fimmtudagur, desember 22, 2005

KOMIN HEIM...EKKI YNDISLEGT OG ÞAÐ FYRR EN ÉG ÁTTI VON Á...

Ákvað að koma minni ástkæru fjölskyldu á óvart og lenti á klakanum degi fyrr...er sem sagt búin að vera á klakanum í 18 tíma, kíkja á jólahlaðborð með múttu og stússast allrækilega fyrir jólin. Hlakka til að sjá ykkur öll ;o)

HEIMFERÐIN
Gærdagurinn gekk ekki snuðrulaust fyrir sig. Við stöllur ákváðum að leggja okkur í 2 tíma fyrir brottför frá Barcelona sem fór á þann veg að Kiddi vakti okkur klukkutíma og korteri eftir að við ætluðum að fara... get ekki lýst stressinu fyrir ykkur. Panik-panik og jaðraði við hjartaáfalli í taxanum á leiðinni út á flugvöll enda Spánverjar frekar easy going. Náðum þó að sækja Taxfree og næla okkur í ágætan finnskan strák sem checkaði sig inn með okkur. Engin yfirvikt þar á ferð enda var ég með fjórar handfarangurstöskur. Þegar við vorum búnar að bóka okkur inn hlupum við út í vél enda 10 mínútur í flugtak - eða það. Okkur tóskt nefnilega að seinka vélinni um 30 mínútur því farangurinn komst ekki fyrir og opna þurfti farangursrýmið fyrir hafurtaskið okkar.

Kaupmannahöfn var svo bara ágæt - sáum reyndar bara flugvöllinn þar sem við vorum með svo mikinn farangur og dauðþreyttar. Ákvað að freista gæfunnar og breytti flugmiðanum mínum til að koma heim í gær og það tóskt!! Við check in var heldur betur vesen, Salóme á standby miða og allir rukkaðir fyrir yfirvikt...þurfti að borga fyrir 7 kíló (700 danskar farnar). Frekar skondið að rekast svo á Ragnheiði á flugvellinum enda ákvað hún líka að hoppa en við ætluðum að fara saman í dag, og þessi elska tók líka fyrir mig handfarangurstösku.

Enn vorum við salmonellurnar stressaðar og fann ég 2 fulla stráka með hatta til að taka tölvutöskuna mína og Salóme nappaði fullan strák til að bera farangur fyrir sig... en vá hvað var yndislegt að komast inn í vel og fara í loftið. Heimkoman varð að veruleika... náði að bjalla í mömmu til að sækja mig og við heimkomu ákváðum ég og brósi að vikta handfarangurinn minn - 48 kíló í handfarangri TAKK FYRIR. Ekki furða að vöðvabólga sé farin að segja til sín en samt æðislegt að vera komin heim!!

Engin ummæli: