BALKANVISION – EUROVISION
Jæja, jæja þá er komið að því………..Balkanvision 2005. Við erum dottin úr keppni eftir góða frammistöðu Selmu á fimmtudaginn. Mögnuð undankeppni alveg hreint, verð bara að segja að það voru nokkur lönd sem að stóðu upp úr þrátt fyrir að við séum ekki með í kvöld!!
** Írland – a.k.a. Bert keppir í Eurovision í mögnuðu e-pillu partý. Þetta var ógeðslega fyndið – snúningarnir og gaurinn flaug. Ég hélt í smá stund að hann hafi dottið af sviðinu.
** Moldavía – a.k.a. Elliheimilið þar sem amman var á trommunum, og satt best að segja að ef þetta land langt í ár….. verða öll lönd með ellismelli á sviðinu næsta ár!!!
** Austurríki – a.k.a. Jóðlarar – þar sem var gella í þjóðbúning og gaurar jóðlandi í Henson göllum við hliðina!!
** NOREGUR…. Ekki að grínast hvað það er skemmtilegt lag og þvílík stemning – ég ætla sko að kjósa það í kvöld og bið alla um að kjósa það líka… eða
** Danmörk – a.k.a. Dressman auglýsing eins og var sagt, danski dáðadrengurinn var bara yndislegur líka. Norðulöndin stana fyrir sínu. Hann fær líka atkvæði mitt í kvöld!!!
Lifi EUROVISION – en þangað til næst, er farin að taka mig til, við tekur stanslaust kokteilasull með stelpunum og tómlaus gleði í boðinu….. húbba hulla hulla hulla, húbba húllla húlla húllla sjáumst í sviðsljósinu
laugardagur, maí 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli