Víbbdí dú.... letidagur í dag!
Já get nú ekki sagt annað en að þessi dagur hafi einkennst af leti, leti og leti. Kíkti út með Dagnýju og Benný í gær og skoðuðum við stemningu næturlífsins - og viti menn hún var gjörsamlega engin....enda gleðipinnarnir allir í prófum eða rólegir. Fengum þó að heyra skemmtilega frasa á borð við:
"Hólí mólí - guacamole"
"Crazy in the Coconut" og
"vóts eru gallabuxur til í svona stórri stærð"
... verð að segja að Hörður hennar Telmu er einstaklega orðheppin gaur á djamminu!
Svaf eins og steinn frameftir, bjallaði svo í hana Siggu mína - því viti menn Londondraumur hennar er á enda og skvísan komin heim á klakann. Nýtti tækifærið og lét hana shoppa nett í fríhöfninni.
Svo hef ég undanfarna tíma verið í hlutverki MIKILVÆGS PRÓFARKALESARA þar sem áhugaverð ritgerð um krísustjórnun var lesin fyrir hana Önnu Láru mína. Geysi skemmtileg - og ekki verra að hafa ástæðu til að þurfa ekki að leggjast yfir rekstrarhagfræði 2.
En þangað til næst..... bleeeee
föstudagur, maí 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli