þriðjudagur, maí 23, 2006



London, París, Róm....eða svona!! Allavegana Köben, Varsjá og líklega París...

Já ákvað bara að skella mér með múttu til Köben 8 - 12. júlí til að vera í faðmi Evu, Tinnu, Sibbu, Nölu og Bryndísar...sötra bjór, kíkja í tívolíið, heimsækja HM og ,,Verð að máta" hitta Hrebbnuna mína og njóta lífsins.

Síðan hef ég ákveðið að njóta 25 ára afmælisdagsins míns á árshátíð með vinnunni í september og það í Varsjá í Póllandi... einnig er aldrei að vita hvað er hægt að plata mann út í, áætluð er kvennaferð í famelíunni í september því Inga amma verður 70 ára... ohh maður er svo ríkur ;) eða þannig, en bara gaman að skella sér til útlanda!!

Annars er maður bara komin á fullt í vinnunni, einkunirnar farnar að hrannast inn og viti menn fékk bréf frá Barcelona og búin að fá metið námið mitt þar svo SELLAN útskrifast með öllum líkindum í október - just one BS ritgerð to go ;) hehe hvað er þetta milli vina :o)

...bara alveg að koma að kosningum, brúðkaupið um helgina var ÆÐI GÆÐI - takk takk, leikhús á sunnudaginn gaman líka og bara stuttur tími til Akureyrar með skvísunum...hlaka rosamikið til ;o)

Engin ummæli: