fimmtudagur, júní 22, 2006

TJAAAA - sumir eru vitlausari en aðrir

Já ég get nú bara ekki sagt annað.... ég las grein áðan þar sem Mörður Árnason stjórnmálamaður lýsir tveimur auglýsingum við stjórnmálaflokka!!

Verð að segja þetta er FÁRÁNLEGT, maðurinn er að lýsa auglýsingum Umferðarstofu þar sem manneskjur mynda bílbelti (blaðaaugl) sem Samfylkingunni svona umburgðalynda fólkinu sem reynir að gera hvað sem er fyrir mannkynið en bílbeltaauglýsingunni (sjónvarps) þar sem einungis sá sem sem var í bílbelti lifði af sem Sjálfstæðisflokknum - þar sem hann væri nú svo yfir aðra hafinn og gáfaður að nota bílbelti og glaður!!

....er ekki allt í lagi, efast um að fólk brosi breytt og hugsi, HAHA ég lifði af þegar það tekur andköfum eftir árekstur og gleðjist yfir því að aðrir slasist eða jafnvel deyi. Maðurinn er náttúrulega ekki í lagi að lýsa forvarnarauglýsingum við stjórnmálaflokka og með því að setja fólk á sama sess, steríótýpa lið og já - ARG GARG,

sorry finnst þetta bara svo fáránlegt, lesið þetta
HVAÐ FINNST ÞÉR

Engin ummæli: