miðvikudagur, júlí 22, 2009

Eigandi flugmiða frá CPH til KEF 7.ágúst 2009

Mikið er ég ánægð með kaupin mín á flugmiða til Íslands núna í ágúst. Keypti miða á morðfjár en ákvað því að vera líka þeim mun lengur heima. Lendi á föstudeginum um kl. 15:00 og bruna beint í sveitasæluna upp í bústað, síðan mun ég halda aftur heim á leið þann 15.september ;) Þannig að elskurnar mínar þið fáið að njóta mín í ágætan tíma að þessu sinni!

Hvað verður gert á þessum tíma er enn að mestu óráðið svo góðar hugmyndir eru vel þegnar :)

Knús í krús frá Köben

PS búin að bæta við nokkrum nýjum myndaalbúmum á síðuna hér til hlðar - ENJOY!!

mánudagur, júní 22, 2009

Veðurspáin næstu daga

Þetta er ekki slæmt ;) Sátum í Parken í dag og sóluðum okkur og spiluðum kubb...en á morgun ætlum við Gyða, Sigga og Rakel að skella okkur á Amager Strandpark og tana ógurlega. Ekki leiðinlegur tími að hafa gott veður og góða gesti....þar til næst - SÓLSKINSKVEÐJA ;O)

sunnudagur, júní 07, 2009

Góðir tímar framundan ;)

Jæja þá er maður búin að vera í aldeilis bloggfríi enda tala ég bara við sjálfa mig hérna eins og ég eigi lífið að leysa ;) Þriggja vikna dvöl mín á Ísland var æðisleg í alla staði en ég ekki frá því að ég hafi verið FREKAR ÞREYTT þegar ég kom til Köben aftur. Meðal þeirra hluta sem ég gerði á klakanum og voru ómissandi voru:

* Sumarbústaðaferð með mömmu og pabba
* Skoðaði nýjustu frænkuna mína hana Þorgerði Kristínu og dúllaðist með Aðalsteini Inga
* Fór í fjórar afmælisveislur - Kalli 15 ára, Gunnar Breki 2 ára, Sara Rós 4 ára og Laufey Dís 35 ára... takk fyrir mig
* Eurovision party * 2 hjá Önnu Láru og Gaua
* Sendi út markaðsrannsóknina fyrir mastersritgerðina
* Dúllaðist með múttunni minni
* Skellti mér í sveitaferð með leikskólanum hans Aðalsteins og Jónasi
* og fór á tjúttið með Önnu Jónunni minni

Algjör snilld og mikið meira sem ég gerði en það getur tekið endalausan tíma að telja það allt upp..

Það var svo sannarlega tekið vel á móti mér þegar ég mætti heim enda stelpurnar á neðri hæðinni búnar að plana party og því var mikið fjör fyrsta kvöldið ;) Eftir að ég kom svo aftur heim til RBG hefur ekki mikið verið gert annað en að læra, hitta leiðbeinandann og skrifa ritgerðina. Tókst reyndar að næla mér í ógeðishósta og hita svo ég lá í rúminu í nær viku.... en tók þó "frí" frá veikindum og skellti mér á Emiliönu Torrini tónleika sem voru ÆÐI!

en nú að góðu tíðindunum - því á miðvikudaginn eru Anna Lára og Anný að mæta á svæðið og ætla að heiðra mig með nærveru sinni í viku. Vá hvað ég hlakka til! Stella mætir svo á svæðið á miðvikudaginn 17. júní og náum við bókað að dandalast og chilla saman í tvo daga þar til hún fer aftur til London...næs líf ;) og síðast en ekki síðst ætlar Gyða Mjöll að chilla með okkur RBG-ingum í nokkuð marga daga....og Guðrún að koma frá Stokkhólmi og Dana/exDana/Svía Dísarhitting.

Vildi bara láta smá up-date hérna inn.... þangað til næst, verið þið hress og ekkert stress!!

miðvikudagur, maí 13, 2009

EUROVISION NÖRD og stolt af því ;o)


Iceland tólf stig - douze point - twelve points!

Mikið var stemningin góð heima hjá Önnu Láru og Gauja í kvöld þegar við sáum íslenska fánann koma síðastan upp á skjánum og vissum þá að við værum komin í The final í Eurovision....Við stóðum upp öskrandi af kæti og grey Andri Kári þeirra Helgu Bjarkar og Unnars horfði á okkur frekar skrítinn á svip enda ekki vanur að sjá öskrandi fólk út um allt ;)

En ég verð nú bara að segja Jóhanna Guðrún stóð sig svo sannarlega vel og þau öll. Umgjörðin var öll sú glæsilegasta og megum við vera stolt af þessum flutningi hennar fyrir okkar hönd... Núna er bara að fara undirbúa Eurovisionpartýið á laugardaginn - það verður sko stigakeppni með verðlaunum, fánar og tilheyrandi.....vá hvað verður gaman ;)

mánudagur, apríl 27, 2009

Lítil Jónasdóttir fædd

Jæja þá er biðin á enda.....fékk mjög svo ánægjulegt símtal til Danaveldis í kringum 07:20 í morgun þegar brósi tilkynnti mér það að ég væri búin að eignast litla frænku ;o)

Kom skvísan í heiminn kl. 04:12 í dag 27.apríl 2009 og er hún rúmir 15 merkur og 53 cm ;o)

Verð að láta eina mynd fylgja af skvísunni sem ég sá fésinu.... Enjoy


Núna hefst þá bara niðurtalning vegna heimkomu fyrir alvöru....vá hvað ég hlakka til að sjá skvísuna og knúsa flottasta stóra bróðirinn Aðalstein Inga ;)

INNILEGA TIL HAMINGJU ÁSTIRNAR MÍNAR - hlakka til að fá að passa yndislegu börnin ykkar við tækifæri - kveðja frá aðal föðursysturinni

fimmtudagur, apríl 23, 2009

ICELAND HERE I COME

Lét verða af því að bóka flug heim á klakann eftir 8 daga.....sem sagt kæru landsmenn ég lendi í Keflavík að kvöldi fimmtudagsins 30.apríl og mun heiðra ykkur með nærveru minni í slatta tíma ;)

Get ekki sagt annað en ég hlakka mikið til - og bíð spenntust eftir nýjasta fjölskyldumeðlimnum en Tulla átti von á lítilli skvísu í heiminn 21.apríl....en eins og fleiri í ættinni er hún ekkert sérstaklega stundvís og hefur því ákveðið að láta bíða eftir sér um óákveðin tíma ;)

Læt ykkur vita þegar ég er orðin stollt föðursystir

Þangað til næst, lifið heil ;)

þriðjudagur, apríl 21, 2009

Ábending til vegfarenda...

Hugsið ykkur vel um áður en þið snertið brunahana úti á götu. Ég og Sigga urðum nefnilega vitni að því að maður á fertugsaldri slengdi delanum á sér út og meig á brunahana hérna rétt við heimili okkar. Spes ég veit....en það sem meira er, hann var á röltinu með ca 5 ára gamalli dóttur sinni þegar hann ákvað að losa þvag á brunahanann.

Svona atvik gerðist nú bara um hábjartan dag á mjög víðfarinni götu - a.k.a bara rétt við Netto matvöruverslunina sem við verslum alltaf í.... SPES, GET EKKI SAGT MEIR!