föstudagur, nóvember 09, 2007

Ég sem hélt að íslensk sjónvarspefni væri slæmt......

Á dauða mínum átti ég von á en ekki þessu.... er ekki verið að grínast með danskar sjónvarpsstöðvar? Svo slæmir geta þættirnir verið að maður fær hreinlega kjánahroll á tímum. Þó hafa mjög athyglisverðir þættir veirð inn á milli og langar mig til að minnast á nokkra þeirra:

1) New York maraþonið - heimildarþáttur þar sem fylgst var með 2 einstaklingum undirbúa sig og hlaupa maraþonið fyrir DR2
2) Danskt unglingafangelsi - fylgst með 4 síbrotamönnum sem eru undir 18 ára, sem að hafa neytt t.d kókaíns síðan þeir voru 10 ára, brotist oft inn, ráðist á fólk, skorið það í framan með buffolohníf o.s.frv. Svo var fylgst með þeim þegar þeir losnuðu og féllu aftur í dópið ca 2 mánuðum síðar.
3) Lýtalækningar í DK - þáttur þar sem var spæjað um lýtalækni sem var tilbúin til að taka unga stúlku i fitusog og minnka á henni SKAPABARMANA....sem nota bene getur þýtt 6 ára fangelsi því þetta er bannað....

......annars einkennis sjónvarpið bara af umræðuþáttum um danskar kosningar og guð hvað ég get ekki beðið eftir 13.nóv því þá er þetta helvíti búið....

En þangað til næst - LIFIÐ HEIL!!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sesselja mín hvað varð um pólitískan áhuga þinn?? ER dönsk pólitík ekki málið??
en varðandi þetta sjónvarpsefni, WHAT THE FUCK!! Er eitthvað að? fylgjast með veiku fólki, sem þessir strákar eru greinilega. Arg ég verð bara reið. Skrifaðu Deiglupistil um þetta.
Kveðja
Stella

Hrebbna sagði...

Hey thættirnir um ungar mædur í DK er lika hrikalegur!!! Reyndar er ég stórlega farin ad efast um hæfni Dana í framleidslu sjónvarpsefnis.... og líka um val hvad skal sýna... ég meina hallóóóo EasyJet thættirnir!!!

Sella sagði...

HAHA já Stella mín dönsk pólítík heillar mig svo sannarlega EKKI...so so sorry þetta er bara drepleiðinlegt. En já sjónvarpsefnið hér er hræðilegt í einu orði sagt!

Í gær sá ég líka þátt sem ég gleymdi að nefna það var um fjórar persónur sem voru með mismunandi fælni en á mjög háu stigi - þau voru látin búa saman í 4 vikur... En þetta var leið sem að t.d þvoði á sér hendurnar í tvo tíma á hverjum morgni, ein sem að var hrædd við brauðmyslnu, ein sem hataði töluna 4 og gat því ekki gert neitt sem tilheyrði þessa tölu auk þes sem að hún eyddi löngum tíma á hverju kvöldi við að tékka hvort að það væri einhver inni hjá henni eða undir rúmi.....jahérna hér!!

Nafnlaus sagði...

WHAT vá þetta er of mikið fyrir mig að skilja.
KVeðja
Stella

Nafnlaus sagði...

Áhugaverðir þessir þættir, sérstaklega þessi með fangelsið...er doldið mikið fyrir svona heimildaþætti :)
Það er einmitt glatað að vera bara með Skjá 1 og Stöð 1 þar sem að ég ólst upp við að vera alltaf með Stöð 2 :s um helgar er akkúrat ekkert í telly :( Er alvarlega að spá í að fá mér eins-mánaðar-stöð2-áskrift um jólin :)
Búin að save-a danska númerið þitt og ég mun sko hringja í þig þegar ég kem til Köben!!
Knúúúús - MF

Sella sagði...

Nákvæmlega ég er líka mjög góðu vön hvað varðar sjónvarpsafþreyingu og er því að mygla....kannski bara betra því getur maður lært í staðinn ;o)

En Magga hvenær mætir skvísan á svæðið - fyrir bryllupið?

Nafnlaus sagði...

Þú verður bara að fá þér kapalsjónvarp eins og ég er með! Þá geturðu horft á heimildarþætti um menn sem eru með konubrjóst, hvad kvinder vil ha, bílaþætti, þætti um fræga fólkið allan sólahringinn og ég veit ekki hvað og hvað. Rosa skemmtilegt of fræðandi :P

Nafnlaus sagði...

Fer út fimmtudaginn 22.nóv og fer svo aftur heim sunnudaginn 25...Verð á Strikinu mest allan fim-daginn og fös-daginn, svo fer allur lau-dagurinn í brillupið!