SMÁ HELGARNESTI....
Byrjum á stjörnuspá dagsins - Þótt hún sé sjaldgæf, er skilyrðislaus ást ekki svo vandasöm. Maður ákveður að ætla að elska einhvern og sleppir svo hendinni af takmörkunum. Vert þú yin á móti yang einhvers í kvöld. – einhverjar hugmyndir hvað ég á að gera af mér!!
Græneðlan Mozart hefur verið með stinnan getnaðarlim í rúma viku, og hafa dýralæknar nú ákveðið að skera liminn af.Það kemur þó væntanlega ekki að sök fyrir Mozart, því að hann og aðrar karlkyns græneðlur hafa tvo getnaðarlimi...ob bobb bobb :(
Sjö af hverjum 10 ungum konum í Bretlandi telja enga hættu á að þær smitist af HIV, veirunni sem veldur AIDS, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Einnig kom í ljós að 92% þátttakenda töldu ekki nauðsynlegt að hafa smokk meðferðis þegar farið væri út að skemmta sér.... svolítil fáfræði!!
Þá mun það vera vísindalega sannað, að hljóðið sem heyrist þegar kastað er upp er það óþægilega sem fólk heyrir. Þá hefur komið í ljós, að konur eru viðkvæmari fyrir hljóðum en karlmenn. Að mati þátttakenda í rannsókninni voru tíu eftirfarandi óþægilegustu hljóðin þessi:
1. Karl/kvenmaður kastar upp
2. Ískur í hljóðnema
3. Barnagrátur (mörg börn)
4. Marr í togvindu
5. Marr í vegasalti
6. Spilað falskt á fiðlu
7. Hljóð í „fretblöðru"
8. Barnsgrátur (eitt barn)
9. Rifrildi
10. Suð í háspennulínum
Því er best að vara sig á tjúttinu um helgina og langar mig til að benda þeim aðilum sem hafa íhugað að sletta úr klaufunum um helgna og fá sér í aðra tána að eftirfarandi hlutir gætu hent þá ef drukkið er of mikið. ,,Þú kastar upp, sefur hjá og býrð til barn sem leiðir til barnagráturs, gætir jafnvel eignast tvíbura sem framkallar grátur tveggja eða fleiri barna, pirringur og rifrildi blossa upp við alla í kringum þig og úr kemur þessi líka óhjákvæmilegu óhljóð.
Hugsið ykkur því vel um áður en þið takið glasið í hönd og gleðilega óhljóðalausa helgi :o)
föstudagur, janúar 26, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli