Það eru að koma JÓL.....
...já það styttist og bara fyrsti í aðventu búinn. Helgin einkenndist að mestu af vinnu, vinnu, lærdómi og eldi.
Var að vinna á laugardagskvöldið..... og viti menn það kviknaði í!! Ég og Salka í miklum rólegheitum að taka til þegar elementið í frönskudjúpsteikingarpottinum SPRAKK og eldur, sót og allt út um allt. Við samt svo klárar að við slöktum eldinn.
Vinna svo á sunnudag og svo aðventukvöld í Bústaðakirku..... rosafínt kvöld að vanda fyrir utan þýska gargið í byrjun. "hverjum dettur í hug að taka þýskt lag á skemmtun???" Allt slökkt og allir í kikjunni kveiktu á kerti mjög flott heil 795 kertaljós.
En ekki meira frá mér bara verkefnavinna upp í Odda og lærdómsfílingur.
Sjáumst hress, verið bless ;o)
mánudagur, nóvember 29, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli