Hárgreiðslumaðurinn Böddi datt gjörsamlega kylliflatur í framhjáhald, fluttist til Akureyrar og byrjaði með litlum hárgreiðslunema sem var að vinna hjá sér.
Sveppi og Simmi á Popptíví gefa út bók með 110 bestu furðufréttunum. Svona til gamans má geta þá sefur Simmi í nærbuxum með klauf og uppáhaldsskemmtistaður Sveppa er Hverfis! (Sorry en hefur einhver séð hann þar???)
Linda Pé hrífst að peningum. Fékk sér ríkan indverja VJ Mallaya en hann hefur verið ástmaður og náinn vinur hennar í mörg ár, og ATH hann er væntanlegur til Íslands á næstu dögum. Hann er einn af ríkustumönnum Asíu og á bjórverksmiðjur í Bretlandi og víða. Er það ekki ein aðalástæða þess að Linda sé með honum??? Hver vermir ekki ból bjórverksmiðju eiganda?
Meira af Idol!! Sjarmatröllið og Kalli sjómaður fyrstu stjörnurnar fæddar. Komust áfram. HÚRRRRRAAA
Herra naflahönk Sverri Kári, hefur orðið svo duglegur að smita konuna sína að barni eins og svo margir aðrir. Hann er rosa ánægður með sig og kom það honum ekkert á ávart að hann var valin ljósmyndafyrirsæta og lenti í 2.sæti því allir elskuðu hann!! Með Sverri í för í keppnina Hr. Skandinavía var Jón Björgvin æskuvinur hans,, en hann æfir einmitt með liðinu F......
Flosi og Lilja stunda Kynlíf á gamalsaldri. Við getum Öll verið róleg og hlakkað til elliáranna vitandi það að Viagra er gott lyf.
Sögur af fræga fólkinu!
Allt er þegar þrennt er.. Leo Di Caprio bauð Gisele í þriðja skiptið bara um daginn. Þannig að grey kallinn þarf að fara að punga út börnum.
Grenjar úr hlátri Drew Barrymore hefur ráðið kellingu til að koma heim til sín þrisvar í viku til að kítla sig.... hvar ætli það sé???
... að Quentin Tarantino hafi myndað fólk með titrara í munninum hafi því orðið á að sofna við tökur á Kill Bill.
... að Brad Pitt sé komin heim til Jennifer eftir að hafa verið í Möltu við tökur á Troju.
... að bráðlega komi að brúðkaupi Tristu og Ryans úr Bachelor.
World music awards in Monaco Mariah Carey kom og hagaði sér eins og stórstjarna (en bíddu er hún það enn??). Heidi Klumm mætti í aðeins of stuttum kjól, Anna Kornikova afhenti verðlaun á hátíðinni aðallega því hún hefur verið valin kynþokkafyllsta kona heims.
Pink virðist hafa undanlega mikinn áhuga á Kristiönnu Terminator gellu, en sagan segir að hún ætlaði að gleypa hana í heilu lagi þegar hún sat við hlið henni á skemmtistað Ã Monaco. .... Ætli hún hafi haldið að Kristianna væri Mac Donalds?
Íslandsmeistarakeppnin í vaxtarækt var haldin í Austurbæ um daginn. Magga sterka kom sá og sigraði. Í karla eða kvennaflokki veit engin Það fylgdi ekki sögunni. Mitt álit á svona keppni ekkert annað en sortuæxli, lítil typpi og viðbjóður!!!!
Eðalsúpa ættuð frá Asíu sérstaklega góð fyrir DODOið. Stofnaður hefur verið sérstakur súpuklúbbur sem hver veit nema stundi do do eftir hverja veislu....
Páll Óskar og Diddú syngja saman. Sæt systkini á jólaplötu sem mun koma öllum á óvart!.
Gaui litli kominn með tattú. Hann fær sér jurtatattú sem táknar vambarhnútinn og tvo höfrunga sem eru tákn engla hafsins. Greinilegt að hann getur aldrei losnað við þetta fitukjaftæði.
Osborne fjölskyldan flippar út. Jack er að ljúga að pabba sínum að hann reyki ekki en hann reykjir um 20 sígó á dag og Kelly segist aldrei ætla að byrja að dópa því pabbi hennar sé besta viðvörunin gegn því.
Alec Baldwin er með tvær í takinu. Eina asíska og eina alveg eins og Kim Basinger sem er nú fyrrverandi eiginkona hans.
Cameron Diaz og Justin Timberlake eru alltaf að rífast! Cameron er alltaf að daðra en nú daðraði Justin við einhverja Brasilíska!!!
Russell Crowe er ekki bara leikari, hann er nefnilega líka rokkari í hljómsveitinni Thirty Odd Foot of Grunts. Einnig segir að hann sé alltaf með læti og það er að koma út mynd Russell Crowe´s Greatest Fights en hún sýnir hann í annarlegu ástandi á hinum og þessum stöðum , rífandi kjaft og í slagsmálum!!!
Portúgalski undradrengurinn Cristiano Ronaldo hjá Man United segist vera skírður í höfuðið á Ronald Reagan en mamma hans hafi valið Cristiano nafnið.
Ástralska ofurfyrirsætan Elle Macpherson er nú komin af meðferðarstofnun en hjónaband hennar virðist þurfa neyðaraðstoð en hún sást rífast við eiginmann sinn Arkie Busson í Arizona þar sem hún dvaldist á meðferðarheimili.
Bruce Willis er með mígreni en sögur segja að það sé út af sambandi fyrrverandi konu Demi Moore við Ashton Kutcher sem hann sé alltaf með höfuðverk.
P. Diddy er hlaupagikkur, en hann er í New York maraþoninu. Tilgangur Diddy er að safna fé fyrir góðgerðarsamtök barna og að gera grein fyrir að hreyfing er holl. FYRIRGEFÐU en ég sé nú ekki fyrir mér P.D í þröngum spandex galla að hlaupa í maraþoni. Reynið bara að ímynda ykkur þetta.
En ekki meira í bili. Enjoy Enjoy ;0)
föstudagur, október 31, 2003
Gaman gaman, gömlu hjónakornin loksins farin! Þvílíkt og annað eins rugl, þau eru á leið til London á fótboltaleik, söngleik og einhvað meira skrall.
Datt bara svona í hug er svona mikið vanda mál að fara af stað? Þau eru 10 saman ætluðu á 2 bílum, einn bíllinn fór kl hálf eitt með mömmu innanborðs. Þá var pabbi enn í sturtu. Tuttugu mínútum síðar var pabbi ekki farin, því vinur hans var ekki komin í vinnuna og því ekki búin að sækja hann. Vinahjón M & P frekar stressuð og farin í flugrútuna. Mamma hringdi alveg tjúll því allir héldu að það væri búið að gleyma elsku PABBA mínum. En svo kom fyrir ekki kallinn kom og náði í hann auðvitað alltof seint. En meira veit ég ekki. Fleiri afdrifaríkar ferðasögur koma seinna af hjónakornunum og saumaklúbbnum hennar mömmu!!!!
fimmtudagur, október 30, 2003
I have no life!! ætla að setja inn fleiri myndir inn fyrir ykkur .............. enjoy!!!
Birt af Sella kl. 11:45 e.h. 0 ummæli
Já friends langaði líka til að segja góða skemmtun á karla & kvennakvöldinu á morgun, ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera ;0)
Birt af Sella kl. 11:28 e.h. 0 ummæli
I´m alive!!!!
Eru þið ekki ánægð. Ég fór í aðgerðina í dag og hún gekk bara ROSA vel. Læknarnir sögðu mér að ég hafi verið óvenjuróleg eftir svæfinguna og ekki öskrað á þá eða röflað einhverja vitleysu. Vaknaði frekar ringluð upp úr ellefu og þá var mín ástkæra mamma komin að sækja mig.
Ég komst að því að það er ekki gefið mál að vera góður hækju-göngu-maður. En þetta venst.
Bjargast líka því ég er orðin DÓPARI ligg núna upp í sófa með mömmu og horfi á Bachelor með parkotín forte( verkjastillandi), íbúfen (verkjastillandi), Staklox (sýklalyf) og voltaren rabet (bólgueyðandi) mér við hlið. Sounds good!!!!
Fékk líka að vita að ég á að koma aftur í saumatöku endurkomu 14.nóv og þá losna ég við gifsið þannig að ég er byrjuð að telja niður dagana.
En eitt að lokum ef þið hafið ekkert að gera þá endilega kíkjið í heimsókn ég fer ekki langt!
Birt af Sella kl. 11:27 e.h. 0 ummæli
miðvikudagur, október 29, 2003
Vitiði einhvað leiðinlegra
Nú er ég byrjuð að fasta. Ég hef fastað núna í 27 mínútur og gengur bara vel. Læknirinn minn sagði að ég ætti að fasta til 8:15 þegar ég fer í aðgerðina :0( en það er svo gott að borða!
Kvíði bara fyrir morgundeginum, heyri bara hrillingssögur af svæfingum...
Hope for the best!!
Birt af Sella kl. 11:29 e.h. 0 ummæli
Jæja þá erum við komnar saman ég og Hanna til að reyna að læra! Gengur ekki neitt, sitjum uppí sjónvarpskrók með 8 Hans Petersen poka fulla af myndum sem ég á eftir að koma í myndaalbúm. Efast um að afrakstur kvöldsins eigi eftir að vera mikill annar en hlátur af okkur á Þjóðhátíð, gæsunninni hennar Helgu, Karla&kvennakvöldinu í fyrra og svo bara þessum hefðbundnu sumardjömmum.
Er á fullu að setja inn myndir fyrir ykkur.
Birt af Sella kl. 11:26 e.h. 0 ummæli
En svona smá pæling
Er maður orðin ógó mikill nörd þegar maður ætlar rétt að skella upp einni bloggsíðu og núna 2 tímum seinna er maður enn að dúttla í henni????????
Þetta er nú samt gaman, líkar vel við þessa myndasíðu því jú ég á auðvitað asskoti mikið að myndum (flestum fylleríis) sem gaman er að skoða. Biðið bara spennt ég kem með nokkrar innan fárra daga.
En eins og kannski einhverjir vita þá mun ég eignast TVO NÝJA VINI á morgun. Það eru tvæt sætar gráar hækjur með endurskínsmerkjum, sem munu fylgja mér hvert sem er. GAMAN ha? Nei held ekki. Þannig er mál með vexti að ég er nefnilega að fara að láta kukkla smá í hnénu á mér á morgun kl.8:15 en þá legst ég á skurðarborðið. get ekki beðið!!!
En vonandi fæ ég nú baráttu kveðjur frá ykkur öllum, því næstkomandi vikur á ég ekkert líf. Þetta kemur manni jú kannski til að læra, en hver veit!