfram. Outcast, Justin Timberlake, No Doubt, Cristina Agulera og Beoncy hafa nú þegar fengið verðlaun....
Góða grammy tónlistar nótt
sunnudagur, febrúar 08, 2004
HELGIN!!!!
........föstudagur..........Leiðin lá í vísindaferð í Flugleiðir sem tókst með ágætum vel, þaðan á Hverfis, svo á Pravda, svo Vídalín, Felix, Sólon og aftur á Hverfis......
..............Minnið lítið, þynnka mikil og nægir að segja EITT STÓRT PASS við þessu kvöldi.........
........laugardagur............. Þorrablót fjölskyldunnar hérna heima..... og já familían er ekki alveg í lagi þanni að það var þjóðlegt þema. Frekar skondið að sjá alla mæta í lopapeysum, í síðum ullarbrókum, með húfu, vettlinga í lopahosum og með skotthúfur. Stemmningin brjálað góð!!! Valinn var hrútspungur fjölskyldunnar. BRAGI TIL HAMINGJU.......
.....rólegheitin uppmáluð enda er komin djammpása frá miðbænum...... bara Árshátíð á Selfossi næstu helgi!!!
............sunnudagur............Lítið búið að gerast, tjatta í símann, sækja bílinn minn síðan á föstudaginn, sækja bílinn hans Jónasar síðan á föstudaginn og já...........ekkert.
Vinna í kvöld en ekki meira í bili..... bæbb
föstudagur, febrúar 06, 2004
Hárleysi, hárleysi..... bara fyndið!!!!
Ég varð bara að deila þessu með ykkur. Fyrir ykkur sem þekkið Daníel Tígrisdýr þá vitið þið kannski að hann er frekar loðinn. KÍKIÐ Á ..... en ekki lengur haldið ekki bara að snáðinn sá hafi átt eina andvöku nótt núna um daginn og ákveðið að raka bæði bringuna og bakið á sér!!!! HALELÚJA hvernig ætli það sé????????
Ætli hann sé orðinn eins og BRODDGÖLTUR ?????
Verð bara að segja að mér finnst þetta óendanlega fyndið.....SORRY en Danni minn hefurðu heyrt talað um vaxmeðferð????' Þú verður eins og strákústur þegar hárin koma aftur
Kveðja
Sella með smá pælingar!!!
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Það er bara byrjað að snjóa!!!
Já það er furðulegt að vakna upp við símtal snemma að morgni þar sem sagt er "Sella kíktu út um gluggann, góða skemmtun að skafa..... b.t.w skólinn byrjar eftir hálftíma". Já svona var morguninn hjá mér. Allt snævilagt og ískalt.... alltaf gaman. Maður fær svona jólastemmarann aftur, þ.e. snjóinn sem átti að vera á jólunum.
En þegar ég fór að spá meira í þennan mikla snjóadag þá datt mér það nú í hug.... vitiði hvaða dagur er í dag? Enginn annar en Nemó, já í dag er árshátíðin í Verzló og í minningunni segir það mér að það hefur aldrei verið gott veður á nemó. Blindbylur og læti. Þannig að KENNING MÍN er sú að þetta fylgi þessum merka degi. Miðað við fyrri reynslu af þessari veðrabreytingu verður blíðskapar verður á morgun í þynnkunni hjá fólki og svo þegar það er til í tuskið upp á nýtt sem sagt á laugardaginn er aftur komið leiðindaveður örugglega frost og ands.... kuldi.
En ekki meira í bili
SNJÓKALLAKVEÐUR SELLA
Fyrsta verkefninu skilað á þessarri önn!!!
Já það er alltaf gleðiefni þegar maður nær að ands.... til að klára þessi hópverkefni. Vorum að skila fyrsta verkfninu í markaðsfræði í dag og viti menn bara STRAX komið annað. Líka í rekstrarstjórnun og stjórnun II.... þessi skóli!!! en nóg um það.
Nóg búið að vera að gera ÁRSHÁTÍÐIN er að nálgast en hún verður haldin föstudaginn 13. eins gott að vera ekki hjátrúafullur ;o)
Búin að vera í dag að stússast við að sækja plagöt og miða og setja upp þvers og kruss upp í skóla auk þess sem að bæklingurinn okkar er að verða reddí.... ekki slæmt það!!!
Ekki má gleyma gyminu, ljósunum, leitinni að kjólnum, klippingu og audda Cosmopolitan glösunum okkar. En við gellurnar ætlum nú að sötra þennan góða kokteil eins og sönnum Sex and the City GELLUM sæmir. Ekki flott það.
En ekki meira í bili.
Góða nótt kæra dagbók
Sesselja Dagbjört hefur lokið máli sínu
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
OH HAPPY DAY, OH HAPPY DAAAAYYYY ;o)
Viðburðarlítill en skemmtilegur dagur. Fór í heimsókn til Hönnu og audda vorum við góðar við okkur og skelltum okkur á Stylinn..... mmmmm góður matur maður.
Þaðan lá leiðin að reyna að læra upp í Odda, gáfumst fljótlega upp, Hanna stakk af í vinnuna og ég mældi mér mót við Evu- búbbulínu mömmu til að hrista rassa og stinna vöðvana í Hreyfingu. MASSA duglegar ha....
Ætluðum svo í ljós en viti menn, hel.... druslan á ljósastofunni var með einhverja djö.... stæla að við létum okkur hverfa. Ætla sko að kvarta yfir henni Leiðinlegt fyrir hana að bögga mig..... Ómar frændi á nebbnilega ljósastofuna ha ha ha ha.
Kannski hún læri að bögga ekki vitlausan aðila næst, skapi næst að láta hana missa vinnuna... DÓNANN ÞARNA...
Fór svo að gera verkefni með H,S,H og gekk það bara ljómandi. Keyptum fáranlega mikið nammi á leið heim til mín. Ég er ekki að grínast þetta hefði getað duga sem máltíð fyrir heila fjölskyldu í Eþopíu í ár..... já ég sagði hefði, þetta er Búið!!!
Mikið talað, minna lært og enn meira talað. Þakka krökkunum bara fyrir yndislegan dag.... Þið vitið ég er alltaf til í óhollustu og slúður. Gerist varla betra
En nóg í bili
Svefngalsa drottningin ;o)
mánudagur, febrúar 02, 2004
HELGIN GÓÐA....... GAMAN GAMAN
FIMMTUDAGUR
............Háskóli Íslands og þótt þið trúið því ekki þá var ég þar frá 8 – 16:00.
........Reyndar smá stopp í Hreyfingu í hádeginu.
..... árshátíðarfundur upp í Odda og svo RISA rosa góður bræðingur í ísbúðinni með henni Hönnu minni.
FÖSTUDAGUR
.......................byrjaði vel í markaðsfræðiverkefninu með Hadda, Stebba og Hönnu. Gáfumst fljótlega upp og fórum að chilla
.............. Kokteila , kokteila, kokteila stuð, ferð í ÁTVR með Elvusín því 6-D Verzló djamm framundan...
.......... vinna, vinna já góða vinnan í Bitabæ
.....Afmæli hjá hennu Telmu minni og þar var sko stuðið. Hverfis var svo málið en þar fórum ég, Telma og Vigga og dönsuðum af okkur rassgatið. Var drú en kom heim kl 5:30
LAUGARDAGUR
.....................vinna kl 9:00 og viti menn mín svaf yfir sig. Ekki gott mál en þetta reddaðist
..............Smáralind, leita að dressi fyrir kvöldið. Sudda kokteila jamm framundan hjá Guðrúnu þar sem rautt þema var málið.
......... smá lúr, til að komast í málið og svo bara allt reddi fyrir herlegheitin........
......Djamm, DJAMM . Geggjað gaman, fyrst var pantaður Nings og svo var tekinn upp blandarinn, bleiku kertin, regnhlífar, plast dýr, partý blóm og svo BLEIKAR KÓRÓNUR . Ekki má gleyma góðu píkupoppi, Jusin, Britney, Spice Girls og fleira fleira.......
... HVERFIS já aftur og aftur, á gamla góða staðinn þar sem að er djamm. Maður hittir alltaf stórann hóp af góðu fólki. Drukkið mikið, mikið náðum að rústa 3 fullnægingar staupum á barnum, brutum, helltum niður en á endanum náum við að kyngja þeim. Góðar ekki satt Helga Rut og Elva.... Við kunnum að drekka. Dansað brjálað mikið. Ekki verra að hafa góða tóna í eyrunum. Náið góðum sveiflum með fólkinu. Alltaf gaman gaman. Jammaði lengi lengi að vanda, Vera var svo æðisleg að skutla mér heim og ég fékk meira að segja að koma í bíltúr í mosóinn með henni og Elvu. Heimkoma 6:40.
SUNNUDAGUR
..................þynnka, þynnka og þunnyldi, verðum bara að hvíla okkur meira.
..........matarboð hérna heima, Eva, Natalía, Tinna, Beggi, Sibba, Lalli, Jóhannes og Stjáni jaunuðu okkur, mikið talað, hlegið, talað meira.
..... American Idol þvílík og önnur eins vitleysa segi ekki meira en það er hægt að HLÆJA
Segi ekki meira í bili, helgin búin
Góða nótt, nattí natt, buenos noches, good night!!!
Sella ,,þynnku gella”
sunnudagur, febrúar 01, 2004
Sjáiði hver ég er........ er maður ekki sætur kærleiksbjörn ;o)
See what Care Bear you are.
Hver ert þú????????