föstudagur, janúar 28, 2005

Alltaf mikið að gerast!!!

Já ótrúlegt en satt, þá flýgur tíminn bara frá manni. Búin að vera í skólanum, vinnunni, undirbúa árshátíð Aktu Taktu, undirbúa Mágusartíðindi og síðast en ekki síst breyta síðunni!

Fréttir vikunnar eru;

Haldiði ekki að ég sé komin í vitna einhvað hjá löggunni fyrir að hafa afgreitt mann á þriðjudaginn, sem fannst svo áfengisdauður inn í bílnum sínum fyrir utan Aktu Taktu.

Jónas og Tulla fengu fyrstu íbúðina sína afhenta og eru á fullu að gera allt fínt.... TIL HAMINGJU SKÖTUHJÚ

Ég veiktist og er búin að vera veik síðan á miðvikudag, vonandi lagast ég fyrir helgina, Jónas er að útskrifast..........já en ekki meira í bili, hvernig líst ykkur svo á breytingarnar á síðunni minni. Látið ljós ykkar skína ;o)


Engin ummæli: