þriðjudagur, desember 04, 2007

SCIENTIFIC PAPER BÚIÐ.....

Mikið er lífið eins og blússandi gleðibunda, ískrandi yndisflug og FJÁRANS FJÖR HJÁ MÉR - þessa dagana :o) Verð þó að segja að ég er BÚIN MEÐ ritgerðina sem að ég og Kata höfum lagt allt í síðustu daga- hef meira að segja gist tvisvar hjá henni í þessari viku og í morgun þegar við vöknuðum þá spurði Jónína Margrét dóttir hennar: "Mamma ætlar hún aldrei að fara heim til sín?" hehe bara fyndið - grey skvísan farin að hafa áhyggjur að ég sá bara komin til að vera :o)

Því er mjög gott að sjá aðeins meira fram á endann á þessu - er strax komin upp í skóla í næsta hópverkefni - LAZYTOWN HERE I COME!! Því mun þa verkefni eiga hug minn allann fram á föstudag að minnsta kosti því þá koma Elvan mín, Inga, Arný og Dagur Leó í heimsókn til Köben ;o) og verða alla helgina.....JÍHA vá hvað verður nú mikið brallað...það er víst!!

Helgin var annars mjög fín - eyddi henni að mestu í Vanløse heima hjá Kötu við skriftir - en við ákváðum þó að eiga smá líf á sunnudag, þannig að við fórum fyrst í Ikea og svo að fá smá jólaanda í kroppinn. Skelltum okkur því niður í bæ. Kveikt var á 21metra jólatréi á Ráðhústorginu og skondið nokk athöfnin er þannig að það er jólasveinn sem klifrar upp brunastiga að toppi á trénu, kveikir á blysi og tendrar þannig ljós á toppnum og um leið trénu ;o) Við skemmtum okkur konunglega, röltum strikið, kíktum á skautasvellið á Kongens Nytorv og fórum svo niður á Nyhavn og fengum okkur kakó....Pikkuðum Tótu upp á Strikinu svo skvísan kom með okkur ;o)

En ekki meir í bili - ætla heim að læra undir dönskupróf...sem er í kvöld ;o)
Þangað til næst, verið þið hress!!!

7 ummæli:

Stella sagði...

Djöfull ertu að standa þig vel stelpa :)

Nafnlaus sagði...

Veistu að það eru bara 14 dagar þangað til þú kemur litla ljós. Hlakka mikið til, það er svo rosalega rólegt heima:):). Gangi þér vel með verkefnin þín. Kossar frá mömmu

Sella sagði...

Hehe já múttan mín ég vissi það sko upp á hár ;) Hlakka mikið til að komast í Álfalandið!

....bara vest hvað ég á eftir að gera mikið þar til ég kem....en það reddast nú ;o)

Nafnlaus sagði...

Rosalega ertu dugleg!
Váh hvað það hljómar vel að vera þarna úti... meira að segja að lesa nöfnin á götunum gerir það að verkum að maður sér þær alveg fyrir sér... mig langar að sjá skautasvellið líka! :p

Nafnlaus sagði...

Ég get nú sagt þér það Sella mín að Jónína Margrét ekilur ekkert íþví að þú sér ekki hérna núna. Bara SKILUR ÞAÐ EKKI. "Mamma hvar er Sella eiginlega". Þú getur gist eins oft og þú vilt. Takk fyrir frábæra daga saman. Hlakka til að takast á við næstu törn;-)

Nafnlaus sagði...

hæ skvísan mín
Farin að hlakka svo mikið til að fá þig heim. Hlakka rosa mikið til þann 29 des, svo að sjálfsögðu kíki ég til þín á aðfangadag að vanda
kús Anna Lára

Sella sagði...

Jíhaaa já Anna Lára, ég hlakka ekkert smá til líka ;) Þetta verður æði gæði..... bókað mál!

Sjáumst hressar og kátar á aðfangadag ;)