Einn lettur brandari.... fyrir svefninn ;o) Elsa átti þrjár dætur sem allar ætluðu að gifta sig með stuttu millibili. Hún hafði nokkrar áhyggjur af brúðkaupsferðum dætra sinna og bað þær að lofa því að senda sér póstkort um framgang ferðarinnar. Ein dóttirin fór til Hawaii og eftir tveggja daga dvöl fékk Elsa póstkort. Ekkert stóð í kortinu fyrir utan ,,Maxwell House" Elsa var vonum hálfundrandi yfir þessu og náði í Maxwell House kaffipakka og sá að utan á honum stóð: ,,Gott til síðasta dropa" Hún roðnaði yfir skilaboðum dóttur sinnar og var ánægð með að allt gengi vel. Viku eftir brúðkaup næstu dóttur fékk Elsa póstkort frá Austur-Evrópu, þar sem hjónin voru í reisu. En ekkert stóð í kortinu nema: ,,Lion Bar" Elsa var nú farinn að þekkja þennan leik, keypti sér Lion Bar og las á umbúðirnar ,,Extra langt og unaðslega gott"´Frúin fór þó nokkuð hjá sér en var ánægð fyrir hönd dótturinnar. Þriðja dóttirin fór í brúðkaupsferð í Karabíuhafið. Elsa beið eftir póstkortinu en eftir viku hafði ekkert spurst til þeirra. Önnur vika leið og svo loks eftir mánuð kom póstkort. Skrifað með óstyrkri hönd stóð: "Iceland Express" Elsa leitaði í næsta dagblaði, hálfórótt yfir skilaboðum, og fann loks auglýsinguna: "ÞRISVAR Á DAG, SJÖ DAGA VIKUNNAR, BÁÐAR LEIÐIR" hahahah..... góða nótt og bara svona segja ykkur 2 DAGAR í útlöndin
|
fimmtudagur, október 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli