Fjörið rétt að byrja
Mikið er ánægjulegt að komast í skólann aftur og hitta alla krakkana ;o) Ekki laust við að ég hafi bara saknað þeirra rosalega.... Skólinn er að komast á fullt en vá hvað er erfitt að koma sér í gírinn eftir svona langt og fínt jólafrí þar sem afslöppun og át og skemmtilegheit var aðal líf mitt.
En að öðru og miklu skemmtilegra!! Það er komið að HEIMSÓKNARTÍMA FRÁ ÍSLANDI til mín.
* 8-10 febrúar * Gulla frænka og Bragi ætla að kíkja á mig í stutt stopp
* 14-20 febrúar * Sigga og Jóhanna Ruth koma til mín og mikið verður ótrúlega gaman. Ætlum að kíkja á Hrefnu Ýr og Tönyu Ruth til Arhus og mála bæinn rauðann.
*29-2 mars * Ætla systur múttu að koma í verslunarferð og mikið verður gaman saman
* 7-10 mars* Kemur svo Tinna Sif og Guðrún vinkona hennar ;o) Þá verður sko verslað ef ég þekki þær rétt :o)
Auk þess eiga mín ástkæra móðir, minn yndislegi bróðir og Jóhanna mín frábæra vinkona eftir að finna tíma til að koma - HLAKKA BARA TIL.
Og þið hin sem viljið koma endilega kíkið við - það er tilboð með Icelandair núna til Köben ;o) hehe
miðvikudagur, febrúar 06, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæ elskan mín!
Vá það eru aldeilis heimsóknir, liggur við að mar ætti að flytja til Köben til að fá svona margar heimsóknir haha ;) Svo kem ég til Köben í apríl og þá verðum við að hittast í en öl eins og síðast eða þá að þú komir bara á Bó-ballið líka hehe
Ekkert smá girnilegar bollur, hefði sko verið til í að mæta í þetta bollupartý :D
Knús á þinns sæta - Maggie
Skrifa ummæli