Margt á daga mina drifið upp á síðkastið!
Síðasta helgi var algjör snilld í alla staði – en Sigga og Jóhanna Ruth komu í heimsókn snemma á fimmtudeginum. Eins og sönnum Íslendingum sæmir voru nokkrar velveldar mínútur nýttar í búðarrápi og var bara skondið að 90% þeirra sem voru í H&M barnadeildinni voru íslenskir!! Á föstudeginum kíktum við stelpurnar í búðir, sightseeing um CBS og svo hófst smá kojufyllerí hjá okkur skvísunum. Eftir rauðvín og osta kíktum við á Mexíbar og óhætt að segja að Strawberry Margarita, Cabriña (braselískur drykkur) og nokkrum öl síðar vorum við svo sannarlega í stuði. Dansgólfið á Barcelona, spjall við Johnny Bravo og fleirir góða kíktum við á bar þar sem Sigríður vildi ólm taka keppni í fuzball ;o) Í skjótu bragði var djammið snilld og misstum við næstum af lestarferð til Århus í hádeginu daginn eftir….
Meikuðum það þó í lestina og áttum einstaklega notalegar stundir með Hrefnu Ýr og Tönyu Ruth alla helgina. Út að borða á Bali, pöbbarölt og gaman að hafa live hljómsveitir að spila, kíktum á skemmtistað sem var staðsettur í skipi niðrí höfn og svo heim. Kíktum á röltið í bænum, vorum menningarlegar og áttum einstakar stundir heima hjá þeim mæðgum…sjónvarpsgláp og nýja Party og Co. spilið var algjör snilld! Á mánudeginum var þó komin tími fyrir mig að snúa heim á leið enda skóli sem beið mín….TAKK FYRIR MIG – Hrefna þetta var æði gæði!
Svo skemmtilega vildi til að ég nældi mér í flensuviðbjóð þannig að ég lág heima þar til stelpurnar komu aftur í borgina. Áttum æðislegan dag og mikið var skrítið að kveðja þær :o( þið eruð velkomnar aftur!!
Við tóku smá skóladagar en fyrr en varði var komin aftur helgi – alveg fáránlegt og á föstudaginn fór ég í magnað IMM party með bekknum og var grímubúningaþema. Ég og Kata skemmtum okkur konunglega í undirbúiningi og fór ég sem ein af The pink ladies úr GREASE. Norsku strákarnir kíktu á okkur í nokkra öl fyrir partyið. Eftir ánægjulegt spjall drifum við okkur í partyið þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og mikið dansað. Eftirpartý hjá Anette og heim alltof seint – enda drykkjan ágæt.
Í gær átti ég því frekar þynnkulegan dag…en það þýddi víst lítið því búið var að plana hvítvín og sushikvöld hjá Önnu Alberts og þaðan á þorrablótsball Íslendingafélagsins í Köben. Stuðið fór hægt af stað en ég, Magga, Hanna, Anna og Jóhanna horfðum spenntar á úrslitin af undankeppni Eurovision á íslandi og þaðan á ballið þar sem við hrisstum rassa við takt dúndurbandsins HUNANG ;o) Bara gaman…. Kíktum þaðan í bæinn en bæjarferð okkar Möggu endaði frekar fljótt á McDonalds og svo heim….þó æðislegt kvöld og öruggt að myndir af þessu koma eftir smá! Þangað til næst ástkæru vinir – BLESS
PS – Jóhanna vinkona er að koma á fimmtudaginn ;o) Get ekki beðið það verður æði gæði….
sunnudagur, febrúar 24, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
heheheheh Johnny Bravo :) það sem mér getur ekki dottið í hug. Þetta var nottla bara gaman, vildi helst bara koma með jó núna á fimmtud. en mar þarf víst líka að vinna, skrítið þetta líf :)
Kv. Sigga
Hehe já Johnny Bravo var bara of fyndið!! hehe þú veist þú ert ávallt velkomin aftur elskan og vá hvað er margt sem við gætum brallað þá - þetta verður endurtekið við tækifæri.
Skrítið með þessar vinnur - maður þarf víst að mæta og gera eitthvað til að fá laun mánaðarlega ;o) Farðu vel með þig og heyri í þér bráðlega!
Oh alltaf svo gaman hjá þér! Hlakka til að sjá myndir af þér bleika gella!
Díses það vantar ekki hvað Sellan er alltaf bussy, hvernig væri að fara að kíkja í sveitina á liðið þar :)
Knús á þig frá Kagså liðinu :)
kv Þórunn
Það er greinlegt að það er alltaf stuð þarna í Köben, spurning hvort að ég verði ekki að fara að kíkja í heimsókn.
Það er nú einu sinni búið að standa til alveg heillengi að ég heimsæki hana systur mína sem býr nú þarna Köben
Ætti að vera hægt að taka almennilegt djamm ef maður myndi sameina þetta tvennt ;)
Skrifa ummæli