fimmtudagur, september 23, 2004

Þægilegt og notalegt kvöld í Grafarvoginum.....

Kíkti til Guðrúnar Helgu og Gauta í kaffi í kvöld með þeim HÍ skvísum Jóhönnu og Elínu..... og mikið rosalega getur maður spjallað þegar maður hefur ekki hitt vini sína heilt sumar!

Mikið búið að gerast, Hanna búin að kaupa íbúð, Elín komin með kall og Guðrún og Gauti eiga vona á barni..... eintóm hamingja...........Til hamingju öll

Ekki verra að ég fékk eitt besta súper nachos ala Helga, bið hér með um uppskriftina, fleiri verða að fá að njóta þess!

TAKK FYRIR ÆÐISLEGT KVÖLD..... bíð spennt eftir næsta hittingi hjá Hönnu.


Engin ummæli: