Enn ein helgin búin.... alveg hreint ótrúlegt!!!
FLÖSKUDAGUR Já massaði keilumót í vinnunni á föstudaginn, átti rómantíska stund með Stellu vinkonu þar sem við náðum að eyða 18,5 klukkustundum saman þennan dag, vinna, keilumót, fengum okkur svo að borða á Madonnu og kíktum svo á röltið í bænum.
LAUGARDAGUR mjög svo kósý dagur frameftir, enda mjög svo gott veður..... Uppúr 7 tók við surprise 50 ára afmæli með öllu tilheyrandi, skelltum okkur seint og um síðir til Sigrúnar í öl og svo var bærinn kembdur Celtic, Vegamót, Ari, Hressó, Sólon og Prikið fékk að njóta nærveru okkar..... Sigga síkáta ;o) hélt uppi stuðinu ásamt Hinna og félaga í lok kvöldsins. Stundum er betra að vera fullur, heimkoma kl. 07:10 eftir bílferðir um allan bæ og skutl.... svaka stuð.
SUNNUDAGUR TIL SÆLU já þvílík gleði, kíkti með stelpunum í þynnkumat og í Kringluna. Kíkti svo á nýjasta og mesta krúttið í vinahópnum núna. Andri Sigfús orðin 2 mánaða, algjört yndi, gáfum honum þvílík töffaraföt sem hann mun SKO bera vel....
Grill á kantinum heima, og viti menn ætli kellan hafi ekki bara kíkt í bíó.... ekki gerst í háa herrans tíð. Monster-in-Law var myndin, verð að segja að hún er ÓTRÚLEGA FYNDIN... eða kannski er ég bara með skrítin húmor. Allavegana mjög góð helgi...
NÚ ER SVO KOMIÐ AÐ ÞVÍ.....við ætlum í tjaldútilegu á föstudaginn í eina nótt, hver er game? Bara eitthvert hæfilega stutt frá fyrir eina nótt, þar sem við getum grilla, tjattað, tjillað og sofið í tjaldi!!!!
En ekki meira í bili,
Umferðarstofa kveður
mánudagur, júní 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli