miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Kynningarvika í skólanum, dinner + partý í kvöld og bíllinn SELDUR!!!

Já hérna hér bara allt að gerast - fékk mjög svo skemmtilegt símtal frá Heimsbílum þar sem var komið tilboð í bíll - ég tók því og núna er ég laus allra mála með hann....SELDUR - QUIS BANG BUNG!! og vá hvað ég er fegin...ekki meiri tryggingar, greiðsla af lánum o.s.frv.

Merkilegt hvað tíminn flýgur og fáránlegt að ég sé actually búin að vera hérna í 12 daga núna ;o) Bara skondið.... flutti til Hrebbnu fyrir viku og er þetta rosalega fín íbúð + var að fá þær góðu fréttir að Tóta vinkona Gyðu ætlar að leigja með okkur í vetur....hehe minni leiga og meiri peningur í öl :o) Annars er ég flutt í yndislegt hverfi í Østerbro, þar sem við erum með tvær stofur, fínt eldhús, þrjú svefnherbergi og 2 klósett....já þannig að það er pláss til að koma í heimsókn ;o) Hlakka bara til! Ekki verra að það er stutt í allt - tyrkjabúlla á horninu (aka sem selur pizzur og junkfood), sjoppa á hinu og svo stutt í Nettó. Auk þess fann ég Fitness World líkamsræktarstöð hér í nokkra metra fjarlægð... ekki vitlaust að kíkja þangað!

Svo er sá stórmerkilegi hlutur búin að gerast að ég hef mætt í skólann!! Búin að vera núna þrjá daga í kynningaviku og endar þetta allt saman í dinner og partýi í kvöld....lítur bara vel út ;o) Skólavikan byrjaði vel með nokkrum laufléttum kynningum en eftir hádegi komu tvær gellur frá L´Oreal með kynningu.... virktist voðalega saklaust til að byrja með en nei - ekki leið að löngu þar til okkur var skipt upp í hópa og við tók Case competition um hönnun á nýjum mascara fyrir L´Oreal Paris. Mjög spennandi verkefni sem við skiluðum í gær kl. 12....hehe en ekki nóg með það, það voru valdir þrír hópar til að halda fyrirlestur um vöruna sína og TA TA RA minn hópur var valinn!! Þannig að þriðji dagurinn í röð í skemmtilegu verkefni og gekk okkur vel að halda fyrirlestur um þennan blessaða maskara "FUSIONIZE YOUR LOOK" frá L´Oreal. Vorum sem sagt í topp þremur en fengum því miður ekki verðlaun ;o) Kemur bara næst.... hópurinn hennar Kötu fékk þó risa poka með gjöfum fyrir góða frammistöðu ;o)

Allavegana líst mér vel á byrjunina. Búið að tala um að þetta sé ÍSLENDINGANÁMIÐ MIKLA en við erum bara þrjú...er með Sabba og Kötu í þessu námi ásamt 127 öðrum og erum við 18 þjóðerni í heild! Strax komin leslisti og þarf ég að drullast til að kaupa bækurnar á morgun - úff púff þetta minnir á Bóksölu stúdenta....fuc**** 30.000 kall isl eða eitthvað álíka sem fer í þetta....en það er bara gaman fyrir fátæka námsmenn!!

Lít á björtu hliðarnar - en ekki meir í bili... kominn tími á bjór, enda Davíð bróðir Hrebbnu in the city ;o)

laugardagur, ágúst 25, 2007

Gay pride í Köben

Í dag er merkisdagur í Kaupmannahöfn..... enda Gay pride og var frekar gaman að koma niður á Ráðhústorg í dag og fylgjast með tónleikum, dragdrottningum og fleiru skrautlegu liði. Loksins hefur mér tekist að verða viðstödd GAY PRIDE en ég hef því miður ekki gerst svo fræg að fara heima á íslandi sökum anna í vinnu, ferðalaga eða utanlandsferða. Miðað við fjörið í dag stefnir allt í að þetta kvöld verði það skrautlegasta.

Þrátt fyrir chill með Cheerios í annarri og tölvunni í hinni núna, bíð ég spennt eftir að Rannveig Alda frænka komi frá Lundi í Svergie því ætlum við að sötra öl og cocktaila þar til Hrebbna og Elín Ása eru búnar í vinnunni... því bið ég ykkur að stilla ykkur og deyja ekki úr spenningi því að djammsögurnar koma á morgun - eða næstu daga ;o)

Hins vegar hef ég sett inn tvö ný myndaalbúm frá afmæli Jo Ruth og Möggu, ásamt öðru frá fyrstu dögum mínum hér í Köben og 25 ára afmæli Evu frænku.

Have fun mínir kæru!

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Lífið í kóngsins Köben + heimilisfangið + nýtt danskt símanúmer....

Nú er ég búin að vera í danaveldi í 6 daga og hefur lífið leikið við mig. Þeyttist með fullann farm af dóti síðasta föstudag og ekki slæmt að hafa Guðrúnu Sv, Sibbu og Sirrý með í för... engin yfirvigt takk :o)

Byrjaði dvöl mína á heimsókn á Kagsa kollegiet til Evu, Sindra og Natalíu. Lífið þar var bara ljúft. Sötruðum hvítvín og kíktum á kollegiebarinn fyrsta kvöldið, dúlluðum okkur síðan í grilli, sól og sætindum á laugardeginum enda Eva Ösp orðin 25 ára. Um kvöldið tók svo við þetta líka heljarinnar partýhald þar sem bjór, Bacardi Razz, Strawberry Daquiri, meiri bjór og Tóbas flæddi út um allt! Kagsaa vinir Evu eru brjálaðir stuðboltar og var dansað af sér bossann til sex um morguninn... sumir héldu þá í eftirpartý. Setning og lag kvöldins án efa: "hlusta á Zeppilin og ég ferðast aftur í tímann" haha

Sunnudagurinn byrjaði þó heldur snemma þegar ég, Sirrý og Guðrún kíktum í bæinn. Rölt á strikinu, kíktum í öl á Nyhavn, töltum Kobmansgade og um torgin í kring - enduðum svo á Italiano í mat bara nice. Eftir 1 klst ferðalag í lest, strætó og fótgangandi lögðumst við lúnar í bælið!

Mánudagurinn fór svo í verslunarleiðangur enda þurftu ferðalangarnir og afmælisbarnið ný föt og nesti og nýja skó!! Fórum á besta cocktailbar sem ég hef smakkað - tókum spænskt þema á þetta og varð Tapasbar fyrir valinu...sé ekki eftir því, smá spánarfílingur í minni.

Þriðjudagurinn var svo ofurnice hjá okkur frænkunum... ég og Eva lágum í leti heima meðan Natalía var í sveitaferð og stelpurnar fluttu sig til frænda Sirrýjar. Eftir letilífið sóttum við Nötlu og kíktum á Sibbu og Hildu upp á Amager - ákaflega huggulegt líf þar!! Pöntuðum pizzu og kíktum við svo á Hlyn og Arnar í einn öl niðri á Striki - við heimkomuna voru vinir Sindra komnir frá Íslandi svo við vorum ekki lengi að forða okkur í heimsókn til Þórunnar í slúður og snakkát! Mér til mikillar mæðu svaf ég í stofunni með Jónsa og Guðgeir á fylleríi - þið getið rétt ímyndað ykkur kátínu mína og svefnleysi.... enda var ég ekki lengi að flýgja til Hrebbnunnar minnar á miðvikudagsmorgunin

Miðvikudagurinn var ofsalega þægilegur, flutti loksins með allt mitt hafurtask í íbúðina sem ég mun eiga heima í á Osterbro (Rudolph Berghs Gade). Spjallaði heilmikið með Hrebbnu og tók strætó með henni niðri bæ + einn ís áður en ég hitti gellurnar aftur. Kíktum á japanskan veitingastað, röltum um og meðan þær fóru heim að pakka hitti ég Evu og Natalíu uppi á Hovedbanegard þar sem þær biðu þess að komast upp á Kastrup og hjem til Íslands.... eftir að hafa kvatt gellurnar fór ég heim og chillaði með Elínu Ásu og hvað er betra en rólegt kvöld upp í sófa með nammi og KillBill 2 í Tv-inu.

Vaknaði svo í rólegheitunum í dag þar sem við ákváðum að njóta "sumarfríssins" og liggja í leti. Bjuggum til dýrindis samlokur, kaffi og tilheyrandi og skriðum svo upp í sófa til að horfa á Something about Mary ;O) Þegar gellurnar fóru svo í vinnuna skaust ég í bæinn, reddaði mér nýju dönsku símanúmeri og kíkti í búðir. Rakst á Birnu Haralds, Evu Dögg og stelpurnar - haha bara gaman! En ekki meira frá lífi mínu í dag...bíð núna eftir að Hrebbna sé búin í vinnunni svo við getum fengið okkur öl - myndirnar frá helginni koma fjótlega :)

Heimilisfangið mitt er:
Rudolph Berghs Gade 34 st
2100 Kobenhavn O
Denmark

Símanúmerið mitt er:
+45 28484737

- ekki meira í bili, endilega látið heyra í ykkur svo ég nenni nú að skrifa eitthvað hér en sé ekki að tala við sjálfa mig :o) Bið að heilsa

föstudagur, ágúst 17, 2007

Komið að því.....

* Búin að pakka
* Lunch á Rizzo með Elvu, Siggu og Jónasi búinn..
* Náð að kyssa og knúsa alla
* ...enda flug eftir 3 tíma

.... Sjáumst hress og kát í Köben - eða á klakanum um jólin ;o)

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Skrítin tilfinning!

Verð að játa það að í dag fékk ég frekar skringilega tilfinningu.... svolítið blendnar tilfinningar sem lýstu sér bæði í gleði og söknuði, tilhlökkun og já smá kvíða. Dagurinn í dag var öðruvísi!! Eftir að hafa verið með annan fótinn á Umferðarstofu síðastliðin 3 árin - kvaddi ég samstarfsmennina og upplifði því síðasta vinnudaginn minn!! Frekar fegin enda komin með nett ógeð af vinnunni en á móti á ég eftir að sakna margra þarna svakalega....

Auk þess upplifði ég "REALITY TJEKK" þegar ég fattaði að það séu einungis 2 dagar til stefnu áður en ég heiðra kóngsins Köben með nærveru minni næstu tvö árin. Það er merkilegt hvað tíminn er fljótur að líða og hélt ég einhvern veginn að það væri miklu lengra í það að ég flytti út en það í raun og veru er.... en ég sótti um skólann fyrir 6 mánuðum. Ég hef þó fulla trú að dvöl mín í Dejlige Danmark muni vera æði gæði eins og öll hin skiptin sem ég hef komið og ekki verra að ég er að fara búa með henni Hrebbnu minni.... skólinn leggst vel í mig, áhugaverðir og spennandi kúrsar og svo fæ ég loks að knúsa Evu og Natalíu.

Næstu dagar munu því vera frekar busy í reddingum, pakka, þvo, selja bílinn og fyrst og fremst vera með famelíunni og vinum. Fyrir þá sem vilja kíkja á mig svona rétt í blá lokinn ætla ég að vera með smá KVEÐJUKAFFI á fimmtudagskvöldið - og þér er guð velkomið að kíkja.... endilega látið mig bara vita svo ég geti beðið spennt ;o)

föstudagur, ágúst 10, 2007

Í útlegu skemmti ég mér tra la la la – tra la la la

Obb bobb bobb hvað tíminn líður hratt!! Enda er lífið búið að leika við mig síðusta daga og bara búið að vera viðburðaríkir dagar hér á bæ ;o)

Verð að segja að það hefur verið stemning að bruna milli Reykjavíkur og Borgarfjarðar eftir vinnu – enda búin að komast í sveitasæluna ca. 3* í viku.....aha kannski furðulegt en NEI mútta& pabbi létu loksins verða að því að byggja bústað og höfum við mútta verið ráðskonur og eldað ofan í Davíð og Begga meðan þeir reisa líka þennan fallega kofa á StóraFjalli, auk þess sem að við höfum verið rosa duglegar að gróðursetja... ;o) Guð hvað ég hlakka til þegar hann verður ready!

VERSLUNARMANNAHELGIN 2007 var eðal.... og meira en það. Ekki laust við að ég sé strax farin að sakna vinanna við tilhugsunina að það sé bara vika þar til ég flyt út....en yfir í sólarsöguna

FÖSTUDAGURINN: var cocktailatjútt hjá Önnu og Gaua. Vinir og vandamenn úr öllum áttum mættir og stemningin eftir því. Eðal heimapartý og var Erla Dögg svo yndisleg að skutla okkur í stelpunum í bæinn um 03:30 – haha ekki alveg í lagi! Bæjarferðin var þó algjör snilld enda kíkt á mismunandi menningarstaði allt frá Celtic, Hverfis, Prikinu niður á Rex....endaði kvöldið í eftirpartý með Jóa, Gauta o.fl til Jóns Björgvins.

LAUGARDAGURINN: þá var frekar skýjað með köflum enda þynnkan alveg að segja til sín... ákvað þó að drífa mig með Elvu, Möggu og Anný upp í sumarbústað til Önnu og Gaua. Pizza á Kaffi Kidda Rót bjargaði heilsunni algjörlega og þvílíkt kózý að komast loksins í bústaðinn. Badminton, chatt og smá drykkjustemning og bara gaman!! Ekki verra að Bjarni, náði að plata allt liðið með til Eyja daginn eftir ;o)

SUNNUDAGURINN: yndislegt að byrja á heitum potti, pizzabakstri og heimsókn til Helgu Bjarkar og Andra Kára áður en ég, Anný og Heiða þutum í Herjólf..... Ætla að hafa lítla ræðu um þjóðhátíð aðra en þetta var ALGJÖR SNILLDDDDDD!!! Það er fátt sem toppar stemninguna þegar 10.000 manns sitja í brekkunni, sönginn og flugeldasýninguna, rauðu blysin.... gítarstemningu í hvítutjöldunum, blússandi dans í pollagalla og góða vini með í för. Tjútt og trall með brúsa um hálsinn, hvíta hárkollu og góða skaptið.

...PS – myndirnar fara alveg að koma, var að fá nýja fína MacBook tölvu – sem ég á eftir að skella myndunum inn á ....en lofa það fer að gerast ;o)

Eigið góða helgi, sjáumst í útskrift í kvöld,afmæli * 2 á morgun, á KaffiPort, bænum eða matarboði um helgina.....