föstudagur, desember 31, 2004

FRÉTTIR ,,SELLUNNAR" ÞESSA DAGANA!

** Fjölgun mannkynsins ** Já þann merka dag 29.desember kom lítil PRINSESSA í heiminn, 13 merkur og 51 cm. Já frumburður Rakelar og Hansa án efa bráðmyndarlegt eins og foreldrarnir ;o) Innilega til hamingju ástirnar, bíð spennt eftir að koma í heimsókna og máta!

** Spil vikunnar ** Var í þessum töluðu orðum að koma heim úr Framheimilinu þar sem við tókum nokkra góða takta í Party og co & Actionary!! Svaka stuð, án efa stysta Partý&co spil þar sem Einsi og Maggi unnu en ég og Vera tókum strákana í bakaríið með leiksnilli okkar. Stebbi minn kemur bara næst.

** Vinna vikunnar ** Já hef átt voðalega lítið líf seinustu daga nema bara vinnuna mína, Aktu Taktu er placið..... og til mikillar gleði er komið yfir 100.000 kallinn inn á orlofsreikninginn minn. Get ekki beðið eftir 11.maí þegar við fáum þetta borgað út.

** Drykkur vikunnar ** Óáfengur er það nýji Kristall +.... báðar tegundir, asskoti gott og á líka að kallast vítamín bætt ;o) Vorum svo stelpurnar að ákveða að drekka Cosmopolitan á nýárs, GET EKKI BEÐIÐ EFTIR FJÖRINU!!!

** Hörmungar vikunnar ** Án efa hræðilegi jarðskjálftinn við Indlandshaf þar sem yfir 125.000 manns hafa látið lífið. Landssöfnun er byrjuð til hjálparstarfs á svæðinu og endilega hringja í 907-2020 og þá leggurðu 1000 kr. til þessa máls, mæli með þessu búin að gera þetta oftar en einu sinni...... BARA DRÍFA SIG OG GERA SEINASTA GÓÐVERKIÐ Á ÞESSU ÁRI

GLEÐILEGT ÁR ELSKURNAR OG TAKK FYRIR ÞAÐ LIÐNA!!!


Engin ummæli: