þriðjudagur, desember 25, 2007

Jólakveðja...

* GOD JUL OG GODT NY ÅR *

* FELIZ NAVIDAD Y PROSPERO UN ANO NUVEO*

* GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR *

* MERRY CHRISTMAS AND A HAPPY NEW YEAR *


- langaði bara að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og takk æðislega fyrir allt. Hlakka til að sjá alla hressa og káta sem fyrst....lofið að borða vel og mikið og njóta þess að vera til -

JÓLAKOSSAR OG ÞÚSUND KNÚS.

miðvikudagur, desember 19, 2007

KOMIN HEIM ;O)

Jahahá....komin á Íslandið góða - veðrið mætti vera betra en hér er ávallt BEST að vera. Flugið gekk vel þrátt fyrir klukkutíma seinkun.

Ef þið viljið ná í mig elskurnar þá er ég með gamla númerið mitt: 899-4995 á meðan dvöl minni stendur. Hlakka til að sjá ykkur sem fyrst ;o) lifið heil og ekki fara yfir um í jólaösinni!!

sunnudagur, desember 16, 2007

Jóla jóla jólahjól.... eintóm jólagleði!!

Annar fundur videóklúbbsins "Bergur" var í gærkvöldi og horfðum við saman á dönsku myndina: Kunsten at græde i kor. Mættir voru; Sella og Tóta (Ábúendur á R.Bergsh Gade), Gyða, Kiddi og Gunni. Ekki var skortur á kræsingum þar sem íslenskt nammi, ís frá Paradis, öl, kaka og fleira var á boðstólnum. Myndin var mjög fín, spes á köflum en greinilegt að danir eru góðir í að búa til mynd með svörtum húmor!!

Líf mastersnemans er þó eins og búast mátti við - mjög mikið tileinkað bókunum og verkefnavinnu. Fengum Scientific Paper Review verkefni í hendurnar á miðvikudag, en það fellst í því að gagnrýna á uppbyggilegan og fræðilegan hátt verkefni frá öðrum bekkjarfélaga. Verð nú að viðurkenna að þetta er ekki það auðveldasta - sérstaklega þar sem við þekkjum stelpuna sem við erum að gagnrýna. Sem betur fer er ég og Kata komnar langt í land og planið að klára þetta alveg á morgun. Skil á miðvikudag en við yfirgefum Danaveldi á þriðjudagskvöld svo tíminn er naumur!

Helgin er búin að vera sú notalegasta... náði að kaupa nokkrar jólagjafir, kíkti með Tótu í bæinn, bakaði köku, kláraði að skrifa jólakortin og senda nokkur þeirra - hin fara í póst á Íslandi 19.des ;o) Föndraði smá, horfði á sjónvarpið, þvoði þvott og bara naut þess að vera ekki í bullandi hópvinnu alla helgina... Verkefnavinnan er þó stutt frá - því gruppemøde á morgun kl.9.

Dagurinn í dag á síðan að vera þessi líka JÓLALEGI... eftir smá stund ætla ég að skunda af stað niður í miðbæ og kíkja í Juletivoli með Morten, Kötu og Jónínu Margréti, vonandi Tótu líka...- guð hvað það verður næs, fá sér kakó/glögg, skoða jólskrautið, og já komast í jólafílinginn! Stressið er líka farið að segja til síns þar sem nóg er eftir að gera áður en ég fer og JEREMÍAS hvað ég verð með mikinn farangur ;o) Nóg af gjöfum, dóti og fötum fyrir veru mína vonandi á klakanum i ca 5 vikur ;o)

En lifið heil félagar og endilega látið mig vita ef þið eruð á lífi ;o)

miðvikudagur, desember 12, 2007

Tíminn flýgur svo sannarlega framhjá!!

Fáránlegt að hugsa út í það að ég sé búin að vera hérna í Danaveldi í rúma 100 daga.... vá hvað það er skrítið - en svolítið mikið til í hugtakinu; "The time flies when you are having fun ;o)"

Loksins er ég búin að skila Scientific Paper verkefninu mínu og fékk í hendurnar ritgerð frá stelpu með mér í bekk sem við eigum að gagnrýna fræðilega!! Held að það verði frekar erfitt að gagnrýna einhvern og hvað þá þegar maður veit hver það er og þekkir hann...en forvitnilegt að sjá...

Helgin var annars ein sú allra yndislegasta sem ég hef átt! Elva Björg, Ingibjörg, Árný og Dagur Leó komu frá Jótlandi í höfuðborgina og áttum við stelpurnar æðislegan tíma saman....Prinsinn er ekkert smá mikil dúlla og að sjálfsögðu var hann með okkur ;o) Föstudagurinn einkenndist af mat og drykk - hitti gellurnar á gistiheimilinu þeirra, kíktum í búðarráp og enduðum í Fredriksberg center á kaffihúsi. Voðalega ljúft - Life jazz tónlist og hvítvínsglas. Eftir smá shopperí fórum við út að borða á Sticks N' Sushi - þvílík stemning og guð hvað var gaman ;) allar frekar miklir nýgræðingar í sushi menningunni svo við vorum þarna eins og túristar með myndavélarnar á lofti - hehe. Eftir þennan ljúfa mat kíktum við á Landromat til að hitta Gumma og chatta. Voðalega nice dagur í alla staði.

Laugardagurinn var sko ekki á verri endanum heldur - gerði smá jólashopperí með stelpunum, kíktum á kaffihús, röltum um Strikið og nutum þess að vera til. Árný og Dagur kvöddu okkur seinnipartinn og brunuðu heim á leið til Fredricia...eftir búðarráp og þægilegheit kíktum við á geggjaðan inverskan stað Bombay (Telma takk fyrir að benda okkur á hann). Þreytan var reyndar farin að segja smá til sín svo við kíktum bara í rólegheit á Rudolph Berghs gade þar sem við opnuðum hvítvínsflösku og spjölluðum um daginn og veginn... Yfirgáfum þó Tótu fljótlega til að komast í bólið en ég gisti með stelpunum þessa nóttina.

Sunnudagurinn einkenndist af búðum líka eins og þessi helgi - þar sem stelpurnar voru að nýta síðustu metrana í búðum. Fields var pakkað af fólki en við létum það ekki á okkur fá og versluðum bara meira. Ekkert smá skrítið að kveðja þær seinnipartinn - hlakka bara til að sjá þær um jólin!!

Dreif mig svo heim til Kötu þar sem við kláruðum verkefnið okkar, gerðum það ready frá A-Ö og lásum svo yfir verkefnið hans Sabba...gisti þar eins og svo oft áður enda skóli kl. 9 daginn eftir.

Vorum ekkert smá glaðar þegar við skiliðum þessu blessaða verkefni og skelltum við okkur beint á julefrokost IMM - sem var í einu orði sagt snilld! Þrír tímar á Spring Garden þar sem var hlaðborð og drykkir eins og við gátum í okkur látið! Heidis og Samsbar voru svo staðirnir...hehe þarf ekki að segja meira um þetta kvöld, nema ég var þunn á þriðjudegi ;o)

Hlakka til að sjá ykkur eftir 6 daga ;o) Hlakka ekkert smá til!!

miðvikudagur, desember 05, 2007

AÐVENTUKRANSINN TILBÚINN....



Jæja þá er maður búin að klára að búa til Aðventukrans og jólast aðeins.... fékk alveg nóg af lærdómi og ákváðum við Kata því að taka "day off" - mjög næs í alla staði. Ákvað því bara að sofa almennilega út, kaupa inn, kíkja í bæinn með Tótu og kaupa föndurdót ;o) ...svo kom ég hérna heim.

Tóta eldaði þennan líka dýrindis mexikanska mat fyrir mig og svo náði ég að klára að föndra jólakortin ;o) Gaman ekki satt....meira að segja byrjuð að skrifa þau þannig að kæru vinir þið fáið kortin ykkar bráðlega....hehe þið sem viljið senda mér þá er heimilisfangið:

Rudolph Berghs Gade 34, st
2100 København, Østerbro
Denmark

....en eigiði góða daga og sjáumst hress og kát um jólin....bara 14 dagar í heimkomu!!

þriðjudagur, desember 04, 2007

SCIENTIFIC PAPER BÚIÐ.....

Mikið er lífið eins og blússandi gleðibunda, ískrandi yndisflug og FJÁRANS FJÖR HJÁ MÉR - þessa dagana :o) Verð þó að segja að ég er BÚIN MEÐ ritgerðina sem að ég og Kata höfum lagt allt í síðustu daga- hef meira að segja gist tvisvar hjá henni í þessari viku og í morgun þegar við vöknuðum þá spurði Jónína Margrét dóttir hennar: "Mamma ætlar hún aldrei að fara heim til sín?" hehe bara fyndið - grey skvísan farin að hafa áhyggjur að ég sá bara komin til að vera :o)

Því er mjög gott að sjá aðeins meira fram á endann á þessu - er strax komin upp í skóla í næsta hópverkefni - LAZYTOWN HERE I COME!! Því mun þa verkefni eiga hug minn allann fram á föstudag að minnsta kosti því þá koma Elvan mín, Inga, Arný og Dagur Leó í heimsókn til Köben ;o) og verða alla helgina.....JÍHA vá hvað verður nú mikið brallað...það er víst!!

Helgin var annars mjög fín - eyddi henni að mestu í Vanløse heima hjá Kötu við skriftir - en við ákváðum þó að eiga smá líf á sunnudag, þannig að við fórum fyrst í Ikea og svo að fá smá jólaanda í kroppinn. Skelltum okkur því niður í bæ. Kveikt var á 21metra jólatréi á Ráðhústorginu og skondið nokk athöfnin er þannig að það er jólasveinn sem klifrar upp brunastiga að toppi á trénu, kveikir á blysi og tendrar þannig ljós á toppnum og um leið trénu ;o) Við skemmtum okkur konunglega, röltum strikið, kíktum á skautasvellið á Kongens Nytorv og fórum svo niður á Nyhavn og fengum okkur kakó....Pikkuðum Tótu upp á Strikinu svo skvísan kom með okkur ;o)

En ekki meir í bili - ætla heim að læra undir dönskupróf...sem er í kvöld ;o)
Þangað til næst, verið þið hress!!!

miðvikudagur, nóvember 28, 2007

STYTTIST Í HEIMKOMU....

Spurningu Jóhönnu og Stellu verður hér með svarað - Ég kem heim 18.desember kl. 00:30 eða tæknilega séð þann 19.des...sem sagt í dag eru 20 dagar þar til ég læt sjá mig á fagra Íslandi ;o) Vona að þið hlakkið til að fá mig - ég hlakka til að sjá ykkur!!

Fyrst langar mig til að óska Ástu Láru og Ragga innilega til hamingju með gullfallegu stúlkuna þeirra. Rakel Ósk Ragnarsdóttir fæddist þann 23. nóvember - 50 cm og 14 merkur ;o) Ekkert smá sæt skvísa hér á ferð ;o)

Líf mitt er hins vegar mjög viðburðarlítið þessa dagana - er bara að skrifa Scientific Paper þar sem spurningin okkar er: "When customers pay more for premium price items than for comparable low price items, what accounts their willingness to pay?" Spennandi ekki satt? - Við Kata vorum líka rosalega heppnar, leiðbeinandinn sem við fengum er gestaprófesor frá Harvard Business School ;o) Auk þess sit ég núna og reyni að skrifa eitthvað niður í Lazytown markaðsrannsókninni okkar svo ég geti hugsanlega stoppað á klakanum um jólin - bara bíða og sjá!!

Helgin var mjög fín - Föstudaginn hitti ég Mögguna mína á Strikinu, fengum okkur öl og spjölluðum, kíktum í búðir og höfðum það kósý. Um kvöldið kíkti ég á Koktailatjútt með Tótu og Rögnu. Fórum fyrst á Café Selina þar sem sumir smökkuðu á nokkrum kokteilum en svo á Coconut beach bar - mjög skondinn staður með sandi á gólfunum og strástólum....kemst svo sannarlega í gírinn þarna. Kvöldið var mjög skemmtilegt og tala myndirnar sínu máli... sem sagt nýjar myndir á http://public.fotki.com/Sella endilega KOMMENTA TAKK. Laugardaginn kíkti ég svo smá í bæinn með Rannveigu Öldu frænku sem var komin í heimsókn... reyndi svo að læra eins og vitleysingur um kvöldið en gafst upp og ákváðum við að fara á pöbbarölt með Hrebbnu og Kötu. Hoppuðum reyndar á fyrsta barinn sem við sáum og vorum þar, þar sem kuldinn var óbærilegur og sátum þar! Kata yfirgaf okkur um 3 leytið en þá héldum við félagarnir áfram - fórum í leikinn 5 myndir og eru myndirnar bara skondnar...haha aðallega því við vitum ekki hvað er að gerast á þeim!! Áttum svo langt spjall um stjórnmál: "VINSTRI GRÆNIR - ER ÞAÐ EKKI BLÓMABÚÐ Í HAFNARFIRÐI"! hahah óendanlega fyndið...

Sunnudeginum eyddi ég upp í skóla með Kötu í heimildaleit og hópvinnu - hitti svo Tótu, Hrebbnu og Rannveigu Öldu á Mama Lubdas þar sem við borðuðum ótrúlega góðan ítalskan mat og nýttum svo köldið í rólegheit....reyndar er ég búin að vera frekar slöpp með óþolandi hósta og leiðindi. Síðastliðnir dagar hafa svo bara farið í skóla skóla skóla stúss...spennandi ekki satt!!

En vonandi fer þetta að verða búið - ætla að reyna að nýta tímann vel svo ég geti hitt Elvuna mína, Ingu, Árný og Dag Leo í kósýheitum og notið lífsins helgina 6-9.des ;o) Guð hvað það verður notalegt....en þangað til næst elskurnar mínar!!

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

Miklu fargi af mér létt....PRÓFIÐ BÚIÐ!

Get ekki sagt annað en VÁ HVAÐ ÉG ER FEGIN AÐ ÞETTA ER BÚIÐ!! Var sem sagt í skemmtilegu fjögra tíma prófi í gær í Management Accounting - hljómar æsispennandi, ég veit! Þannig að gærdagurinn hjá mér var mjög svo áhugaverður. Mætti í íþróttahúsið þar sem prófið fór fram um kl. 8:20 til að vera tímanlega í gírnum.... prófið gekk sinn vanagang og er þetta líkt og í HÍ eintóm gamalmenni sem að sjá um yfirsetu.... örlítið hressari þó, því einn gamli kallinn lofaði okkur bjór í prófinu ;o) Það sem kom mér helst á óvart er að prófið er í fjórriti og fær maður að taka sitt eintak heim eftir að herlegheitin voru búin....þannig að skirffinskan var rosaleg, þurftum að skrifa á öll blöð upplýsingar um okkur og í lokin fór prófið í 3 mismunandi umslög - hehe þannig að prófin týnast allavegana ekki hér :o)

Svo er bara að gleyma þessu skemmtilega prófi því einkunnin kemur eftir mánuð - mér gekk svo sem lala í prófinu, það var mjög sanngjarnt en mjög langt, náði varla að klára á 4 tímum.... Vona að ég hafi náð, en einkunnarkerfið hér er eitthvað sem maður skilur ekki - þú fellur með mínus 3 og nærð með 2.... hæsta einkunn er svo 12.... þessir Danir haha ;o)

Eftir prófið fórum við svo saman á Nexus (skólabarinn) í öl til að fagna og ákveð ég svo að skjótast heim í sturtu og svona um kl. 16 - enda von á fullt af skemmtó Íslendingum heim til mín í fyrirpartý fyrir landsleikinn Danmörk - Ísland á Parken. Stemningin var góð og fengum við okkur bjór og pöntuðum pizzu. Leikurinn var öllu verri.... þó gaman að söngvunum og öllu sem við kom leiknum en úrslitin slæm 3-0 fyrir dani.

Ég og Kata ákváðum þó bara að halda gleðinni áfram og kíktum heim til Fredriks þar sem nokkrir krakkar úr bekknum voru samankomin í ÖL og fórum við svo saman niður á Sankt Hans Torv á Mexibar í kokteila enda fullt af krökkum úr bekknum þar ;o) Mjög skemmtilegt kvöld og óhætt að segja að sumir hafi verið á rassagatinu þetta kvöldið.

Líkami og sál létu alveg vita um þreytu svo ég ákvað að drífa mig heim um kl.2:30 enda búin að vera vakandi í 20 tíma þann daginn og langþráður svefn farin að segja til sín!!

Svo er dagurinn í dag búin að vera svipaður og allir aðrir - bara CBS í hópvinnu og svo fáum við næsta ritgerðarpróf í hendurnar á morgun ;o) Gleði gleði - en þangað til þá ætla ég að fara út að borða með Kötu og hugga okkur a jólamarkaði niðri á Nyhavn eða eitthvað sniðugt ;o) og á morgun ætla ég að hitta Mögguna mína sem er í heimsókn í Köben.

En hvað með ykkur - hvað á að gera um helgina og hvað er að frétta?

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

GUÐ HVAÐ ÉG HLAKKA TIL Á MORGUN.....

Það er sjaldan sem ég hef beðið jafn mikið eftir því að tíminn líði og ákveðinn tími/staður/stund renni upp t.d eins og að klukkan verði 13:00 þann 21.nóvember eins og núna.... þá á morgun verð ég vonandi rosa glöð eftir góðan árangur í Management Accounting prófi (eða allavegana búin að ná) og sæl og kát á leið á landsleik milli Danmerkur og Íslands á Parken - með fullt af yndislegu liði! Guð hvað verður gaman, kannski maður taki andlitsmálun og búning á þetta ....hehe hvað finnst þér?

Get ekki sagt hvað ég er komin með ógeðslega ógeðslega leið á því að læra undir þetta próf - en þetta er eins og þvílík hringavitleysa og eintóm eilífð.

En langaði bara til að nýta tímann og óska minni ástkæru vinkonu til 22 ára innilega til hamingju með afmælið. ANNA JÓNA MÍN TIL LYKKE MED FØDSELSDAGEN Njóttu dagsins og láttu nú dekra aðeins við þig ;o) Hlakka svo til að sjá þig vonandi um jólin!!

Lifið heil ungarnir mínir ;o)

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

JÓLA JÓLA JÓLA HVAÐ......

Einhverra hluta vegna er ég komin í gífurlegt jólaskap - kannski er það kuldinn úti eða bara allir bæklingarnir sem að streyma inn um lúguna sem að gera það að verkum að ég hlakka óendanlega til. Oft hefur verið mikið að gera hjá mér en svo virðist sem að næsti mánuður hjá mér verði killer.... sumir hafa sagt að það sé því maður sé í master - hehe

Ég jólabarnið mikla hef þó ákveðið að gefa mér smá tíma fyrir jólastútt og gleði....næsta mánuðinn ætla ég að reyna að skvera inn i líf mitt eftirfarandi hlutum:
- Gera jólakort
--kíkja í jólatívolí
--- eiga jólamóment með Betu og Helgu Dóru
- baka eins og eina sort
-- kaupa jólagjafir
--- skreyta heima hjá mér
- hlusta á jólalög
-- hitta Elvuna mína, Söndru og Möggu
--- njóta þess að vera til
-hitta Evuna mína og jólast aðeins
-- og já LÆRA LÆRA LÆRA.

Skemmtilegt plan ekki satt. Annars langaði mig helst til að óska afmælisbörnum dagsins til hamingju með daginn!! Stella innilega til hamingju með 23 ára afmælið og Lárus Freyr til hammó með ammó - djöfull ertu orðinn gamall drengur - 26 ára

Haha njótið þess að vera til og bara í lokin....ÉG HLAKKA SVO TIL, ÉG HLAKKA ALLTAF SVO TIL....EN ÞAÐ ER LANGT OG SVO LANGT AÐ BÍÐA, OG ALLIR DAGAR SVO LENGI AÐ LÍÐA......

mánudagur, nóvember 12, 2007

Verð nú að tjá mig um VEÐRIÐ HÉRNA......

Oft á tíðum er maður spurður út í veðrið á klakanum þegar maður segist vera Íslendingur og hefur maður fengið fáránlegar spurningar eins og: "búið þið í snjóhúsum?".... eða eitthvað á þann veg að það sé alltaf skítakuldi heima - en NEI NEI NEI prófið bara að koma hingað til Danmerkur og treystið mér kuldinn er til staðar.

Helgin hjá mér var hin skemmtilegasta og fór ég í tvö afmæli, 25 ára afmæli hjá Steina á föstudag en Hanna skvís var svo þrítug á laugardaginn ;o) Til hamingju - bæði teitin hin skemmtilegustu, bjór og Cocktailatilboð ;o) en heimferðin í bæði skiptin var frekar köld og slabbleg! Á föstudeginum snjóaði eins og veðurguðinn ætti lífið að leysa en í gær var kuldinn svo svakalegur að maður var með sting í kinnunum.

Sesselja steinselja hefur reynt að vera hin duglegasta að læra síðustu daga enda styttist í próf og nóg lesefni eftir enn....svo má maður ekki gleyma að Sandra vinkona er að koma í heimsókn núna frá fimmtudegi-sunnudags ;o) Get ekki beðið. Því skellti ég mér á bókasafnið upp í skóla í dag, dúðaði mig upp og tölti af stað. Náði að læra slatta og kannski ástæðan sú að úti voru þrumur og eldingar svo maður nennti ómögulega heim - en þegar letiblóðið var farið að segja til sín dreif ég mig heim og viti menn þegar ég kom inn heima þá sá ég ekki lengur neitt vegna móðu á gleraugunum, slíkur var kuldinn/rakinn úti ;o)

En ekki meira pirrum pirr út í veðrið - held ég hlakki bara til að koma heim í GÓÐA VEÐRIÐ UM JÓLIN...en þar til næst, farið vel með ykkur!

föstudagur, nóvember 09, 2007

Ég sem hélt að íslensk sjónvarspefni væri slæmt......

Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu.... er ekki verið að grínast með danskar sjónvarpsstöðvar? Svo slæmir geta þættirnir verið að maður fær hreinlega kjánahroll á tímum. Þó hafa mjög athyglisverðir þættir veirð inn á milli og langar mig til að minnast á nokkra þeirra:

1) New York maraþonið - heimildarþáttur þar sem fylgst var með 2 einstaklingum undirbúa sig og hlaupa maraþonið fyrir DR2
2) Danskt unglingafangelsi - fylgst með 4 síbrotamönnum sem eru undir 18 ára, sem að hafa neytt t.d kókaíns síðan þeir voru 10 ára, brotist oft inn, ráðist á fólk, skorið það í framan með buffolohníf o.s.frv. Svo var fylgst með þeim þegar þeir losnuðu og féllu aftur í dópið ca 2 mánuðum síðar.
3) Lýtalækningar í DK - þáttur þar sem var spæjað um lýtalækni sem var tilbúin til að taka unga stúlku i fitusog og minnka á henni SKAPABARMANA....sem nota bene getur þýtt 6 ára fangelsi því þetta er bannað....

......annars einkennis sjónvarpið bara af umræðuþáttum um danskar kosningar og guð hvað ég get ekki beðið eftir 13.nóv því þá er þetta helvíti búið....

En þangað til næst - LIFIÐ HEIL!!

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

Og það kom hiti í húsið....

Mikið var nú notalegt að fá loksins hita í íbúðina okkar...verður nú bara að segjast að það var orðið asssskoti kalt á tímabili - hehe allavegana sat Hrefna einu sinni og horfði á sjónvarpið með loðhúfu og undir tveimur teppum ;o)

Svo er það nú ekki verra þar sem að í þessum töluðu orðum er BILAÐ HAGLÉL ÚTI.... skamm skamm ég er ekki tilbúin fyrir eitthvað suddaveður og ógeð - vil bara kanarí sól og strandpils - spurning hvað maður þarf að bíða eftir þeim draumi lengi!

....En bara smá innlegg hér á síðuna frá bókasafni CBS.
LIFIÐ HEIL!!

mánudagur, nóvember 05, 2007

JULEBRYG TUBORG mætt á svæðið

Síðastliðinn föstudag kom jólabjórinn í bæinn og læt ég slíkt ekki stoppa mig heldur kíkti í bæinn með Tótu og co....sem sagt Íslendingafélag DTU ákvað að hittast og taka ærlega á móti julebryg Tuborg á Pilegården. Svanhildur kíkti heim til okkar Tótu og ákváðum við að kíkja í "einn/tvo" bjóra. Hummm veit ekki hvort það var bjórinn, stemningin eða eitthvað í loftinu allavegana urðu bjórarnir mun fleiri en tveir og stoppuðum við á Pilegården í um SEX KLUKKUTÍMA eða svo ;o)

Stemningin var ótrúleg og má segja að ég og Gyða höfðum bókstaflega "grenjað úr hlátri" þetta kvöldið - verst að vita ekki alveg hvað var svona fyndið en það kemur fyrir besta fólk!

Eftir skemmtilegt kvöld ákváðum við svo að rölta upp á Nørreport til að taka næturstrætó.... við kvöddum Gyðu og Kidda á miðri leið en það SKONDNA I STÖÐUNNI var að eftir samtal okkar Gyðu á laugardaginn komumst við að því að við römbuðum öll upp á
Nørreport (bara sitthvora leiðina) og að líka þessum fjölda af fólki sem var að bíða eftir strætó - við hoppuðum fremst inn í troðfullan næturstrætó á leið heim en Gyða og Kiddi hoppuðu inn í ÞANN SAMA bara að aftan. Komust svo að því á miðri leið að þessi strætó fór ekki heim til þeirra svo þau hoppuðu út og röltu heim - bara skondið að við kvöddumst niðrí miðbæ en enduðum svo í sama farartækinu á leið heim.... spurning hvort maður sé svona sjálfhverfur og í eigin heimi!!! hehe

Allavegana mjög skemmtilegt kvöld í alla staði og laugardagurinn því bara tekin í rólegheit og pizzuát. Um kvöldið dreif ég mig þó í sveitina, nánar til tekið Kagså kollegie til að passa Natalíu Tinnu frænku mína.... humm hvað gerir maður ekkki svo að foreldrarnir geti djammað?? Íbúð 172 breyttist fljótlega í aðsetur sofandi barna vinanna og átti ég notalegt kvöld fyrir framan sjónvarpið með Hákon, Tómas Frey, Natalíu og Auðunn Fannar sofandi á víð og dreifð um íbúðina :o)

Um þrjúleytið fór þó fólk að rölta af stað til að sækja angana sína en Eva Ösp sver sig í ættina og fór að sjálfsögðu SÍÐUST ÚT úr partýinu þetta kvöldið. Því má segia að það hafi verið lágskýjað fyrir Kagså á sunnudaginn og einkenndist morguninn hjá mér og Nölu á því að horfa á Öskubusku, lita í litabók og kúra upp í sófa þar til þynnkuliðið skaust á McDonald.

Í gær fór ég svo í íslenskt barnaafmæli, Jónína Margrét hennar Kötu orðin 5 ára skvísan svo ég kíkti á þær mæðgur til Vanløse í notalegt afmæli að íslenskum sið....takk kærlega fyrir mig þetta var æði!!

....Sem sagt helgarnar yfirleitt pakkaðar en virkir dagar teknir í lærdóm og meiri lærdóm - LazyTown á líf mitt þessa dagana, viðtal með leiðbeinanda okkar á morgun út af markaðsrannsókn fyrir LazyTown ;o) og svo tekur við próf eftir tvær vikur!!

Lifið heil - verið HRESS, ekkert STRESS og já bLESSS BLESSS!!

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

TÝNDUMST Í SVEITINNI Í MORGUN :o(

Til að gera langa sögu stutta þá löbbuðum ég, Kata og Sabbi í vitlausa átt þegar við komum út úr strætó í Hørsholm í morgun sem að gerði það að verkum að við villtumst einhvers staðar úr í rassgati. Löbbuðum því í nokkra hringi í iðnaðarhverfi - gegnum íbúðarhverfi, - gegnum skóg, - spurðum þrisvar til vegar og já endaði með að við komum KORTERI OF SEINT Í FYRIRTÆKJAHEIMSÓKN :o) Vá hvað þetta var pirrandi.

Annars er spenna í loftinu fyrir kvöldið enda eru Gyða, Kiddi og kannski einhverjir fleiri að koma í videókvöld á Rudolph Berghs Gade hjá okkur Kötu....gosið er í kæli, poppið klárt og nammið líka - mikið er lífið ljúft svona!!

Svo er J-dagurinn á morgun, jíha jólabruggið kemur í bæinn.....

mánudagur, október 29, 2007

Skólinn að verða TJÚLL...

Já núna er allt að verða vitlaust.... lífið hér í Köben hefur verið þægilega chillað þrátt fyrir fáránlega mikið lesefni. Núna er þó allt að gerast bara þrjár vikur í fyrsta prófið og hópverkefnin að hrannast upp, bara spennandi en nóg að gera! Vikan mun einkennast af stóra Lazytown verkefninu, verkefni í Management Accounting, fyrirtækjaheimsókn til Lynge, fyrirlestrar, dönskutímar og fleiri skemmtilegir tímar.

Helgin var í alla staði allveg frábær og eyddi ég henni að mestu leyti í Herlev - Kagså Kollegiet.... já því ég gisti heima hjá Evu, Sindra og Natalíu á föstudaginn. Við frænkurnar kíktum saman á Sushi stað í bænum með henni Helgu okkar og síðan tók við að baka baka fyrir afmælið hennar Nölu á sunnudag. Var búin að gleyma hvað er skemmtó að baka í góðra vina hópi - skemmtum okkur allavegana konunglega við gerð Rice Crispies kaka í tonnavís! Laugardagurinn var svo í búðarferðum með Rakel þar sem þemað var fullt fullt af nammi, köku- og gummelaði ásamt öllu bleika dótinu!

Seinnipartinn á laugardag þaut ég heim á leið enda partý og matur hjá Kötu í vændum.... og vá hvað ég og Eva vorum stolltar af okkur þá enda búnar að gera súkkulaðikökur, gulrótarkökur, nokkra heitarétti, tómata-og ólífusalat og ostasalat ;o) duglegar ekki satt!

Eftir ofursturtu ferð og gleði tók partýið við - pizzur og rauðvín hjá Kötu ;o) Ég, Steffý systir Kötuog Kata vorum þokkalega tilbúnar í Den Glade Glis og því förinni heitið þangað... Segi ekki meira en ÞETTA KVÖLD VAR FÁRÁNLEGA SKEMMTILEGT ;o) Ákvað að hitta svo Hrebbnuna mína á Viking eftir fjörið á grísnum glaða ;o)....bara bara gaman allir saman!!

Og því hægt að segja að mikið var gott að tíminn breyttist þarna um nóttina og klukkan færðist aftur um KLUKKUTÍMA....hehe já þá mátti maður sofa lengur!! Lagði þó af stað aftur í ferðalag til Herlev enda Natalía Tinna með 4 ára afmælið sitt og fjörið á þeim bænum.... óhætt að segja að Natla hafi verið ánægð með gjöfina frá okkur - allavegana skottaðist hún um í Spiderman búningnum fræga út um allt algjört krútt.... bara frábær helgi í alla staði og ætla ég bara að leyfa myndunum að útskýra þetta betur...have fun félagar.

......jú kannski eitt enn! BÚIN AÐ KAUPA FLUG HEIM UM JÓLIN og varð sá skemmtilegi þriðjudagurinn 18.desember fyrir valinu - kvöld flug með meiru svo ég mæti á klakann eftir miðnætti ;o) Það er svo óráðið hvenær ég fer aftur út - en við eigum að skila verkefni 14.janúar en eftir það koma svo tveggja vikna frí áður en önnin byrjar svo spurning hvað við náum að vera dugleg næstu mánuði upp á hvað ég verð lengi á fagra Íslandi.

Lifið heil!!!

miðvikudagur, október 24, 2007

EFTERÅRS FERIE- fall vacation - vacaciónes del otoño - HAUSTFRÍ.....búið

Aldeilis sem haustfríið var fljótt að líða enda var svakalegt stuð ;o) ta ta ra.... Byrjaði fríið á þessari líka yndislegu New York ferð minni sem að ferðasagan kemur bráðlega. Lennti svo í Köben á miðvikudagi eftir frekar mikið "fram og til baka í tímanum" - vá hvað er erfitt að flakka svona á milli tímana og enda á því að vera vakandi í 22 tíma eins og ég gerði.... miðvikudagurinn fór því í ekkert nema chill og að sofa. Á fimmtudeginum kíkti svo Eva frænka á mig í heimsókn og vá hvað var skemmtó að hitta hana ;o) Spjölluðum eins og við hefðum ekki hisst í 100 ár, ég sýndi henni hvað ég keypti og að sjálfsögðu nokkrar af 480 myndunum sem ég tók!

Eftir mjög svo afslappandi daga og þægilegheit ákvað Ingibjörg Ribebúi að stoppa við hjá mér á leið sinni frá Íslandi til Ribe. Skvísan mætti til mín á föstudagskvöldinu og sátum við með Hrefnu og Tótu í hvítvínssötri áður en við kíktum á Sankt Hans Torv til að hitta Gumma og Ingibjörgu ;o) Guð hvað var skemmtilegt að hitta þau og ekki verra að nokkrir af þeirra vinum komu líka... frekar mikið stuð í Mojito og Hyldeblomster cocktailum á Gehfrählich - alltaf gaman að bulla í barþjónum og fá eitthvað svona spes að drekka.... ákváðum svo að kíkja á Barcelona og þaðan heim!

Laugardagurinn var draumadagur í lífi Sesselju - ég og Inga vöknuðum frekar riðgaðar en ákváðum að fara í verslunarferð í Ikea...ekki leiðinlegt ;o) og eftir frekar langt stopp þar vorum við RÍKARI - núna eigum við gjafapappír, jólakúlur, rúmföt, kerti í aðventukrans, vasa, kerti og margt margt fallegt. Drifum okkur heim með góssið og trítluðum svo niður í bæ þar sem við gæddum okkur á dýrindis pastarétt á Ítaliano ;o) Eftir langt spjall og meira slúður ákváðum við að eiga kósý kvöld svo við röltum aðeins í bænum og drifum okkur svo heim í nammiát og Sex and the City gláp ;o) guð hvað svoleiðis kvöld eru kósý....

Á sunnudeginum þurfti Ingibjörg að leggja frekar snemma af stað enda var hún að fara að horfa á kallana sína tvo spila handbolta.... já vöknuðum til að pakka og jeremíast hvað þetta var fyndið - sé hana fyrir mér með farangurinn frá Íslandi auk Ikea hafurtasksins sem innihélt pappakassa og meira dót!! Hehe efast ekki um að Hafsteinn, Tryggvi og hinir handboltastrákarnir hefi gert nett grín af henni á leið heim til Ribe ;o) Takk æðislega fyrir notalega helgi Inga mín og þú mannst þú ert ávallt velkomin til mín í Köben!

..... seinnipartinn á sunnudaginn gerði ég bara skemmtilegan hlut - ég fór í HALLOWEEN TIVOLI með Evu, Sindra og Natalíu Tinnu. Guð hvað þetta er flott hjá þeim - búin að skreyta allt tívolíið hátt og lágt með graskerjum, nornum, litlum húsum, fuglahræðum og öðru tilheyrandi....löbbuðum um allt svæðið, keyptum okkur brjóstsykur og ég kíkti í tæki með Nötlu...frekar mikið fjör hjá okkur frænknunum í Flugvélinnig og ævintýrakistunni ;o) hehe já alltaf gaman að varðveita barnið í sér! Hlakka bara til að kíkja í jólatívolíið í lok nóv-des!

Skólinn byrjaði svo aftur á mánudag og er maður svona að átta sig á þvi að núna er harkan að taka við - nokkur verkefni eftir, styttist í próf og á morgun er t.d fyrirtækjaheimsókn til Allerød - það verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta verður allt saman! Annars er alltaf nóg að gera, partý í bekknum á Den Glade Gris á laugardaginn og 4 ára afmæli hjá Natalíu á sunnudaginn ;o)

Vill bara nota tækifæri og óska afmælisbörnum vikunar TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN OG NJÓTIÐ VEL

21.okt - Salóme 24 ára
22.okt - Sunna 26 ára
24.okt - Dagný 29 ára
24.okt - Almar Þór 1.árs
25.okt - Íris Björk 26 ára
26.okt - Aðalsteinn Ingi 1.árs
27.okt - Fanney 26 ára
28.okt - Sveinbjörn 26 ára

föstudagur, október 19, 2007

NEW YORK VAR ÆÐI GÆÐI OG MEIRA EN ÞAÐ.....

Ferðasöguna er að vænta næstu daga - en ég hef af nógu mörgu að segja.... en fyrir forvitna þá er ég búin að setja inn myndir á myndasíðuna mína hér til hliðar http://public.fotki.com/Sella og undir New York

Have fun og endilega kommentið elskurnar - og þið sem vitið ekki lykilorðið ekki vera feiminn við að spyrja ;o)

Sjáumst síðar....kveðja frá Köben

fimmtudagur, október 11, 2007

AFSAKIÐ HLÉ...BARÐI - HEHE

Bloggleysi mun verða næstu daga þar sem ég er farin með Afkvæmabandinu og öðrum aðdáendum þess til NEW YORK....fréttir koma því á síðunni ásamt myndum við fyrsta tækifæri!

eigið góða daga elskurnar mínar....

Adios mis amigos ;o)

þriðjudagur, október 09, 2007

LÉLEGUR BLOGGARI Á FERÐ...en þó nýjar myndir á síðunni!!

Verð að fara að herða mig í þessu - skrifa bara stutt og laggott og oftar - mun skemmtilegra að lesa það heldur en langlokur ;o) Annars er lífið mjög litað af setu minni á skólabekk í CBS... síðasta vika fór mikið í lærdóm og annað tengt skólanum

Dönskutímarnir sem ég er í eru bara fyndnir - eiginlega fáránlegt að sitja í "Dönsku fyrir Íslendinga" en þar er víst raunin ....svolítill svona menntaskólafílingur en hitti þó liðið einu sinni í viku... líka skondið að vera allt i einu komin í eyðufyllingar - setningafræði og hlustunaræfingar....bara eitt til að hugga sig við, ég er að gera þetta fyrir mig og þarf ekki að taka próf í þessu!!

Ég var í fríi í tvo daga í síðustu viku og eyddi þeim því í Fisketorvinu og á Strikinu þar sem Kata greyjið var rænd á þriðjudeginum...vorum að rölta á Strikinu úr einni búð sem hún hafði keypt peysu í, í aðra nánst við hliðina og VITI MENN ekkert veski - búið að stela því ekkert smá pirrandi að þurfa að loka öllum kortum, sækja um ný og nota beni þetta kostar allt..... en svona er víst lífið - maður verður að vera varkár, því við tókum ekki eftir neinu þegar einhver fór ofan í hliðarveskið hennar!!

Tíminn á föstudaginn var svo tvöfaldur og haldið þið ekki að kennarinn hafi bara mælt með því að fólk fengi sér bjór í síðasta hléi enda tíminn búinn um 16:30. Það þurfti ekki að segja okkur hlutina oft og sat ég því í tíma með bjór - þvílíkt næs...fyrirlesturinn leið allavegana fljótt og skemmtilegar umræður sem að mynduðust. Eftir tíma var því bara um að gera að setjast út i sólina og góða veðrið og fá sér öl með bekknum.... ílengdist þó aðeins með Paris og enduðum við óvænt á Októberfest Nexus til 23:30 - enn með allt skóladótið og svona ;o) bara gaman

Magga Sigvalda bauð mér svo í drykk heim til sín á laugardaginn og fórum við svo með Önnu Alberts og Hönnu á sushi stað á Nörrebro...mjög gott og þrusufjör hjá okkur, ekki verri kokteilinn sem tók við ;o) Eftir mikið fjör og mikið gaman var kíkt á Jolene og Barcelona - skemmtilegt kvöld í alla staði og tókst brussunni Sellu að detta svo harkalega að ég er með risa stórt sár á hnénu og rifnar buxur ekki meir um það - en halló já ég vei ég er brussa og ég var ekki svona drukkin!!!

En núna er best að fara að hátta, skóli á morgun og svo New York á fimmtudaginn!!

mánudagur, október 01, 2007

Árinu eldri en sést ekki neitt - alltaf svo ungleg ;o)

Ja hérna hér - tíminn flýgur fram hjá og alltof langt síðan ég skrifaði eitthvað hérna síðast. Svo sem ekki mikið búið að gerast nema skóli, skóli og lærdómur eftir því. Síðasta vika var læra læra og ennþá meira ÞYKJAST að læra....fáránlegt hvað maður getur fundið sér alltaf annað að gera heldur en þetta.

Kíkti á kaffihús með Evu frænku í Fredriksberg, óttalega notalegt enda er ég ekki frá því að ég hitti hana sjaldnar hér í Köben heldur en á klakanum - greinilega eitthvað busy frænkurnar....bætum vonandi úr því - hehe

Sex and the City er nýja skemmtilega æðið mitt...er svo fegin að hafa keypt allar seríurnar á markaði núna í sumar í Kína og þær virka líka svona vel - ég og Tóta erum búnar að vera duglegar í videógláp sessioni hérna megin og fór t.d allur fimmtudagurinn í þessa skemmtilegu seríu. Díses hvað Samantha er mikill snillingur - hahah ég get ekki beðið bara 13 dagar í hin ærlega SEX AND THE CITY TOUR í New York baby ;o) Guð hvað verður gaman - hlakka svo til að hitta alla krakkana að ég er að springa!

Föstudagurinn var greinilega sá dagur sem að ég ákvað að vera ung og vitlaus - haha nei ég segi svona, þetta kvöld einkenndist af miklu tjútti og tralli. Byrjaði um kl. 19 á Öresundskollegie þar sem Beta og Helga Dóra ákváðu að bjóða í íslenskt stelpupartý....algjör snilld, pöntuðum pizzu og svo var fljótandi hvítt, bjór, barcardi razz og jello shot! Kannski ekki of sniðugt blanda þegar maður á líka eftir að fara í smá innflutningsteiti :o( Eftir mikið fjör ákvað ég að taka metró&strætó til Gyðu og Kidda þar sem næsta teiti var haldið - bara gaman meira drukkið og svaka fjör....skemmtilegar myndir festust á filmu eins og hinar ódauðlegu hristumyndir og myndband af strákunum að dansa við blikk hjólaljós.... don´t ask me ;o) Okkur tókst þó að drattast í bæinn um 4 eða 4:30 sem er ekki mjög gáfulegur tími - kíktum á Den glade gris og viti menn hann lokaði mjög fljótt - haha tókum þó vel valin spor á dansgólfinu ;o)

Kíktum því áfram í tjúttgírnum og var fólk frekar hresst í strætó á leið heim um ca 8 leytið þegar fólk var að fara í vinnuna - bara skondið og stundum held ég að maður verði ruglaðri með aldrinum .... haha eða þroskist ekki neitt ;o) bara gaman

Afmælisdagurinn minn rann svo upp og var frekar þungskýjað yfir Rudolph Berghs Gade vegna þynnku þremenningana - og fór því mest allur dagurinn í leti og kúr upp í rúmi! Síminn á silent og frétti ég frá múttu að fólk hafði haft áhyggjur af afmælisbarninu - SORRÝ haha. Takk þó æðislega fyrir allar kveðjurnar í síma, á neti o.s.frv. Ákváðum þó að kíkja út að borða og var ég svo heppin að fá Gyðu, Tótu og Hrefnu með mér á víetnamska staðinn LeLe - sjúkir kokteilar og fínn matur.... matarlystin hefði getað verið betri þó.

En vegna aldurs og þreytu ákváðum við þó að koma við í 7eleven og kaupa nóg af nammi og ógeði og komum okkur heim yfir imbann ;o) mjög svo þægilegt og yndislegur dagur í alla staði! Hrefna mín takk enn og aftur fyrir matinn og allt ;o)

Í dag er svo runnin upp enn ein skólavikan og úff styttist í próf, verkefnaskil og skemmtileg heit - þó kemur haustfrí á undan og NEW YORK baby....þið kannski takið eftir að ég er að missa mig - haha. Heppilegt er þó að það er frí á morgun og miðvikudaginn í skólanum svo að ég tek kannski bara lærdómssession með Kötu á þetta - allavegana planið núna!... en vitið þið hvað?? ég fékk pakka í dag, eða svona meira ég og Hrebbna - pöntuðum allskonar á H&M shop um daginn og því mikil gleði þegar að dyrabjallan hringdi... orðin peysu, kjól, húfu og jólagjöfum ríkari ;o)

En ekkert meira í bili vildi bara láta aðeins heyra í mér - og kannski fyrir þá sem að voru að vandræðast með að ná í mig þá er danskanúmerið 0045 - 28484737 og svo er ég með tölvusíma 496-2085.... þarf bara að vera á netinu svo þið getið hringt í mig eða ég í ykkur - en ég hringi frítt í alla heimasíma á Íslandi og þið hringið í mig úr heimasíma á sama verði og heima ;o) verðum allavegana í bandi...og myndir koma inn eftir smá stund!!

mánudagur, september 24, 2007

Ekki hjóla í opnanlegu pilsi í roki....

Í morgun var ég vör við frekar fyndið fyrirbæri á leið í skólann. Samsíða strætónum var gella að hjóla til vinnu/skóla. Svo sem ekki frásögu færandi nema að stúlkukindin hefur áræðanlega vaknað mjög snemma til að gera sig fína og sæta fyrir daginn.... náð í fallega dragt, lagað hárið og svona! Vandamálið var augljóst.... hún var í svona bundnu pilsi sem er ekki sniðugt á hjóli til að byrja með og hvað þá í roki. Greyjið átti algjörlega í vandamáli að halda sér í fötunum - fáránlega fyndnar aðferðir sem hún notaði til að halda sér í fötum og hjóla í leiðinni...mjög skemmtileg tilbreyting í morgunsárið ;o) Eigið góðan dag elskurnar!!

fimmtudagur, september 20, 2007

Lærdómur, lærdómur og aftur lærdómur

Já líf mitt einkennist aðallega af nokkrum hlutum:
* Fyrirlestrum
* Borða & sofa
* Lesa námsefni
* lesa meira
* Gera hópverkefni
* Horfa á Sex and the city.....

Hehe verð nú bara að viðurkenna það að vá hvað maður er fljótur að detta úr lærdómsforminu - finnst drulluerfitt að koma mér í gírinn og hvað þá setjast inn á bókasafn eftir hvern tíma og læra....en þetta er víst MASTERSNÁM ;o) Það góða við þetta að ég er mjög ánægð með námið að svo stöddu og frábær hópur saman!

Sigrún var líka svo góð að taka Sex and the city safmið mitt með sér út til mín þannig að við stelpurnar höfum verið rosalega duglegar að kíkja í það...og shjæse hvað Samatha er mikill snililngur!!

En vildi bara rétt skella inn smá færslu til að segja að ég væri á lífi - stefnan um helgina og næstu viku er að skella sér á kvikmyndahátið - fullt af góðum myndum...meira að segja Foreldrar, Mýrin og Börn :o) Svo er það smá bjór í kvöld enda Nexus torsdagsbarinn okkar opinn og alltaf mikið fjör.

Langar til að óska afmælisbörnum vikunnar innilega til hamingju með afmælið, njótið vel!!
17.sept - Brynhildur Tinna 26 ára
18.sept - Helga Rut 26 ára
20. sept - Hjördís Jó 25 ára
21.sept - Elva Björg 26 ára
21.sept - Sandra Hauks 26 ára
22.sept - Sibba 49 ára

Njótið vel elskurnar og sjáumst síðar ;o)

sunnudagur, september 16, 2007

GREINILEGA NOT MY METRO DAY....

Jeremías og jósafat - eruð þið ekki að grínast með lestarferðina mína góðu í gær, þegar ég var á leið til Evu á Kagså. Í mestu makindum ákvað ég að hoppa inn í metró og leggja af stað nema nei... lestin tók á þá rás að keyra fram hjá tveimur stoppustöðvum, bakka aftur á þær báðar og stoppa svo í 10 mín...þegar við vorum orðin frekar óþolinmóð í lestinni ákvað ein að tékka hvert þessi lest væri að fara - nei nei viti menn það var búið að ákveða að hún væri ekki lengur að fara í þá átt sem hún átti að vera að fara heldur hina! Je dúdda - ég þrufti að hoppa yfir í annað metró til að komast loks til Evu...

Eftir 50 mínútna leiðangur og 3* stopp á Fasanvej sem dæmi komst ég loks til Herlev... mæli ekki sérstaklega með þessu því venjulega tekur þetta svona korter. Gærkvöldið var hinsvegar æðislegt í alla staði, náttfatateiti hjá mér, Evu og Helgu sem einkenndist af sjónvarpsglápi, íslenskum bláberjum með rjóma, nammi og fullt af slúðri.

Dagurinn í dag byrjaði þó vel þegar að Rakel bauð okkur frænkunum í dýrindis brunch og bakaríismat - svo er bara spurning um að kíkja í Zoo í dag. Eigið þið góðan dag mínir kæru :o)

föstudagur, september 14, 2007

BABÚ BABÚ BRUNABJALLAN Í GANGI!!

Ég var stödd upp í CBS áðan í tíma þegar að BRUNABJALLAN FÓR Í GANG. Ekki frásögufærandi en við Íslendingarnir sátum sem fastast þegar fólk þaut upp úr sætunum, tók dótið sitt saman og fór út - við litum hvert á annað öll sem eitt spurningamerki ?? Bara skondið á einni mínútu tæmidist gjörsamlega stofan og allir farnir nema við og norsku strákarnir sem eru með okkur í IMM....við þorðum því ekki öðru en að labba út úr stofunni líka og tékka á ástandinu.... það var örtröð í öllum stigum, og allur skólinn komin út á plan. Menn í gulum vestum með labb rabb tæki á lofti ;o)

Haha þetta tók svona 2 mínútur fyrir utan þegar okkur var tilkynnt að þetta hafði verið "FALSE ALARM" -því var bara um að gera að þjóta aftur í tíma í ró og næði!!

Shit hvað þetta var fyndið - miðað vð þessi viðbrögð þá hafa þessir aðilar ekki stundað nám á Íslandi þar sem setið er sem kyrrast fyrir í sætunum þegar bjallan glimur og bara beðið eftir að hún slökkvi á sér!!

fimmtudagur, september 13, 2007

NÝJAR MYNDIR KOMNAR INN

Já loksins hef ég látið verða að því að setja inn þrjú ný myndaalbúm...það er loksins hægt að sjá hvernig og hvar ég bý, með hverjum eg hef verið upp á síðkastið - hverjir hafa komið í heimsókn og hvernig skólatjúttinu er háttað

Það væri svo gaman að fá að vita hvort að einhver sé að kíkja hingað inn eða hvort að ég sé bara að babla við sjálfa mig ;o)

Sjáumst hress....

þriðjudagur, september 11, 2007

Sex ár liðin frá hörmungunum 11.september....

Frekar fáránlegt að hugsa til þess að það séu 6 ár síðan að flugvélarnar flugu inn í World Trade Center í New York. Ég man eins og þetta hafi gerst í gær hvar ég var, með hverjum og hvað ég var að gera...

Staður: Marbella á Spáni
Félagsskapur: Gyða Mjöll

...og vá hvað við vorum lost, nýkomnar í spænskuskóla og kunnum ekkert í spænsku - horfðum bara á sjónvarpið og sáum þvílík læti þegar flugvélar flugu inn í turnana. Horfðum bara á hvor aðra eins og STÓRT ?? einnig frekar slæmt að komast ekki á netið til að geta forvitnast um hvað var í gangi og hvað þá hringt!

En mbl.is bjargaði málunum og loksins fengum við að vita hvað hafði gerst þarna ca. sólarhring síðar.

Hvar varst þú þegar 11.september var??

miðvikudagur, september 05, 2007

SMÁ SUMMARY AF MÍNU LÍFI….Greinilega mikið á daga mina drifið og ekkert verið skrifað….

Held ég taki upp ritunarstíl Hrebbnu og bloggi í stuttum settningum í þetta skiptið! Líf mitt síðustu daga hefur einkennst af þessu…

• Davíð bróðir Hrebbnu og Ellen kærasta hans komu í heimsókn í 5 daga
• Slútt á kynnningaviku með bjór og dinner
• Party á NEXUS – skólabarinn – bara gaman, danskeppni og alles
• Deildarforseti og kennarar upp á stólum að syngja og í bananastuði
• Meira drukkið – dansað og rölt með Morten og Íslendingunum niður á Ráðhústorg um miðjan nótt á miðvikudegi bara skondið
• Pöbbarölt m.a á Jolene (bar Dóru Takefusa) sem endaði á dansgólfi á gaybar með portúgalskan transgaur á kanndinum :o) Bara fyndið
• Smá Íslendingaparty í boði D&E heima hjá okkur – Addi mulningsvél, Hjalli Fóstbróðir og Hanna Lilja læknir voru mætt á svæðið ásamt fleirum
• Rólegheit en TIVOLIferð daginn eftir – ég á núna 1.stk ÁRSKORT Í TIVOLI ef þið viljið koma ;o) hehe
• Fórum 6 út að borða til Hrebbnu á Le Basilic – fengum dýrindis þriggja rétta máltíð hræ billigt
• Central Park á Istedgade er brilliant staður í cocktailadrykkju
• …vá hvað hrisstumyndir eru fyndnar – hehe á nóg af svoleiðis eftir þetta kvöld
• Skondið moment eins og þegar Addi fékk surprise nudd frá ókunnugum DANA
• Smá innlit á Öresundskollegie og svo heim eftir mikla þreytu
• Sunnudagurinn tekinn í algjöru afslappelsi… kíktum þó aðeins á Davíð, Ellen og krakkana í bænum til að kveðja áður en þau yfirgáfu Dejlige Danmark
• Sjónvarpsgláp, internetvafr og chill – gerðu það að verkum að snillingurinn ég svaf yfir mig fyrsta skóladaginn minn á mánudag
• Bættum úr því með mega verslunardegi í IKEA, þar sem keyptar voru nauðsynjar á borð við LJÓS enda íbúðin ljóslaus, fataskápur og skógrindur – hehe algjörlega nauðsynlegur hlutur fyrir 3 stelpur en TÓTA FLYTUR INN UM HELGINA
• Drifum okkur svo í Fields þar sem við kíktum í nokkrar búðir og gerður svo ofur innkaup í Bilka – vá hvað ég elska tilboð… takið 4, borgið 2 eða álíka…. Allavegana er frystirinn okkar fullur núna og allskyns góðgæti til
• Náðum þó að ræna óvart pastapakka frá fólkinu á undan okkur í röðinni – komumst að því í metroinu á leiðinni heim
• Skóladagur nr.2 var massaður – úff bara erfitt að vakna svona snemma. Mjög áhugaverðir tími og lítur út fyrir að mín bíði 50 blaðsíðna markaðsáætlun (ritgerð) fyrir jól
• Pantaði skólabækurnar, glósaði eins og vitleysingur og ákvað svo að fara heim og hanga með Hrebbnu – ekki alveg komin í lærdómsgírinn strax en það er allt að koma!!
• Eftir að hafa leikið smá við Hrebbnu og hún farin í vinnunna kíkti ég í búð enda von á Gyðu og Kidda í heimsókn
• Yndislegt kvöld yfir ostum og öl – slúðri og smá sightseeing um íbúðina
• Í dag var svo FRÍDAGUR … já börnin góð ég er aldrei í skólanum á miðvikudögum – svo ég vippaði mér út í frokost með Evu frænku og Þórunni. Kíktum í nokkrar búðir og svo á mexikanskan stað
• Stelpurnar svo yndislegar að koma með mér upp í CBS svo ég gæti látið ræna mig – hehe sem sagt 4 bókum ríkari en VISA kortinu biður feitur reikningur
• Sótti líka um skólaskirteini – fyndið, mynd fyrir það er tekin á gangi með webcam í gangi…mæli ekki með að fara með frænku sinni eins og fávita á bak við í slíka vél!! Haha
• Heimsótti svo fólkið á Kagsaa kolleginu eftir veru mina í skólanum
• Sátum í sólinni út á bekk og horfði ég svo á Öskubusku með Natalíu frænku…bara gaman
• …kom svo heim, chillaði, skipulagði skóladótið og já BLOGGAÐI loksins.

….ekki meira í bili – stefnan er tekin á tapas bar um helgina og tónleika með Eyvöru Pálsdóttur og kannski heimsókn til Malmö – hvað era ð frétta af ykkur? Endilega kommentið og segjið mér slúður!!

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Kynningarvika í skólanum, dinner + partý í kvöld og bíllinn SELDUR!!!

Já hérna hér bara allt að gerast - fékk mjög svo skemmtilegt símtal frá Heimsbílum þar sem var komið tilboð í bíll - ég tók því og núna er ég laus allra mála með hann....SELDUR - QUIS BANG BUNG!! og vá hvað ég er fegin...ekki meiri tryggingar, greiðsla af lánum o.s.frv.

Merkilegt hvað tíminn flýgur og fáránlegt að ég sé actually búin að vera hérna í 12 daga núna ;o) Bara skondið.... flutti til Hrebbnu fyrir viku og er þetta rosalega fín íbúð + var að fá þær góðu fréttir að Tóta vinkona Gyðu ætlar að leigja með okkur í vetur....hehe minni leiga og meiri peningur í öl :o) Annars er ég flutt í yndislegt hverfi í Østerbro, þar sem við erum með tvær stofur, fínt eldhús, þrjú svefnherbergi og 2 klósett....já þannig að það er pláss til að koma í heimsókn ;o) Hlakka bara til! Ekki verra að það er stutt í allt - tyrkjabúlla á horninu (aka sem selur pizzur og junkfood), sjoppa á hinu og svo stutt í Nettó. Auk þess fann ég Fitness World líkamsræktarstöð hér í nokkra metra fjarlægð... ekki vitlaust að kíkja þangað!

Svo er sá stórmerkilegi hlutur búin að gerast að ég hef mætt í skólann!! Búin að vera núna þrjá daga í kynningaviku og endar þetta allt saman í dinner og partýi í kvöld....lítur bara vel út ;o) Skólavikan byrjaði vel með nokkrum laufléttum kynningum en eftir hádegi komu tvær gellur frá L´Oreal með kynningu.... virktist voðalega saklaust til að byrja með en nei - ekki leið að löngu þar til okkur var skipt upp í hópa og við tók Case competition um hönnun á nýjum mascara fyrir L´Oreal Paris. Mjög spennandi verkefni sem við skiluðum í gær kl. 12....hehe en ekki nóg með það, það voru valdir þrír hópar til að halda fyrirlestur um vöruna sína og TA TA RA minn hópur var valinn!! Þannig að þriðji dagurinn í röð í skemmtilegu verkefni og gekk okkur vel að halda fyrirlestur um þennan blessaða maskara "FUSIONIZE YOUR LOOK" frá L´Oreal. Vorum sem sagt í topp þremur en fengum því miður ekki verðlaun ;o) Kemur bara næst.... hópurinn hennar Kötu fékk þó risa poka með gjöfum fyrir góða frammistöðu ;o)

Allavegana líst mér vel á byrjunina. Búið að tala um að þetta sé ÍSLENDINGANÁMIÐ MIKLA en við erum bara þrjú...er með Sabba og Kötu í þessu námi ásamt 127 öðrum og erum við 18 þjóðerni í heild! Strax komin leslisti og þarf ég að drullast til að kaupa bækurnar á morgun - úff púff þetta minnir á Bóksölu stúdenta....fuc**** 30.000 kall isl eða eitthvað álíka sem fer í þetta....en það er bara gaman fyrir fátæka námsmenn!!

Lít á björtu hliðarnar - en ekki meir í bili... kominn tími á bjór, enda Davíð bróðir Hrebbnu in the city ;o)

laugardagur, ágúst 25, 2007

Gay pride í Köben

Í dag er merkisdagur í Kaupmannahöfn..... enda Gay pride og var frekar gaman að koma niður á Ráðhústorg í dag og fylgjast með tónleikum, dragdrottningum og fleiru skrautlegu liði. Loksins hefur mér tekist að verða viðstödd GAY PRIDE en ég hef því miður ekki gerst svo fræg að fara heima á íslandi sökum anna í vinnu, ferðalaga eða utanlandsferða. Miðað við fjörið í dag stefnir allt í að þetta kvöld verði það skrautlegasta.

Þrátt fyrir chill með Cheerios í annarri og tölvunni í hinni núna, bíð ég spennt eftir að Rannveig Alda frænka komi frá Lundi í Svergie því ætlum við að sötra öl og cocktaila þar til Hrebbna og Elín Ása eru búnar í vinnunni... því bið ég ykkur að stilla ykkur og deyja ekki úr spenningi því að djammsögurnar koma á morgun - eða næstu daga ;o)

Hins vegar hef ég sett inn tvö ný myndaalbúm frá afmæli Jo Ruth og Möggu, ásamt öðru frá fyrstu dögum mínum hér í Köben og 25 ára afmæli Evu frænku.

Have fun mínir kæru!

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Lífið í kóngsins Köben + heimilisfangið + nýtt danskt símanúmer....

Nú er ég búin að vera í danaveldi í 6 daga og hefur lífið leikið við mig. Þeyttist með fullann farm af dóti síðasta föstudag og ekki slæmt að hafa Guðrúnu Sv, Sibbu og Sirrý með í för... engin yfirvigt takk :o)

Byrjaði dvöl mína á heimsókn á Kagsa kollegiet til Evu, Sindra og Natalíu. Lífið þar var bara ljúft. Sötruðum hvítvín og kíktum á kollegiebarinn fyrsta kvöldið, dúlluðum okkur síðan í grilli, sól og sætindum á laugardeginum enda Eva Ösp orðin 25 ára. Um kvöldið tók svo við þetta líka heljarinnar partýhald þar sem bjór, Bacardi Razz, Strawberry Daquiri, meiri bjór og Tóbas flæddi út um allt! Kagsaa vinir Evu eru brjálaðir stuðboltar og var dansað af sér bossann til sex um morguninn... sumir héldu þá í eftirpartý. Setning og lag kvöldins án efa: "hlusta á Zeppilin og ég ferðast aftur í tímann" haha

Sunnudagurinn byrjaði þó heldur snemma þegar ég, Sirrý og Guðrún kíktum í bæinn. Rölt á strikinu, kíktum í öl á Nyhavn, töltum Kobmansgade og um torgin í kring - enduðum svo á Italiano í mat bara nice. Eftir 1 klst ferðalag í lest, strætó og fótgangandi lögðumst við lúnar í bælið!

Mánudagurinn fór svo í verslunarleiðangur enda þurftu ferðalangarnir og afmælisbarnið ný föt og nesti og nýja skó!! Fórum á besta cocktailbar sem ég hef smakkað - tókum spænskt þema á þetta og varð Tapasbar fyrir valinu...sé ekki eftir því, smá spánarfílingur í minni.

Þriðjudagurinn var svo ofurnice hjá okkur frænkunum... ég og Eva lágum í leti heima meðan Natalía var í sveitaferð og stelpurnar fluttu sig til frænda Sirrýjar. Eftir letilífið sóttum við Nötlu og kíktum á Sibbu og Hildu upp á Amager - ákaflega huggulegt líf þar!! Pöntuðum pizzu og kíktum við svo á Hlyn og Arnar í einn öl niðri á Striki - við heimkomuna voru vinir Sindra komnir frá Íslandi svo við vorum ekki lengi að forða okkur í heimsókn til Þórunnar í slúður og snakkát! Mér til mikillar mæðu svaf ég í stofunni með Jónsa og Guðgeir á fylleríi - þið getið rétt ímyndað ykkur kátínu mína og svefnleysi.... enda var ég ekki lengi að flýgja til Hrebbnunnar minnar á miðvikudagsmorgunin

Miðvikudagurinn var ofsalega þægilegur, flutti loksins með allt mitt hafurtask í íbúðina sem ég mun eiga heima í á Osterbro (Rudolph Berghs Gade). Spjallaði heilmikið með Hrebbnu og tók strætó með henni niðri bæ + einn ís áður en ég hitti gellurnar aftur. Kíktum á japanskan veitingastað, röltum um og meðan þær fóru heim að pakka hitti ég Evu og Natalíu uppi á Hovedbanegard þar sem þær biðu þess að komast upp á Kastrup og hjem til Íslands.... eftir að hafa kvatt gellurnar fór ég heim og chillaði með Elínu Ásu og hvað er betra en rólegt kvöld upp í sófa með nammi og KillBill 2 í Tv-inu.

Vaknaði svo í rólegheitunum í dag þar sem við ákváðum að njóta "sumarfríssins" og liggja í leti. Bjuggum til dýrindis samlokur, kaffi og tilheyrandi og skriðum svo upp í sófa til að horfa á Something about Mary ;O) Þegar gellurnar fóru svo í vinnuna skaust ég í bæinn, reddaði mér nýju dönsku símanúmeri og kíkti í búðir. Rakst á Birnu Haralds, Evu Dögg og stelpurnar - haha bara gaman! En ekki meira frá lífi mínu í dag...bíð núna eftir að Hrebbna sé búin í vinnunni svo við getum fengið okkur öl - myndirnar frá helginni koma fjótlega :)

Heimilisfangið mitt er:
Rudolph Berghs Gade 34 st
2100 Kobenhavn O
Denmark

Símanúmerið mitt er:
+45 28484737

- ekki meira í bili, endilega látið heyra í ykkur svo ég nenni nú að skrifa eitthvað hér en sé ekki að tala við sjálfa mig :o) Bið að heilsa

föstudagur, ágúst 17, 2007

Komið að því.....

* Búin að pakka
* Lunch á Rizzo með Elvu, Siggu og Jónasi búinn..
* Náð að kyssa og knúsa alla
* ...enda flug eftir 3 tíma

.... Sjáumst hress og kát í Köben - eða á klakanum um jólin ;o)

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Skrítin tilfinning!

Verð að játa það að í dag fékk ég frekar skringilega tilfinningu.... svolítið blendnar tilfinningar sem lýstu sér bæði í gleði og söknuði, tilhlökkun og já smá kvíða. Dagurinn í dag var öðruvísi!! Eftir að hafa verið með annan fótinn á Umferðarstofu síðastliðin 3 árin - kvaddi ég samstarfsmennina og upplifði því síðasta vinnudaginn minn!! Frekar fegin enda komin með nett ógeð af vinnunni en á móti á ég eftir að sakna margra þarna svakalega....

Auk þess upplifði ég "REALITY TJEKK" þegar ég fattaði að það séu einungis 2 dagar til stefnu áður en ég heiðra kóngsins Köben með nærveru minni næstu tvö árin. Það er merkilegt hvað tíminn er fljótur að líða og hélt ég einhvern veginn að það væri miklu lengra í það að ég flytti út en það í raun og veru er.... en ég sótti um skólann fyrir 6 mánuðum. Ég hef þó fulla trú að dvöl mín í Dejlige Danmark muni vera æði gæði eins og öll hin skiptin sem ég hef komið og ekki verra að ég er að fara búa með henni Hrebbnu minni.... skólinn leggst vel í mig, áhugaverðir og spennandi kúrsar og svo fæ ég loks að knúsa Evu og Natalíu.

Næstu dagar munu því vera frekar busy í reddingum, pakka, þvo, selja bílinn og fyrst og fremst vera með famelíunni og vinum. Fyrir þá sem vilja kíkja á mig svona rétt í blá lokinn ætla ég að vera með smá KVEÐJUKAFFI á fimmtudagskvöldið - og þér er guð velkomið að kíkja.... endilega látið mig bara vita svo ég geti beðið spennt ;o)

föstudagur, ágúst 10, 2007

Í útlegu skemmti ég mér tra la la la – tra la la la

Obb bobb bobb hvað tíminn líður hratt!! Enda er lífið búið að leika við mig síðusta daga og bara búið að vera viðburðaríkir dagar hér á bæ ;o)

Verð að segja að það hefur verið stemning að bruna milli Reykjavíkur og Borgarfjarðar eftir vinnu – enda búin að komast í sveitasæluna ca. 3* í viku.....aha kannski furðulegt en NEI mútta& pabbi létu loksins verða að því að byggja bústað og höfum við mútta verið ráðskonur og eldað ofan í Davíð og Begga meðan þeir reisa líka þennan fallega kofa á StóraFjalli, auk þess sem að við höfum verið rosa duglegar að gróðursetja... ;o) Guð hvað ég hlakka til þegar hann verður ready!

VERSLUNARMANNAHELGIN 2007 var eðal.... og meira en það. Ekki laust við að ég sé strax farin að sakna vinanna við tilhugsunina að það sé bara vika þar til ég flyt út....en yfir í sólarsöguna

FÖSTUDAGURINN: var cocktailatjútt hjá Önnu og Gaua. Vinir og vandamenn úr öllum áttum mættir og stemningin eftir því. Eðal heimapartý og var Erla Dögg svo yndisleg að skutla okkur í stelpunum í bæinn um 03:30 – haha ekki alveg í lagi! Bæjarferðin var þó algjör snilld enda kíkt á mismunandi menningarstaði allt frá Celtic, Hverfis, Prikinu niður á Rex....endaði kvöldið í eftirpartý með Jóa, Gauta o.fl til Jóns Björgvins.

LAUGARDAGURINN: þá var frekar skýjað með köflum enda þynnkan alveg að segja til sín... ákvað þó að drífa mig með Elvu, Möggu og Anný upp í sumarbústað til Önnu og Gaua. Pizza á Kaffi Kidda Rót bjargaði heilsunni algjörlega og þvílíkt kózý að komast loksins í bústaðinn. Badminton, chatt og smá drykkjustemning og bara gaman!! Ekki verra að Bjarni, náði að plata allt liðið með til Eyja daginn eftir ;o)

SUNNUDAGURINN: yndislegt að byrja á heitum potti, pizzabakstri og heimsókn til Helgu Bjarkar og Andra Kára áður en ég, Anný og Heiða þutum í Herjólf..... Ætla að hafa lítla ræðu um þjóðhátíð aðra en þetta var ALGJÖR SNILLDDDDDD!!! Það er fátt sem toppar stemninguna þegar 10.000 manns sitja í brekkunni, sönginn og flugeldasýninguna, rauðu blysin.... gítarstemningu í hvítutjöldunum, blússandi dans í pollagalla og góða vini með í för. Tjútt og trall með brúsa um hálsinn, hvíta hárkollu og góða skaptið.

...PS – myndirnar fara alveg að koma, var að fá nýja fína MacBook tölvu – sem ég á eftir að skella myndunum inn á ....en lofa það fer að gerast ;o)

Eigið góða helgi, sjáumst í útskrift í kvöld,afmæli * 2 á morgun, á KaffiPort, bænum eða matarboði um helgina.....

mánudagur, júlí 30, 2007

Hvað er eiginlega að gerast??

Verð nú bara að segja það nú er ég hlessa.... brá heldur betur þegar ég las fréttirnar á mbl.is í gær og hlustaði á útvarpsfréttir, en þær voru á þessa leið:

*Banaslys á Biskupstungnabraut
*Ölvaður maður í höfnina í Keflavík
*Maður sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn
**Árásarmaðurinn svipti sig lífi; fannst látinn á Þingvöllum
*Ráðist á unga konu í Bankastræti í nótt
**Beit hluta af eyra konu fyrir utan skemmtistað
*Ölvaður maður ógnaði fólki í Þórsmörk
**Hélt konu sinni í gíslingu og ógnaði gestum í skála
*Keyrt á barn á Vopnafirði
*Maður beraði sig við stúlkur í Grafarvogi

Maður spyr sig..... hvað er að gerast á þessu landi??

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Árnessýsla 2007 var miklu meira en æði gæði.

Á föstudaginn hættum ég og Anný í vinnunni í hádeginu til að undirbúa Kokteilútilegu ársins í Þjórsárdal.... Eftir ferð í ríkið, Bónus og fleiri nauðsynlega útilegustaði brunuðum við, J-Low og Benný í sveitina. Ferðin byrjaði svolítið brösullega þar sem við töluðum svo mikið saman að við keyrðum 2* framhjá afleggjaranum Árnes ;o) hehe en við rötuðum á endanum, komum okkur vel fyrir og skelltum á grillið. Eintómt chill, skemmtum okkur vel í aparólunni á svæðinu og sötruðum nokkra kokteila for fun of it!!

Laugardagurinn byrjaði snemma enda veðrið rosalega fínt, skelltum okkur í sund, kíktum upp að Búrfellsvirkjun og niður að Hjálparfossi - algjörir túristar og segja myndirnar allt sem segja þarf. Tjaldsvæðið var næsta stopp enda von á fleiri fjörkálfum. Magga, Birna, Anna Lára og Gaui komin og því ekki seinna vænna en að svala þorstann með einum öl. Hitinn var brjálæðislegur og sólin lét sjá sig...þannig að við fórum að vaða í ánni...bara stuð :o) Monika og Kristrún voru frekar lengi á leiðinni enda álíka áttavilltar og við og komnar á Flúðir þegar þær þurftu að snúa við...en þegar skvísurnar mættu á svæðið tók bara við brjáluð stemning, grill og fljótandi veigar. Bílinn minn var notaður sem græjur og eftir nokkra tíma tónlist varð bílinn rafmangslaus - ,,Cry you a river" og við þurftum að ýta honum til að fá næstu bílagræjur - tómlaus drykkja og frekar mikið fjör fram á nótt!! Birna á svo sannarlega setningu Árnessýslu 2007 - ,, Ég hef nú ekki sofið hjá ****** **** fyrir ekki neitt" hahaha bara skondið!

Sunnudagurinn var hins vegar hreinn viðbjóður og náði ég að næla mér í einhverja flensu og er enn veik heima - en það lagast vonandi fyrir fertugt ;o)

Njótið myndanna félagar og sjáumst hress að ári ;o) Kokteilútilegur munu lifa!!

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Hressandi að vera kallaður ÓGEÐ af viðskiptavini!!

Ohhhh I love my work svona á dögum sem þessum þegar maður afgreiðir fólk jafnt face to face eða í gegnum síma og fær algjörlega að gjalda þess að það fór vitlausu megin fram úr rúminu þennan daginn, auk þess sem að ég er farin að halda því fram að það hafi verið ég sem privat og persónulega lagði á bifreiðagjöld á alla bíla á Íslandi...bara svona að gamni mínu!!

Setningar sem toppuðu daginn í dag eru án efa:....
Þú ert ógeð og þið eruð hyski...
& eintóm mannvonska hjá þessari stofnun ;o)

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Mikið hefur lífið verið ljúft síðuastu daga....get meira en vanist þessarri sól og blíðu. Ákvað að setja smá inn líf mitt í myndum - enjoy ;o)


Eigið góðan dag börnin góð!
PS - Rakel Ósk innilega til hamingju með 26 ára afmælið þann 3.júlí og Guðrún Helga til lukku með 27 árin í gær ;o)

miðvikudagur, júní 27, 2007

Jafnt gleði og sorg þessa dagana....

Það sorglega er að ég kvaddi vinkonu mína Susie Rut í gær, en hún var jarðsett frá Hallgrímskirkju í gær - but only the good die young!!... sorglegt í alla staði og hugsa ég mikið til Diljá Mistar og fjölskyldu hennar á þessum sorglegu tímum. Innilegar samúðarkveðjur.

En yfir í eilítið skemmtilegri hluti... Síðasta helgi var algjört æði, ég og Elva eyddum föstudeginum í að undirbúa gæsunina hennar Huldu bekkjó úr Verzló - súkkulaðihúðuð jarðaber og vodka jelloshot voru kvöldið í hnotskurn ;o) Laugadagurinn fór svo frá A-Ö í gæsunina og var veðrið miklu betra en við þorðum einhverntímann að óska eftir. Hún var sótt á mótórhjóli og skutlað upp í heiðmörk þar sem við tók búningur, samlokur og bjór, sprell í Hafnarfirði, danskennsla í JSB, chill með bjór í sólinni, heitur pottur í Mecca Spa og svo yndislegt kvöld hjá Siggu í hafnarfirði... Tequila stemning í hámarki og flæddi áfengið um allt....vorum ekki lengi að torga um 65 jello-skotum!! Gleymdum okkur meira að segja í partýinu og holy makkaróny klukkan allt í einu orðin 03:30 og engin bæjarferð í gangi þá - kannski sem betur fer því sunnudagurinn var óttalega þægilegur í búðarrápi með múttu.

Annað ögn skemmtilegra... ÉG ER AÐ FLYTJA, föstudaginn 17. ágúst fer ég af landi brott og ætla ég mér að eyða næstu 2 árum í Köben :o) Bara spennandi!! og það sem betra er hringdi Hrebbna vinkona í mig á laugardaginn og bauð mér að leigja með sér ;) jíha ekkert íbúðarvesen og er ég komin með húsnæði á Østerbro...þetta leggst bara frekar vel í mig!

og annað rosa skemmtó líka.... ég er loksins að láta verða af því að taka dinner/lambrusco kvöld með Salóme og Siggu...bara búið að taka 2 ár í undirbúningi - get ekki beðið eftir að rifja upp gamla góða tíma í BARCELONA núna á föstudaginn

en þangað til næst - LIFIÐ HEIL

föstudagur, júní 22, 2007

NÚ MEGA DANIRNIR VARA SIG ;O)

Loksins fékk ég bréf frá CBS sem hljóðaði svona:

,,We are happy to inform you that you have been conditionaly accepted to the two-years master's programme MSc in Economics and Business Adminstration. You have been accepted to the specialisation International Marketing and Management from 1 September 2007.

On behalf of CBS, we welcome you to the programme and hope you will enjoy studying here"....

Verð bara að segja ég er svo GLÖÐ....JÍHA JÍHA

Þó held ég að Eva frænka sé mest að springa úr spenningi....bara gaman hjá okkur næsta vetur og nóg að læra - spurning um að byrja að leita að íbúð og svona ;o)

Gleðilegan flöskudag og eigið góða helgi í góða veðrinu, kannski maður kíki bara í ÚTILEGU!!

Loksins lætur maður sjá sig ;o)

Sumarið er svo sannarlega tíminn!! Ohhh ég elska þennan tíma meira en allt, hafa bjart allann sólarhringinn og veðrið leikur við mann. Annars var Kína meira en æðisleg ferð í alla staði og ekki hefði ég getað óskað mér betri ferðafélaga en þá 9 sem ég fór með.... Frekar strembin ferð en vel þess virði. Fórum á fætur um kl. 4:30 til að sjá nokkra undurmerkilega staði og ég get sagt: "I climbed the GREAT WALL!!" Ferðasagan fær að bíða betri tíma en óhætt að segja að þetta land er mikið meira en myndaefni. Er allavegana um 1000 myndum ríkari og ég hlakka ég til að eiga videókvöld enda um 85 videóclips af ferðinni ;o)

Eftir yndislega ferð, stopp í London þar sem við kíkum að sjálfsögðu á Oxford, djammið, Camden og á Queen showið "We will rock you" var gott að koma aftur til Ísland og sagði þreytan til sín..... mæli ekkert voðalega með 30 tímum á flugi á 14 dögum ;O) - en vel þess virði þó.

Ég er búin að setja nokkrar myndir inn á myndasíðuna mína hér við hliðina á og endilega ef þið viljið vita lykilorðið látið mig vita og ég sendi ykkur það í emaili.....KOMA SVO kommenta!!!

þriðjudagur, maí 29, 2007

Þá er ég flogin til Kína....

Njótið lífsins á klakanum - flug til London eftir 7 tíma og mun ég eyða heilum degi þar og svo í 10 tíma flug til Beijing. Ekki verra að enda í London baby með Siggu, Stellu og svo mun J-low vera með okkur. Jíha leikhús, djamm og sjopperí.....Aldrei að vita nema ég haldi ykkur vel upplýstum með nokkrum góðum línum frá Kína og kannski myndum! Njótið vel ;o)

Erla Dögg - lét loksins verða af því að setja inn myndir frá innflutningspartý hjá Möggu og cocktailpartýi hos Elvus... endilega kíktu á og þið öll hin. Myndirnar eru HÉR!!

fimmtudagur, maí 24, 2007

Margt hefur á daga mína drifið....

Jessörrrí bobb – búið að vera brjálað að gera í lífi litlu sellunnar síðustu daga! Fyrst og fremst var ég á fullu í kosningastússi – ákvað að hjálpa Heimdalli og SUS fyrir kosningarnar núna og er því mikið og mjög sátt við úrslitin, ekki síður brilliant kosningapartý á Broadway, vá hvað ég dansaði mikið...eiginlega enn þreytt í fótunum. Það var mjög gott að XD bætti við sig 3 þingmönnum – aðallega frábært þar sem flokkurinn hefur verið svo lengi á þingi og fólk búið að tala svo mikið um að það vilji breytingar....en greinilega ekki. Ríkisstjórnin í samstarfi við Samfylkinguna held ég að sé líka besta lausnin. Hefði kannski viljað fá aðra ráðherra en best að bíða og sjá hvernig þeir starfa áður en maður GAGNRÝNIR!

Timinn minn hefur einnig farið mikið í fjöruga félaga – loksins kláraði Jóhanna prófin svo ég sá skvísuna aftur því skelltum við okkur allar á Caruso og eftir nokkur hvítvínsglös, góðan mat og gómsæta súkkulaðiköku í eftirrétt kíktum við til Elvu í öl og svo í byen. Við stelpurnar chilluðum, hittum New York hópinn og er komin dagsetning – NYC 11.október - híhí, eyddum helginni hjá Siggu og kíktum á Blades of Glory í bíó...þvílík steypa en mjög skemmtó – hehe

Ég verð nú bara að viðurkenna það að ég er komin meira en hálfa leið í sumarfrí þar sem ég á bara eftir að vinna til hádegis á morgun og svo komin í langt helgarfrí.... Helgin mun vera rosalega afslöppuð..... ætla mér að passa litla sætasta brosboltann minn hann Aðalstein á föstudaginn og svo er pælingin að kíkja með Evu frænku eitthvað út en skvísan kom surprize til Íslands með Natalíu til að sjá nýjasta famelíumeðliminn, lillann hennar Tinnu!!

Laugardagurinn verður svo til að byrja með í Kolaportinu sem verður áhugaverður staður enda seinasta helgin fyrir reykingabann.... já sé það ekki alveg gerast enn well! Eftir Koló ætla ég að bruna með Siggu upp í sumarbústað þar sem við ætlum að láta foreldra okkar dekra við okkur með góðum mat, köldu hvítvíni og skemmtilegri náttúru. Göngutúrar, afslöppun, spila og já njóta hvítasunnuhelgarinnar..... svo er það bara LONDON á þriðjudag og beint TO CHINA....ER EKKI AÐ TRÚA ÞESSU – JÍHA ;O)

En hér er smá sem að allir ættu að hugleiða.....Sagt er að það taki bara eina mínútu að kynnast einstakri manneskju, klukkutíma að kunna að meta hana, einn dag að elska hana en það taki allt lífið að gleyma henni. KÆRU VINIR I LOVE YOU ALL!! En þetta er fljótleg leið til að segja vinum þínum hvers virði þeir séu þér. Njótið dagsins og dansaðu nakin(n) !

Koma svo látið mig vita ef þið kíkið einhvern tímann hérna svo ég sé nú ekki að blaðra við sjálfa mig hérna ;)

föstudagur, maí 11, 2007


JÁ ÞAÐ ER FÆDDUR STRÁKUR!!
Verð bara að leyfa ykkur að gleðjast með mér. Fyrir um tveimur tímum fékk ég svona yndislegt sms.
Yndislegur prins kom í heiminn kl. 11:45 og er hann 17 merkur og 57 cm. Öllum heilsast vel.
kv. Tinna, Óli og Bryndís stóra systir :-D
....guð hvað ég hlakka til að sjá litla krúttið og knúsa hann svolítið - hhehehe

Það er skítalykt af þessu!!

Ég held að það sé spurning um að breyta fyrirkomulagi á EUROVISION? Það er ekki eðlilegt hvernig úrslitin urðu eftir keppnina í gær....miðað við gæði eða meira ógæði laganna þá áttu ekki 10 austantjaldslönd að komast í úrslitakeppnina.

Ef fyrirkomulagið verður áfram svona símakosning sem dæmi þá verður Ísland ávallt í undankeppninni!! Ég er allavegana sammála Eiríki að þetta er orðin svona mafía og BALKANVISION er því miður staðreynd!

fimmtudagur, maí 10, 2007


miðvikudagur, maí 09, 2007

Pælið í þessu.....úffff!!

Ég verð nú aðeins að tjá mig um hvarfið á litlu 3 ára stelpunni, Madeleine McCann.... Leitin að stelpunni hefur engan árangur borið sem er ömurlegt en annað HVAÐ VAR MÁLIÐ HJÁ FORELDRUNUM....að skilja þrjú börnin sín eftir sofandi uppi á hóteli á meðan þau fóru út að borða á veitingastað í nágrenninu!! Allt í lagi maður getur verið kærulaus einstaka sinnum en HALLÓ að skilja 2* 2 ára börn og eitt 3 ára.... er fáránlegt! – sögðust svo hafa kíkt á þau á klukkutíma fresti – en hvað gæti gerst á þeim tíma?

Einnig fékk ég vægan hroll þegar ég las þessa frétt á mbl.is í dag =>
Ellefu ára drengur fannst látinn á trampólíni fjölskyldunnar í bænum Lena sem er tæpa hundrað km norðan við Ósló í Noregi. Að sögn Aftenposten telur lögreglan mestar líkur á að hann hafi flækst í öryggisneti sem umlykur trampólínið og kyrkst.

En yfir í betri og skemmtilegri fréttir => af mér er það fínasta að frétta – líf mitt er vinna og vinna og bara STUTT Í KOSNINGAR mikið verður gaman á laugardaginn og svo Eurovision partý á fimmtudag í Húsi Verslunar með fríum öl ;o) Hlakka til að sjá ykkur!!

föstudagur, maí 04, 2007


miðvikudagur, maí 02, 2007

Frídagar í miðri viku.....

Mikið er ljúft að eiga frídag í miðri viku eins og í gær.... 1. maí er líka að mínu mati svona tilgangslaus frídagur - ég fer allavegana ekki mikið niðrí bæ að berjast fyrir "Verkalýðnum", ekki er það nú atvinnuleysið eða aðstaða sem við ættum að berjast fyrir...en engu að síður góður frídagur svo á J-LOW líka afmæli. Innilega til hamingju með 26 ára afmælið í gær ;o)

Versta er að við gerum þetta ekki eins og Spánverjar því... ef það kemur frí á fimmtudegi sem dæmi þá gefa fyrirtæki, skólar og aðrar stofnanir frí á föstudeginum - svona af því bara!!! Það er hrikalega nice ;o) Var einmitt í viku fríi þegar ég bjó í Barcelona út af fríum og brúuðum fríum... en núna verð ég bara að bíða spennt eftir helgarfríi.

Svo eru líka bara 27 dagar til Kína!! Þetta er eiginlega fáránlega stuttur tími þar til ég fer...bara gaman ;o)

föstudagur, apríl 27, 2007

Glimrandi fjör á fjórhjóli.....

Starfsdagarnir hjá Umferðastofu heppnuðust mjög vel, náðum að komast yfir mikið vinnulega séð, klára fulltrúanámskeið fyrir öll umboð, nýliða námskeið, balanced scorecard maraþon og meira í þeim dúr......en gleðin var ekki langt undan ;o) Fórum í ratleik um Reykholt og náði mitt lið að vinna þetta - jíha bara gaman að því. Skelltum okkur svo eftir vinnu í fjórhjólaferð í Skorradalnum og eruði ekki að GRÍNAST HVAÐ ÞETTA ER SKEMMTILEGT!! Fórum í grenjandi rigningu og var meira fjörið að þjóta um ofan í Skorradalsvatni, yfir læki, ár og upp í fjöll á þessum fjórhjólum. Ég er meira en til í að fara í svona ferð sem fyrst - verðum að plana svona í sumar ;o)

Svo virðist líka sem að allt sé að smella fyrir Kínaferðina þrátt fyrir brjálæðislegar breytingar síðustu daga. Sem sagt ætluðum að fara upphaflega um 15 manns saman en fyrradag fékk ég þær fréttir að allir væru hættir við.... við gífurlegan fögnuð hjá mér og Sigríði - EÐA EKKI!!! Já fjárhagsvandræði og fleira sem kom upp þannig að við stöllurnar erum að fara bara tvær til KÍNA.... jí ha ekki í fyrsta skiptið sem við skellum okkur út og borgaði ég ferðina í dag.... vá þetta er bara allt að gerast... ekki verra að á heimleiðinni tekur London við og er plönuð leikhúsferð, hitta Evu Björk, djamma, versla, fara á markaði og njóta þess að vera í sumarfríi í fyrsta skipti á launum :o) Þvílíkt ljúf tilhugsun.

Bláa lífið mitt góða er líka hér með hafið, sé fram á tíma á kosningamiðstöð XD Húsi verslunarinnar næstu tvær vikurnar, auk þess að það verður PARTÝ, BJÓR, ÚTHRINGINGAR...VARIÐ YKKUR :O)

Eigið góðan og gleðilegan flöskudag....it´s a drinking time...PARTÝ Í KVÖLD Á DECO sjáumst þar!!! og svo cocktail tjútt á morgun.....bara fjör - lífið er svo ljúft ;o)


Sem sagt FRÍR BJÓR Á DECO í kvöld kl.21 fyrir þá sem hafa aldur til...
Ég veit ekki með ykkur en ég ætla að mæta og þið eruð velkomin ;o)

mánudagur, apríl 23, 2007

Gleðilegt sumar félagar ;o)

Kannski komin tími til að tjá sig lítið hér á síðunni.... annars get ég ekki beðið eftir sumrinu - kíkja í útilegur, grilla í góðra vina hópi, kíkja til London, fara í menningarferð til Kína.... vonandi komast inn í skóla í Köben og flytja því þangað í lok sumars - kokteilast með skvísunum, fara í sumarfrí, fara á línuskauta, byggja sumarbústað, veiða og já bara njóta sumartímans því hann er svo ljúfur!!

Lífið mitt hefur þó verið mjög viðburðaríkt síðustu daga... ég hef farið þrisvar í leikhús. Fjölskyldusýning á Ladda, vinnuferð á Söngleikinn Gretti og kíkti svo á Epli og Eikur hjá leikhópnum Hugleiki - ALLT MJÖG SKEMMTÓ SÝNINGAR mæli hiklaust með þeim.... en ég væri alltaf til í að fara oftar í leikhús. Kíkti á tónleika í Langholtskirkju, fór á Perfect Stranger í bíó.... náði að liggja veik í þrjá daga út af þessu blessaða MAGAHELV**** en vonandi kemur einhver lausn á þessu bráðlega.

Auk þess er lífið mitt frekar blátt þessa dagana - bara nokkrir dagar í kosningar og því mikið að gera. Héldum partý á Deco sem heppnaðist vonum framar. Plönum núna annað partý næsta föstudag....þið eruð velkomin - svo var opnun kosningarmiðstöðvarinnar, nokkrir fundor og skipulagning, hringingar eru að byrja og svo bara LIFI SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN.... já þetta er líf mitt til 12. maí - bara gaman.

Ég er reyndar að fara í nokk skemmtilega starfsdaga með vinnunni núna kl. 7:30 í fyrramálið... Reykholt here I come. Tveir dagar með skipulögðum vinnuhópum, hópefli, fjórhjólaferð, heitum pottum og meiri vinnu - en þangað til næst ;o) Love you all!!

þriðjudagur, apríl 17, 2007


föstudagur, apríl 13, 2007


Núna er svo sannarlega skemmtilegur tími. 37. landsfundur Sjálfstæðisflokksins og bara fjör.
Að því tilefni er partý niðrí Þróttaraheimili í kvöld fyrir þá sem vilja.... öl, hvítt og rautt á boðstólnum auk þess sem að tónlistin og allt skemmtilega fólkið verður þar...
HLAKKA TIL AÐ SJÁ YKKUR :O)

mánudagur, apríl 09, 2007

Yndislegir páskar að ljúka.
Síðastliðnir dagar hafa verið hreint frábærir í alla staði… Að mínu mati eru páskarnir sá tími sem maður nýtur í faðmi fjölskyldunnar, borðar góðan mat, kíkir í sveitina, hittir vinina, sefur út, les góða bók, spilar og já – BORÐAR PÁSKAEGG.



Að þessu sinni gerði ég þetta allt og gott betur en það… seinustu dagar fóru í:
* Sumarbústaðaferð í Grímsnesið
* Frændsystkinahitting
* Fondue matarboð
* Sjónvarpsgláp
* Skoðunarferð um sumarbústaðalandið okkar í Borgarfirði
* 50 ára afmæli
* Dýrindismat líkt og humarsúpu, andarbringur, mousse au chocolat og fl.
* Súkkulaði át
* Trivial og taumlaus tónlist
* Sund og KFC á Selfossi
* Franska veislu á páskadag ala mútta
…. Og síðast en ekki síst góður félagsskapur frá vinum og ættingjum jafnt heima sem heiman. Bara leiðinlegt hvað páskafríið er fljótt að verða búið.

Til að gleðja lítil hjörtu setti ég ótal góðar myndir inn á myndasíðuna mína hér til hliðar. Sjö ný myndaalbúm sem eiga að geta glatt ykkur KÍKIÐ HÉR……og ekki verra ef þið nennið að segja ykkar skoðun á myndunum ;)

föstudagur, mars 30, 2007

60 days to go..... smá spenningur farin að myndast ;o)





....Ja hérna hér - það er svo langt síðan að við byrjuðum að skipuleggja þessu blessuðu Kínaferð okkar og núna fer hún að skella á. Spenningurinn farinn að segja til sín. Nokkrar myndir hérna sem ég fann við google leit og get ég ekki beðið eftir að sjá þessa blessuðu staði ;o) Einnig erum við gellurnar ég, Stella og Sigga búnar að ákveða að lengja ferð okkar um 3 daga í London á heimleiðinni og ætlar J-low að koma og hitta okkur skvísur!! Get eiginlega ekki beðið - búnar að kaupa miða á Queen showið, plana út að borða og snilldar chill.... því er bara ekki annað að gera en að bíða og hlakka til - verst að mig hlakkar ekkert til að fara í ferðamannabólusetningu rétt eftir páska.
En fyrst er um að gera að njóta páskanna, borða risastór páskaegg, kíkja í sveitina, sofa og slappa af...kannski tjútta eilítið, mæta í frændsistkynaboð, matarboð og eintóma gleði!!
Eigið góða helgi börnin góð - hlakka til að sjá ykkur sem flest sem fyrst!!

miðvikudagur, mars 28, 2007

Eitt að drepa, en annað að..... MYRÐA, BÚTA NIÐUR OG GRILLA MANNESKJU....

Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að myrða, búta niður og grilla fyrrverandi kærustu sína. Timothy Shepherd játaði að hafa kyrkt hina 19 ára gömlu Tyneshu Stewart og eytt líkamsleifum hennar með fyrrgreindum hætti. Þetta komst reyndar ekki upp fyrr en eftir að reykjamökkur og fnykir barst yfir nágranna kauða í Texas. Lyktin var hræðileg að sögn eins nágranna sem furðaði sig á því hvað væri eiginlega að brenna - en ólyktin lá yfir hverfinu í tvo daga...... þið fyrirgefið VIÐBJÓÐUR

Shepherd sagðist vera að grilla fyrir brúðkaup þegar hann var spurður um lyktina sem umlukti hverfið..... Hann hefur nú verið settur í varðhald og ákærður fyrir morðið og að eyða sönnunargögnum en samkvæmt lögreglunni voru engar líkamsleifar eftir af fórnarlambinu.

VÁ HVAÐ ER TIL MIKIÐ AF SORGLEGU OG GEÐSJÚKU FÓLKI Í HEIMINUM.

- Annars er allt gott að frétta af mér, loksins hætt að vera kvefuð og leið mín liggur á tónleika í kvöld...bara eintóm gleði. Alveg að koma svo páskar og svo styttist óðum í CHINA ;)

miðvikudagur, mars 21, 2007


Verð að koma þessu á framfæri......
VÆRI MEIRA EN TIL Í AÐ FARA Á ÞESSA TÓNLEIKA. Hver vill koma með mér? Kostar bara 1200 kall eða 2100 fyrir gott málefni og Glitnir tvöfaldar upphæðina.
Gott framtak hjá Siggu og Söndru, til minningar um Möggu.... lifi ljósið :o)

fimmtudagur, mars 15, 2007

Það er ekki auðvelt að finna vin sem er...

95% hæfileikaríkur
96% skemmtilegur
97% sexý
98% ástúðlegur
99% gáfaður
100% fallegur

þannig að .............þú veist hvernig þú getur náð í mig

SJÁUMST Á SVÆÐINU....alveg að koma helgi :o)

Ohhh dejlige Danmark....

Er bara svei mér þá sannfærð um að Kaupmannahöfn sé borgin sem að ég vil taka masterinn.....búin að skila inn umsókninni í IMM (international marketing and management) í CBS og bara bíða og vona. TOEFL próf um helgina og svo fær maður að vita þetta í lok júlí...já svaka stutt þangað til eða svoleiðis!!

Seinustu 5 dagar voru meira en æði gæði í góða veðrinu. Sól og 10-15 stiga hiti allann tímann. Kaffihúsaferðir, rölt á strikinu, úti að leika við Natalíu, mojito og rauðvín, út að borða í Christaniu auk þess sem að H&M voru reglulega heimsóttar.

Yndislegur tími með Evu, Natalíu Tinnu og Sindra, takk æðislega fyrir mig - ekki leiðinlegt að hitta svo Helgu, Gauta, Andra Sigfús, Eygló, Gyðu og Hrebbnu.... bara að maður gæti alltaf verið í svona chilli með öl í hönd í Nyhavn....og fyrir forvitna þá eru myndirnar að detta inn hér til hliðar - have fun kæru vinir :o)

miðvikudagur, mars 07, 2007

Nú þurfa óeirðirnar að fara að vara sig :o)

Ja hérna hér, það styttist í að ég fari til Kóngsins Köben... jíha get ekki beðið eftir því að komast þangað. Búin að skipuleggja mikið og margt, bara gaman!

Nú þegar hef ég skipulagt stefnumót með:
Evu&Sindra
Natalíu yndislegu lillunni minni
Gyðu
Hrebbnu
Guðrún&Gauta
og Eygló

Sem sagt þessi helgi lítur út fyrir ekkert nema kaffihúsa chill, góðan mat, tjútt og trall og búðarráp. Að sjálfsögðu ætla ég að vera dugleg að bralla eitthvað með litla skassinu mínu og foreldrum hennar, því þau eru svo góð að ætla að hýsa mig á meðan ég dvel í dejlige Danmark

Eigið góðar stundir félagar.

PS er loksins komin með ferðavísa til Kína - þannig að ég er skrefi nær brottför :)

fimmtudagur, mars 01, 2007


Happy B-DAY.....
Í dag eru 18 ár liðin frá því að BJÓRINN var aftur leyfður á Íslandi eftir áratuga bann. Því um að gera að fagna því ærlega, og spurning um að fá sér einn kaldann í kvöld í tilefni dagsins :o)
Er einhver game?

mánudagur, febrúar 26, 2007

Skemmtileg helgi búin....

Á föstudaginn fór ég á Aðalfund í vinnunni....ný stjórn kosin, allt fljótandi í áfengi en ég róleg...believe it or NOT! en jú jú það var ég. Farið var yfir síðasta ár í máli og myndum....meira að segja myndböndum, frekar gaman. Góður matur, mikið fjör þar á ferð og færðist partýið aðallega inn á skrifstofu forstjórans, þar sem dansað var uppi á borðum og fleiri skemmtó hlutir sagðir og gerðir :o)
Á laugardaginn skaust ég svo í Kaffi Port í Koló til að vinna.... verð að segja að ég hef mikið gaman og mikið gott af því að vinna í Kolaportinu. Stemning að rölta þarna um og skoða fólkið aðallega - hehe. Síðan tók við undirbúningur og tiltekt heima því skírn hjá prins famelíunnar á næsta leyti.

Síðan kom merkilegi sunnudaginn..... Aðalsteinn Ingi var skírður. Heimaskírn, þar sem Pálmi prestur mætti á svæðið, margir gestir og vinir á svæðinu, fullt af kökum og mikið stuð. Bergþór, Sibba& co borðuð svo með okkur um kvöldið, opnaðar voru pakkar, lítið veðmál um litla bumbubúann hjá Tinnu frænku....en


AÐALatriði helgarinnar voru:
* Aðalsteinn Ingi fékk formlega fallega nafnið sitt.
** Jónas og Tulla trúlofuðu sig
* Tinna og Óli eiga vona á strák, 2. maí.
INNILEGA TIL HAMINGJU ELSKURNAR MÍNAR :O)

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Bíddu biddu við...... er maður orðin ljótur ef maður er orðin mamma??

Þetta fatta ég bara ekki.... en spænsk fegurðardrottning var dæmd úr leik eftir að hún var krýnd fyrir tveimur vikum sem sigurvegari í fegurðarsamkeppni, en það kom í ljós að hún átti fyrir þriggja ára gamlan son. Þið getið séð meira um þetta HÉRNA... http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1254442

Það sem er eiginlega fáránlegast við þetta er það að.....ófrískum konum er bannað að keppa sem og konum sem hafa þegar eignast börn, en þetta er mismunun kynjanna þar sem reglurnar eigi ekki við þátttakendur í Herra Cantabria-keppninni, en það eru sömu skipuleggjendur sem koma að báðum keppnunum.

SEM SAGT KARLAR ERU ENN SÆTIR ÞÓ ÞEIR SÉU ORÐNIR PABBAR EN MÚTTUR MEGA EKKI TAKA ÞÁTT Í FEGURÐARSAMKEPPNUM....hvað finnst ykkur um þetta???

föstudagur, febrúar 16, 2007

Og hana NÚ..... um að gera að fylgja bara stjörnuspánni sinni, en hún er þessi fyrir daginn í dag....

VOG 23. september - 22. október
Gert er gert. Snúðu þér frá fortíðinni og með glæsilegri sveiflu og haltu áfram að vera sú manneskja sem þig hefur alltaf langað til að vera. Hlustaðu á ráðleggingar ættingja.

- eigið gleðilega helgi....mikið er ég fegin að hún sé loksins komin ;o)

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

.....SPURNING að prófa eitthvað nýtt lúkk??

Ég sækist því hér með eftir hjálp frá minni ástkæru vinkonu HREBBNU með að láta commentakerfið virka og svona sittlítið af hverju!!

HJÁLP HJÁLP!

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

HAPPY VALENTINESDAY.....

Já þvílík gleði elskenda og bladi bla, verð nú að segja að mér finnst valentínusardagurinn ofmetinn dagur. Þetta er ósköp venjulegur dagur. Þessi dagur snýst um gjafir, rómantík og þá helst tilbreytingar í sambandi og kynlíf. Því bíð ég spennt eftir því að sjá hver er svo ástríkur og æðislegur að senda mér/gefa mér:

* Bókina Súpersex
**skemmtileg leiktæki
*** æsandi undirfatnað
**** rómantíska ferð á veitingahús
***súkkulaði eða blómvönd
**krúttilegan bangsa
* nuddolíu

Eða síðast og ALLS EKKI SÍST, ást og viðringu. Munið að þeir hlutir sem ástin þarf til að ná að blómstra er tími, styrkur, heiðarleiki, örlæti, heppni og húmor. Með þessu öllu gætum við hoppað saman í skýjunum og rennt okkur HAPPY niður regnbogann.

Njótið dagsins og munið bara I LOVE YOU ALL ;) væmið en satt

Verð samt að láta fylgja með þessu svolítið sem mér finnst svolítið mikið vera til í...... það sem þú þarf fyrst og fremst að gera á þessum degi er að sætta þig við það sem þú hefur og njóta þess að vera til....fyrir þá sem eru eitthvað er þetta nokkrar góðar leiðir:

Hvernig verður maður hamingjusamur?? – það er spurning.....

1 Settu þér ávallt markmið - reyndu að ná því
2 Smælaðu framan í heiminn – þá smælar heimurinn framan í þig
3 Deildu gleðinni með öðrum
4 Vertu tilbúin til að hjálpa öðrum sem ertu e.t.v hjálparþurfi
5 Varðveittu barnið í þér
6 Reyndu að láta þér lynda við allar tegundir af fólki
7 Varðveittu húmorinn í þér
8 Haltu ró þinni þó ýmislegt komi þér úr jafnvægi
9 Fyrirgefðu öðrum – kannski var þetta ekki illa meint
10 Eigðu frekar fáa og þá einlæga vini frekar en marga yfirborðskennda
11 Njóttu tímans með fjölskyldunni – það veit enginn hvað hann varir lengi
12 Vertu ánægður og stoltur yfir sjálfum þér – það er enginn eins og ÞÚ!
13 Berðu virðingu fyrir hinum veikari í samfélaginu
14 Njóttu þess að vera til – svona stundum að minnsta kosti :o)
15 Að lokum – PENINGAR ERU SVO SANNARLEGA ALLS EKKI ALLT!!

laugardagur, febrúar 10, 2007

Enn ein helgin komin....þetta ár flýgur fram hjá!

Fyrir þá sem ekki vita hef ég átt í þráðlátu magaveseni síðan í október sem ekkert ætlar að minnka. Það sem verra er að sama hvaða pillur ég tek, hvaða sérfræðinga ég hitti þá kemur ekkert í ljós....og það sem vest er að ég er að missa vitið!! Þetta er það leiðinlegasta sem ég veit að vera veik, magakrampar og aftur magakrampar :o) Vikan mín einkenndist einmitt af þessari gleði en núna er ég sem betur fer orðin góð!!!

Helgin leggst frekar vel í mig, fundur og gleði með SUS í dag og svo sumarbústaður með heitum potti, spilamennsku, út á landi fílingur í Vaðnesi beint á eftir með stelpunum mínum úr US....ohhh ég dýrka sveitasæluna, rólegheitin og afslappelsið - ég er til í mikið fleiri sumarbústaðaferðir ef einhver er game - bara tala við mig ;) Já góðar fréttir lítur allt út fyrir að m&p séu að fara að byggja bústað í Borgarfirðinum í sumar.... þann munað ætla ég sko að nýta mér....en er farin út á land!! Sé ykkur hress og kát félagar

PS - Helga Sjöfn innilega til hamingju með 26 ára afmælið í dag, njóttu dagsins og kvöldsins skvís :o)

föstudagur, febrúar 02, 2007

Einn góður því það er föstudagur....

An Arab was interviewed at the US Embassy for a U.S.A. Visa.

Consul: What is your name? Arab: Abdul Aziz
Consul: Sex? Arab: Six to ten times a week
Consul: I mean, male or female? Arab: both male and female and sometimes even camels Consul: Holy cow! Arab: Yes, cows and dogs too!!!!
Consul: Man ........ isn't it hostile? Arab: Horse style, dog style, any style
Consul: Oh..........dear! Arab: Deer? No deer,they run too fast!

....hehe já það er nú bara þannig. Annars leggst helgin bara vel í mig :o) Matarboð hjá einni í vinnunni í kvöld og svo afmælisteiti feiti hjá Annýjunni minni á morgun. Jellyshot og framandi freistingar ef ég þekki skvísuna rétt.... að sjálfsögðu mun ég leyfa Kolaportinu að njóta nærveru minnar á laugardaginn ;)

Eigið góða helgi - gott fólk!!!

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

OHHH HAPPY DAY ;)

Gleði og endalaus glaumur..... verð þó að byrja á að tjá mig aðeins um handboltann. Jesús minn hvað stressið og taugatitringurinn var mikill í leiknum á móti Dönum, hef sjaldan séð jafn spennandi leik og megum við vera stolt af "stráknunum okkar". Ég er meira en stolt að vera Íslendingur þegar ég horfi á svona. Vá hvað ég var svekkt þegar ljóst var að við værum búin að tapa þessu.... á seinustu sekúntunni..... þó æði meira en gæði að sjá svona litla þjóð eins og okkur standa í hárinu á þessum líka "risum" og það að við erum betri en flest allar þessar þjóðir!! og hana nú ;o) Það er strax komin spenningur fyrir leikinn í kvöld við tökum Rússana - ekki spurning....við tökum þá í ósmurt rass****

Yfir í allt aðra sálma - ég er á leiðinni til útlanda ta ta ra - laugardaginn 10. mars ætla ég að skella mér til Köben og verð þar í 5 daga hjá Evunni minni og co :o) Einnig er ég búin að staðfesta ferð til Kína 29. maí í 10 daga - en við förum frá London, þannig að það er bara ferðalög í vændum!! Gaman gaman....

Auk þess langaði mig til að óska afmælisbörnum dagsins Telmu (26 ára) og Ástu Maríu (22 ára) innilega til hamingju með daginn... njótið hans!!

Over and out ;)