Að vera of fullur er: EKKI TÖFF!!
Þrátt fyrir mjög svo skemmtilega helgi þar sem rifjaðir voru upp gamlir góðir tímar úr Verzló á laugardaginn, er ekki laust við að einhver mórall sé í hausnum á mér.... og mest pirrandi að ég veit almennilega ekki ástæðuna!
Tjúttið var með öllum tilheyrandi drykkjum, Fresita, bjór, hvítvín og skot...ekki góð blanda!!
Get þó verið ánægð með það að þurfa ekki að vakna með kjánahroll eins og sumir sem að kunnu ekki að haga sér í bænum og létu vægast sagt eins og vitleysingar....HALLÓ - NEI ÞÝÐIR NEI!!
En yndisleg helgi búin - myndavélin varð því miður batteríislaus of snemma en minningarnar góðar!! Fyrirgefiði félagar, þið sem eigið það skilið að ég lét eins og fáviti....úppppssss spurning um að vera edrú næstu helgar!
Over and out, er farin heim að ritgerðast, þarf víst að skila öllum fræðilega hlutanum á föstudaginn ;o) úfff
mánudagur, september 04, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli