þriðjudagur, desember 13, 2005

ÉG ER AÐ RIFNA ÚR GLEÐI.....

Það skemmtilega er að JÓNAS bróðir keypti sér flugmiða hingað til Barcelona í byrjun janúar og mun því verða hérna í sex daga frá 6.jan-12.jan. Get varla lýst ánægju minni :) jibbý jey :)

Erum strax farin að plana hvað við ætlum að gera og er stefnan sett á fótboltaleikinn Espanyol- Barcelona þann 8.jan.

Önnur gleði er sú að núna er ég búin að senda öll jólakortin forvitnilegt að sjá hvað þau verða lengi á leiðinni... og það sem meira er, það er ódýrar að senda jólakortin frá Spáni til Íslands, heldur en innanlands heima - hehhe

En styttist í heimkomu - ætla að halda áfram að læra undir prófið á morgun.
Hasta pronto

Engin ummæli: