Líf mitt í hnotskurn...
Já alveg merkilegt hvað maður getur gert mikið af því að gera ekki neitt!! Núna er þessi skemmtilegi tími lífsins - próf í HÍ og viti menn mín búin seinasta mögulega prófdag - hef aldrei klárað fyrr.
Eitt próf búið í dag.... og viti menn það gekk bölvanlega - ekki sátt með gang mála aðallega þar sem ég gat ekki klárað prófið og það var alltof langt. Sé fram á inniveru og nördaskap við prófalestur í ágústmánuði..
Annar er framkvæmdagleðin að fara með foreldrana - búin að panta allt nýtt á baðið (bíð spennt eftir nuddbaðkari) - búin að láta teikna pall með heitapotti í garðinn og viti menn..... ætli mamma hafi ekki fjárfest í skjávarpa og breiðtjaldi sem nýju sjónvarpi á heimilið
.....það lítur allt út fyrir það að Eurovision partýið endi heima hjá mér þetta árið - hvað segiði um það.
Annars farið vel með ykkur og..... hamingjuóskir fá Kalli vegna 11 ára afmæli síns á laugardaginn og J-low því hún er orðin svo stór 24 ára gella
mánudagur, maí 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli