þriðjudagur, febrúar 14, 2006

HAPPY VALENTINESDAY.....

Já þvílík gleði elskenda og bladi bla, verð nú að segja að mér finnst valentínusardagurinn ofmetinn dagur. Þetta er ósköp venjulegur dagur. Allavegana hef ég ekki fengið blóm, rómantíska gönguferð, konfekt eða einhver ástríkt valentínusarkort sama þótt ég hafi verið í sambandi eða ekki....var samt að koma úr frábæru matarboði með henni Stellu minni hjá Palla Heimis (takk Palli)

Þessi dagur snýst um gjafir, rómantík og þá helst tilbreytingar í sambandi og kynlíf. Því bíð ég spennt eftir því að sjá hver er svo ástríkur og æðislegur að senda mér/gefa mér:
* æsandi nærföt
**skemmtileg leiktæki
*** Bókina Súpersex/súperflört
**** rómantíska ferð á veitingahús
***súkkulaði eða blómvönd
**krúttilegan bangsa
* nuddolíu

Eða síðast og ALLS EKKI SÍST, ást og viðringu.
Munið að þeir hlutir sem ástin þarf til að ná að blómstra er tími, styrkur, heiðarleiki, örlæti, heppni og húmor. Með þessu öllu gætum við hoppað saman í skýjunum og rennt okkur HAPPY niður regnbogann.

Njótið dagsins og munið bara I LOVE YOU ALL ;) væmið en satt

Engin ummæli: