Eintóm gleði framundan......aðeins 5 dagar!
Get ekki beðið eftir laugardeginum, enda tvær ástæður fyrir því:
1. SIGGA vinkona er með afmælisteiti/feiti
2. HM í handbolta byrjar....Ísland-Ástralía
En þetta er mikið gleði gleði gleði, elska ég að horfa á íþróttir, sér í lagi handbolta...kemst í annan og betri gír og því er stór og mikil hátíð framundan. Ætla mér ekki að missa af leik!! Nörd kannski en bara stoltur nörd ;o) Svo er aldrei að vita nema maður fylgist með köppunum blogga frá Þýskalandi.
Einnig fannst mér æði gæði að horfa á landsleikinn á sunnudaginn og sjá alla "strákana okkar" standa beinir í baki og syngja þjóðsönginn hástöfum. Frekar flott verð ég að segja og ekki laust við að maður hafi bara verið frekar stoltur af sínu þjóðerni..... góð tilbreyting verð að segja!!
Vildi annars nota tækifæri og óska ástkærum vinkonum mínum innilega til hamingju með afmælið í dag...Hulda, Katrín Dögg og Ragna Dögg felicidades með 26 ára afmælið - njótið dagsins :o)
mánudagur, janúar 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli