fimmtudagur, ágúst 17, 2006


Þá er komið að því....

Það sem hefur á daga mína drifið seinustu daga er voðalega lítið verð ég að segja.... sumarpróf eru EKKI SKEMMTILEG svo mikið er víst - krosslegg bara fingur og tær og vona að þetta séu seinustu prófin sem ég þarf að taka að sumri til...allavegana á þessu landi - Masterinn verður tekin í útlöndum takk!!

Fjármál 1 búið og vonandi gekk það bara eins og í sögu... Spænsk málfræði 1 og Menning þjóðlíf og saga rómversku afmeríku er í næstu viku. Blessuð BS. ritgerðin bankar svo hressilega á dyrnar en hugsunin um að vera í fyrsta skipti í próflausu jólafríi heldur mér vakandi.

Verslunarmannahelgina var annars mjög nice og seinasta helgi líka. Brúðkaupið hjá Erlen og Kidda var snilld - vá hvað var gaman...myndir koma seinna...en hér efst sjáið þig nokkur sýnishorn af myndum sem voru að líta dagsins ljós á myndasíðunni minni!! Það er skylda að commenta á myndirnar - HALLÓ COMMENTA muna það.... fleiri myndir koma svo síðar...

Hvað er annars að frétta af ykkur - komin spenna yfir Reunioni í Verzló 2. sept og svo fjárfesti ég í miða á Eyfa tónleika í Borgarleikhúsinu 1. sept... vá hvað verður gaman hjá mér Siggu, Sigrúnu og Jóhönnu, þetta heldur lífinu í mér næstu daga.

over and out í bili ;o)

Engin ummæli: