mánudagur, febrúar 26, 2007

Skemmtileg helgi búin....

Á föstudaginn fór ég á Aðalfund í vinnunni....ný stjórn kosin, allt fljótandi í áfengi en ég róleg...believe it or NOT! en jú jú það var ég. Farið var yfir síðasta ár í máli og myndum....meira að segja myndböndum, frekar gaman. Góður matur, mikið fjör þar á ferð og færðist partýið aðallega inn á skrifstofu forstjórans, þar sem dansað var uppi á borðum og fleiri skemmtó hlutir sagðir og gerðir :o)
Á laugardaginn skaust ég svo í Kaffi Port í Koló til að vinna.... verð að segja að ég hef mikið gaman og mikið gott af því að vinna í Kolaportinu. Stemning að rölta þarna um og skoða fólkið aðallega - hehe. Síðan tók við undirbúningur og tiltekt heima því skírn hjá prins famelíunnar á næsta leyti.

Síðan kom merkilegi sunnudaginn..... Aðalsteinn Ingi var skírður. Heimaskírn, þar sem Pálmi prestur mætti á svæðið, margir gestir og vinir á svæðinu, fullt af kökum og mikið stuð. Bergþór, Sibba& co borðuð svo með okkur um kvöldið, opnaðar voru pakkar, lítið veðmál um litla bumbubúann hjá Tinnu frænku....en


AÐALatriði helgarinnar voru:
* Aðalsteinn Ingi fékk formlega fallega nafnið sitt.
** Jónas og Tulla trúlofuðu sig
* Tinna og Óli eiga vona á strák, 2. maí.
INNILEGA TIL HAMINGJU ELSKURNAR MÍNAR :O)

2 ummæli:

AJ sagði...

Til hamingju með þetta allt.

Ég biðst líka afsökunar á fyrri kommentum mínum á þessari síðu. Ég er gallharður feministi, hef verið borgandi meðleg í því í nokkur ár.

Kvenfyrirlitning og kynjamisrétti er alvarlegt mál og aldrei sniðugt, ekki heldur þegar það er meint sem grín og öfugmæli

TaranTullan sagði...

Úje, takk fyrir mig líka.

Ég sá í gegn um rómaða kaldhæðni þína AJ, og mér finnst töff að gera grín sem birtist sem ádeila og þannig spegill á samfélagið sem við lifum í. AJ lengi lifi...